Fæðingardagur: 18.febrúar 1954. 

Menntun: Doktorspróf í lögfræði frá lagadeild Lundarháskóla (Dr. Juris), tveggja ára framhaldsnám í alþjóðalögum og stjórnmálum frá Fletcher School of Law við Tufts University í Boston (M.A.L.D. gráða), BA í lögfræði frá HR og BA í stjórnmálafræði frá HÍ.  Nám í blaðamennsku í London og einn vetur við háskólann í Aix-en-Provence. Stúdent frá MH 1974.

Starfsheiti: Lögmaður á sviði mannréttinda; prófessor.

Æviágrip: Fædd í Reykjavík og bjó þar fyrstu æviárin. Foreldrar: Herdís Tryggvadóttir (f. 1928) húsfreyja, dóttir Herdísar Ásgeirsdóttur húsfreyju og Tryggva Ófeigssonar útgerðarmanns í Júpiter og Mars og Þorgeir Þorsteinsson fyrrv. sýslumaður og lögreglustjóri á Keflavíkurflugvelli (f. 1929), sonur Sigríðar Kjerúlf Þorvarðardóttur húsfreyju og Þorsteins Jónssonar kaupfélagsstjóra. Systkini eru Þorsteinn hagfræðingur f. 1955, Sigríður prófessor við HÍ f. 1958 og Ófeigur Tryggvi læknir f. 1960. Hálfsystir, samfeðra, Katla Margrét leikkona f. 1970.

Herdís gekk í barnaskóla í Njarðvík, gagnfræðaskóla í Garðabæ og Menntaskólann í Hamrahlíð. Hún stundaði nám í Frakklandi og Englandi eftir stúdentspróf og vann sem blaðamaður á Morgunblaðinu í tvö ár. Herdís lauk BA í stjórnmálafræði við HÍ og stundaði framhaldsnám í tvö ár við Fletcher School of Law í Boston. Herdís lauk doktorsprófi frá lagadeildinni í Lundi 2003 og tók grunnnám í lögfræði við HR og öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður 2011 og varð meðeigandi á lögmannsstofunni Vík.

Herdís hefur reynslu úr atvinnulífinu; en hún rak eigið fyrirtæki í tæpan áratug og var frumkvöðull á sviði tímaritaútgáfu. Hún var fyrsti ritstjóri Mannlífs 1984-1986 og útgefandi og ritstjóri tímaritsins Heimsmyndar 1986-1994.

Hún hefur starfað í háskólasamfélaginu sem fræðimaður og prófessor. Skipuð í stjórn ERA – European Academy of Law haustið 2012.

Eftir hana hafa komið út bækur alþjóðlega og greinar á sviði mannréttinda og barnaréttar. Hún var kjörin forseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga 2009 og endurkjörin 2011. Hún hefur starfað sem mannréttindalögfræðingur fyrir Evrópuráðið, flutt fyrirlestra og kennt erlendis.

Fræðistörf og rannsóknir Herdísar eru á sviði tjáningarfrelsis og annarra mannréttinda. Niðurstöður hennar um sjálfs-ritskoðun í fjölmiðlum og tengsl fjársterkra aðila við stjórnmálamenn og spillingu í nútímasamfélögum hafa vakið athygli víða. Hún hefur með skrifum sínum og rannsóknum í áranna rás haft afgerandi áhrif á þjóðmálaumræðuna.

Hún er móðir fjögurra barna sem hún hefur alið upp ein eftir að þau hjónin skildu 2001. Hún hefur verið virk í jafnréttisbaráttu kvenna og stofnaði Tengslanet-Völd til kvenna ráðstefnur sem haldnar voru reglulega á Bifröst 2004- 2010.

Fjölskylduhagir: Á fjögur börn: Herdísi f. 1987, við nám í tónsmíðum, Maríu Elísabetu f. 1993, nemi í MR, Gunnar Þorgeir f. 1994, nemi í MH og Hörð Tryggva f. 1997, í Hagaskóla. Skilin.

