Konur í stjórnmálum

Konur í stjórnmálum

Verð með framsögu á ráðstefnu sem haldin verður Rabat í Marokkó á vegum þingmannasamkundu Evrópuráðsins þingsins í  boði konungdæmisins í Marokkó um konur í stjórnmálum og hvernig miði í átt til jafnréttis. Ráðstefnan verður haldin hinn 5. júlí og er skipulögð í samvinnu Evrópuráðs og Evrópusambands innan ramma verkefnis sem stefnir að því að tryggja sjálfbæra lýðræðislega stjórnarhætti í ríkjum sunnan við Miðjarðarhaf.

 

Sjá frétt á heimasíðu Feneyjanefndar.

 

———————————-
Rabat –The Venice Commission is invited to participate in the Regional Conference on “Women in politics: how to progress towards equality?” organised by the Parliamentary Assembly of the Council of Europe (PACE) at the invitation of the Parliament of the Kingdom of Morocco.

Ms Herdis Thorgeirsdóttir, the 1st Vice-President of the Commission, will contribute to the following subject: “Mechanisms to promote the representation of women”; Ms Lydie Err, Chair of the Venice Commission Sub-Commission on gender equality will contribute to the session devoted to: “The role of political parties”.

This Conference is organised in the framework of the joint Council of Europe-European Union programme “Ensuring Sustainable Democratic Governance and Human Rights in the Southern Mediterranean”, South Programme III.

Hvað gerir Trump? Var honum alvara með að þurrka upp spillingarfenið?

Hvað gerir Trump? Var honum alvara með að þurrka upp spillingarfenið?

Óðinn Jónsson bauð mér á morgunvaktina til að ræða Hæstarétt Bandaríkjanna nú þegar Anthony Kennedy dómari við réttinn hefur ákveðið að láta af störfum.

Trump freistar þess að skipa nýjan dómara á kosningaári. Það er engin nýlunda að slíkt sér gert en áhugavert að fylgjast með því hvort Trump verður samkvæmur sjálfum sér þegar hann velur dómaraefnið. Í kosningabaráttunni 2015 hafði hann hátt um þá spillingu sem fylgdi óheftum fjárframlögum til kosningabaráttu.

Anthony Kennedy sem nú lætur af störfum skrifaði rökstuðninginn fyrir niðurstöðu í einum umdeildasta dómi síðari tíma í máli Citizens United v. Federal Election Commission 2010 – þar sem Hæstiréttur tryggði fyrirtækjum og fjármálaöflum tjáningarfrelsi með ófyrirséðum afleiðingum fyrir lýðræðið. Obama kvaðst þá myndu í samstarfi við þingið bregðast við en gerði það ekki! Það liðu sex ár og þá sté Trump fram á sjónarsviðið og kvaðst myndu sporna gegn þeirri þróunn sem fyrrgreindur dómur staðfesti. Nú er að sjá hvort hann skipar framsýnan hugsjónamann eins og Louis Brandeis sem sat í réttinum frá 1916-1932 og beitti sér gegn yfirgangi stórfyrirækja – kannski einn merkasti dómari í sögu Hæstaréttar Bandaríkjanna.

Hlusta hér.

 

Biður ungverska þingið að hinkra með löggjöf gegn Soros

Biður ungverska þingið að hinkra með löggjöf gegn Soros


Forseti Feneyjanefndar, Gianni Buquicchio, átti fund með forsætisráðherra Ungverjalands í gær í höfuðstöðvum Evrópuráðsins í Strassbourg vegna fyrirhugaðs álits Feneyjanefndar sem tekið verður til umfjöllunar á aðalfundi nefndarinnar í vikunni. Álitið varðar lög sem Ungverjar hyggjast setja til að stöðva umsvif auðkýfinginsins George Soros. Forseti Feneyjanefndar fór þess á leit við ungverska þingið að það hinkraði með lagasetninguna þar til Feneyjanefnd hefði fjallað um álitsdrögin á aðalfundi sínum nú í vikunni. Í álitsdrögunum sem ungversk stjórnhafa þegar fengið í hendur eru settar fram tillögur Feneyjanefndar varðandi fyrirhugaða löggjöf.

Venice Commission President Gianni Buquicchio met with Hungarian Foreign Minister Peter Szijjarto on Monday 18 June in Strasbourg at the Council of Europe to discuss the upcoming opinion on new “Stop Soros” legislative provisions.