Ítarlegri ferilskrá

Dr. Herdís Þorgeirsdóttir er einn af af eigendum Vík Lögmannsstofu (VIK LAW). Hún hefur margþætta reynslu bæði hér heima og af störfum sínum á alþjóðavettvangi. Herdís var skipuð prófessor við lagadeild Háskólans á Bifrost 2004.

PRÓFESSOR

Dr. Herdís Þorgeirsdóttir var skipuð prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst 2004 http://www.mbl.is/greinasafn/grein/832180/

Hefur kennt við erlenda háskóla, þ.á m. við lagadeild ríkisháskólans í Tbilisi í Georgíu.

Skipuð í stjórn ERA – European Academy of Law haustið 2012.

LÖGMAÐUR

Hún starfar sem lögmaður í Reykjavík og er einn af eigendum Vík Lögmannsstofu (VIK LAW), Garðastræti 37.

STÖRF Á ALÞJÓÐAVETTVANGI

Hún gegnir umfangsmiklum störfum fyrir Feneyjarnefnd Evrópuráðsins á sviði mannréttinda http://www.venice.coe.int/site/dynamics/N_Members_ef.asp?L=E&CID=60.

Herdís var kjörin formaður undirnefndar Feneyjarnefndar um mannréttindi (Sub-Commisson on Fundamental Rights) í desember 2011 http://www.venice.coe.int/DOCS/2011/CDL-PV(2011)004SYN-E.ASP

Hún var kjörin í vísindaráð (Scientific Council) Feneyjarnefndar í mars 2013.

Kjör í stjórn evrópsku lagaakademíunnar (Academy of European Law) haustið 2012.

Hún hefur frá 2003 verið í teymi lögfræðinga sem starfa á sviði vinnuréttar- og jafnréttismála fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins http://ec.europa.eu/justice/gender-equality/tools/legal-experts/index_en.htm

FORSETI EVRÓPUSAMTAKA KVENLÖGFRÆÐINGA

Herdís var kjörin forseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga 2009 (European Women Lawyers’ Association www.ewla.org) og endurkjörin 2011. Hún er lögfræðingur og með réttindi til að starfa sem héraðsdómslögmaður. Hún er einnig með BA og meistaragráðu í stjórnmálafræði.

DOKTOR Í LÖGUM

Hún er með doktorspróf í lögum (Dr. Jur) frá lagadeild háskólans í Lundi á sviði mannréttinda og stjórnskipunar
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/722063/
http://www.jur.lu.se/Quickplace/home/Main.nsf/h_Toc/f17ab01a29d3b896c12574640058b4df/?OpenDocument http://www.lu.se/lund-university-partner-day/faculties/faculty-of-law

MALD

Auk þess hefur hún mastersgráðu (MALD) í alþjóðarétti og stjórnmálum frá Fletcher School of Law and Diplomacy í Boston http://fletcher.tufts.edu/MALD.

Hún var gestafræðimaður við Oxford háskóla 1999 http://pcmlp.socleg.ox.ac.uk/

Hún lauk prófum í lögfræði við Háskólann í Reykjavík og stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hún var í námi í blaðamennsku við College of Journalism í London árið 1976. Áður var hún í einn vetur við háskólanám í Frakklandi.

FRÆÐIMAÐUR OG RITHÖFUNDUR

Herdís er þekktur fræðimaður á sviði tjáningarfrelsis og er höfundur bóka og fræðigreina sem hafa birst alþjóðlega http://www.brill.nl/journalism-worthy-name / http://www.amazon.com/Journalism-Worthy-Name-Affirmative-Convention/dp/9004145281
http://www.ashgate.com/isbn/9780754627821
http://catalogue.nla.gov.au/Record/3916460.  

Rannsóknir hennar hafa í áranna rás beinst að tengslum fjármálavalds, pólitísks valds og fjölmiðlavalds, spillingu og sjálfs-ritskoðun.

Hún var formaður lokadómnefndar íslensku bókmenntaverðlaunanna árin 2005 og 2006, skipuð af Forseta Íslands http://rsi.is/rsi/leitarnidurstodur/nanar/Default.asp?cat_id=8778&ew_0_a_id=170160

ÚTGEFANDI OG RITSTJÓRI

Hún var útgefandi og ritstjóri í áratug og frumkvöðull á sviði tímaritaútgáfu. Hún var fyrsti ritstjóri Mannlífs og stofnandi og útgefandi tímaritsins Heimsmyndar frá 1986-1994

http://mbl.is/greinasafn/grein/39904/
http://mbl.is/greinasafn/grein/104576/

Hún var blaðamaður um árabil. Hóf ung störf á Morgunblaðinu og var í blaðamennsku meðfram háskólanámi. Hún hefur ritað greinar í blöð ug tímarit um stjórnmál og mannréttindi. Hún var í námi í blaðamennsku við College of Journalism í London 1975. Áður var hún einn vetur við háskólanám í Frakklandi.

FRUMKVÖÐULL AÐ TENGSLANETI – VÖLD TIL KVENNA

Hún átti frumkvæði að og skipulagði tengslanets-ráðstefnurnar til að styrkja samstöðu kvenna úr öllum starfsgreinum og vitund þeirra um rétt sinn og mikilvægi í samfélaginu. Tengslanet-Völd til kvenna-ráðstefnurnar voru þær fjölsóttustu sem haldnar voru í íslensku háskóla- og viðskiptalífi um árabil

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1077630 /

http://www.fka.is/?i=2&f=2&o=408 /

 http://www.kvennaslodir.is/frettatengt/nr/268/).

Hún var í tvígang tilnefnd til jafnréttisverðlauna vegna ten gslanets-ráðstefnanna.

ÝMISLEGT ÚR FJÖLMIÐLUM

Um hrunið:

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1265382/

http://silfuregils.eyjan.is/2009/01/25/hrokafullt-upphaf-hrunsins-eda-aldrei-andlega-virk-thjod/

Um icesave í kjölfar fyrsta samnings vor 2009:

http://www.visir.is/ogn-vid-oryggi-og-sjalfstaedi-thjodar—og-framtid-evropsks-samstarfs/article/2009228195908

Um samþjöppun auðs og valds:

http://www.visir.is/vill-raeda-um-ad-setja-thak-a-eignarettinn/article/2011111029820

Um fátækt og kjör barna:

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2010/05/29/vernda_tharf_born_gegn_fataekt/

http://mbl.is/greinasafn/grein/1119998/

Um jafnréttismál:

http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/professor-fyrirtaeki-stofnanir-og-stjornvold-taka-login-ekki-alvarlega-og-thverbrjota-reglur

http://www.pressan.is/VeroldMortuMariu/Lesagrein/dr.-herdis-thorgeirsdottir-thad-tharf-hugrekki-til-ad-komast-i-gegnum-motlaeti

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1077630

http://mbl.is/greinasafn/grein/1008772/

http://www.vb.is/frett/17352/

 http://www.vr.is/index.aspx?groupid=476515&tabid=1889&NewsItemID=9271&ModulesTabsId=4466

http://www.bifrost.is/Files/Skra_0016957.pdf

NÝLEG ÁLIT NEFNDAR EVRÓPURÁÐS UM LÝÐRÆÐI MEÐ LÖGUM

http://www.venice.coe.int/docs/2011/CDL-AD(2011)036-e.pdf

http://www.venice.coe.int/docs/2011/CDL-AD(2011)026-e.pdf

http://www.venice.coe.int/docs/2010/CDL-AD(2010)053rev-e.pdf

http://www.venice.coe.int/docs/2010/CDL(2010)053-e.asp

http://www.venice.coe.int/docs/2011/CDL-JU(2011)017-e.pdf

http://www.venice.coe.int/docs/2008/CDL(2008)039-e.asp

http://charter97.org/en/news/2011/10/17/43699/

http://eurasialift.wordpress.com/2011/01/12/

http://azerireport.com/index.php?option=com_content&task=view&id=2999