President Buquicchio called on the Hungarian Parliament not to proceed with the adoption of the law prior to the expected publication of the Commission’s opinion this coming Friday, or at least to take into account the Commission’s recommendations as they appear in the draft opinion, which has already been sent to the Hungarian authorities.

Æðstu dómstólar Eystrasaltsríkja og ríkja við Svartahaf

Æðstu dómstólar Eystrasaltsríkja og ríkja við Svartahaf

Flutti framsögu af hálfu Feneyjanefndar á fundi æðstu dómstóla Eystrasaltsríkja og ríkja við Svartahaf (Association of Constitutional Justice of the countries of the Baltic and Black Sea regions – BBCJ) á ráðstefnu 15. maí í Tbilisi í Georgíu, sem gegnir forystu í  þessu samstarfi. Samtök þessu voru stofnuð árið 2015 og markmið þeirra er viðhald og vernd réttarrríkis, sjálfstæðra dómsstóla, lýðræðis og mannréttinda. Yfirskrift þessa fundar var: Hlutverk æðstu dómstóla í evrópskum samruna. Opnunarávörp á fundinum fluttu m.a. forseti Georgíu og forsætisráðherra (sjá mynd).

Í BBCJ  eiga sæti stjórnlagadómstólar Litháen, Lettlands, Úkraínu, Póllands, Moldóvu og Georgíu.

Opnun fundar BBCJ – samtaka æðstu dómstóla Litháen, Lettlands, Póllands, Úkraínu, Georgíu og Moldóvu. Í ræðustól forseti stjórnlagadómstóls Georgíu; næstir honum Forseti Georgíu, forsætisráðherra, forseti hæstaréttar og Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir, fyrsti varaforseti Feneyjanefndar.

Að ryðja brautina fyrir konur

Að ryðja brautina fyrir konur

Elfa Ýr Gylfadóttir og Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir

Tók þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um jafnréttismál, sem fyrsti varaforseti Feneyjanefndar Evrópuráðsins. Ráðstefnan var haldin á vegum Evrópuráðsins og utanríkisráðuneytis Danmerkur en Danir fara um þessar mundir með formennsku í ráðherranefnd Evrópuráðsins.  Heiti ráðstefnunnar sem haldin var í Kaupmannahöfn 3. -4. maí sl. var: Kynjajafnrétti: Að ryðja brautina (Gender Equality: Paving the Way).

Markmið ráðstefnunnar var að kynna jafnréttisáætlun Evrópuráðsins fyrir tímabilið 2018-2023 og vera vettvangur umræðu um aðsteðjandi vandamál sem standa kynjajafnrétti enn fyrir þrifum og hvernig best mætti hrinda áætluninni í framkvæmd í 47 aðildarríkjum Evrópuráðsins. Eitt meginþema ráðstefnunnar var hvernig binda mætti endi á refsileysi í málum er varða ofbeldi gegn konum; heimilisofbeldi; auk þess var rætt um þátt kvenna í ákvarðanatöku; mannréttindi kvenna og stúlkna á flótta; staðalímyndir og fordóma gagnvart konum og þátt karla í að stuðla að auknu jafnrétti kynjanna.

Ráðstefnan var opnuð af Marie, krónprinsessu Dana, en auk hennar fluttu opnunarávörp nýskipaður jafnréttisráðherra Danmerkur Eva Kjer Hansen og varaframkvæmdastjóri Evrópuráðsins, Gabriella Battaini-Dragoni.

Á myndinni erum við Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar og jafnréttisfulltrúi stýrinefndar Evrópuráðsins um fjölmiðla og upplýsingasamfélag en þarna var einnig viðstödd af Íslands hálfu, Magnea Marínósdóttir frá Velferðaráðuneytinu sem skipuð var í jafnréttisnefnd Evrópuráðsins fyrir hönd Íslands sl. haust.

Á ráðstefnunni flutti Laura Boldrini áhugavert erindi en hún er forseti fulltrúadeildar ítalska þingsins og þekktur pólitíkus á Ítalíu. Hún lýsti því hvernig  hún hefur þurft að sæta hótunum um ofbeldi af hálfu þeirra sem ekki þola málflutning hennar; hvernig hún hefur verið rægð og úthrópuð og hvað hún upplifði það sem mikil vonbrigði að kynsystur hennar stóðu ekki með henni þegar rógsherferðin náði hæstum hæðum. Ef barátta fyrir mannréttindum leiðir til þess að maður er úthrópaður, til hvers hefur þá verið lifað?, spyr Laura Boldrini.  Sjá hér.