Lögmannsþjónusta og ráðgjöf

Lögfræðileg ráðgjöf:   Í störfum sínum sem lögmaður hefur Dr. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir lagt áherslu á samningaleið fremur en dómstólaleið við þá, sem til hennar leita og náð góðum árangri á því sviði.

Á sviði fjölskyldumála og innan fyrirtækja er ætíð árangursríka að reyna samningaleiðina fyrst.    

Áherslan er á að reyna að leysa öll mál áður en farið er með þau fyrir dómstóla.   Ráðgjöf varðandi mögulegar lausnir  til að ná niðurstöðu í erfiðum málum hvort sem þau lúta að samskiptum við hjónaskilnað, forsjá barna og umgengnismálum, vegna erfiðleika í samskiptum á vinnustað, vegna eineltismála, samskiptaörðugleika við yfirmenn, launamála,  vegna skipta á dánarbúum  eða vegna samskipta við fjármálafyrirtæki eða opinbera aðila. Fyrsta skrefið er að reyna að ná samkomulagi.  Dómstólar eru síðasta úrræðið ef ekki næst árangur fyrr.   

Dómstólaleiðin er kostnaðarsöm; ófyrirsjáanleg, langdregin, erfið og árangur oft í engu samræmi við útgjöld, tíma og áhyggjur sem fylgja málaferlum fyrir dómstólum.  

Einstaklingar sem íhuga hjónaskilnað ættu að leita ráðgjafar áður en þeir leita beint til sýslumanns. Það borgar sig að skoða allar leiðir, bæði fjárhagslegar og tilfinningalegar áður en ákvörðun er tekin um hjónaskilnað og upplausn fjölskyldu. 

Vegna starfa í lögfræðingateymi frá 25 Evrópuríkjum hefur Herdís sérstaka þekkingu á vinnurétti og jafnréttismálum.  Ráðgjöf og lögfræðiþjónusta varðandi mismunun á vinnustað vegna stöðuveitinga, framgangs í starfi, launamála og eineltismála.   

Aðstoð við skjalagerð á sviði persónuréttar, sifjaréttar (samningagerðar við skilnað á borði og sæng og skiptayfirlýsingar), kaupmálar, slit á fjárfélagi, samningar á sviði erfðaréttar og varðandi skipti dánarbúa og samningar á sviði fjármunaréttar við kaup og sölu á fasteignum.    

Sérsvið Herdísar sem hún nýtur mikillar virðingar fyrir í störfum sínum á alþjóðavettvangi undanfarna tvo áratugi er á sviði mannréttinda, tjáningarfrelsis, ærumeiðinga, friðhelgi einkalífs og annarra skerðinga á borgaralegum og stjórnmálalegum réttindum.  Sérsvið hennar er stjórnskipun og mannréttindi en hún er ekki eingöngu hámenntuð á sviði laga heldur einnig stjórnmálafræðingur og fyrrum ritstjóri með mikla innsýn í gangverk samfélagsins. Hún er menntuð frá Bandaríkjunum, Bretland, Frakklandi og Svíþjóð.  

Sérþekking á fjölmiðlum, blaðamennsku, tjáningarfrelsi, friðhelgi, ærumeiðingum og öllu er varðar löggjöf um fjölmiðla.

Almenn ráðgjöf

Almenn ráðgjöf: Þegar saman kemur lífsreynsla, víðtæk menntun, þekking, áhugi á fólki, góðir samskiptahæfileikar, hæfileiki  til að tjá sig í ræðu og riti, góð dómgreind, fræðilegur bakgrunnur og yfirsýn, þrautsegja og frumleiki er unnt að bjóða upp á ráðgjöf sem getur skipt sköpum fyrir þann sem hennar leitar og þar er það viðskiptavinur sem ákveður erindið. Eins og sagt er þá sakar ekki að spyrja.

Herdís hefur um áratuga skeið unnið með fólk út um allan heim og náð langt í forystu í alþjóðlegum samskiptum.  Hún hefur unnið náið með fólki á ýmsum sviðum samfélagsins, hælisleitendum, einstaklingum sem hafa lent í áföllum og erfiðleikum, listamönnum, blaðamönnum o.s.frv.  Fordómaleysi og skilningur einkenna afstöðu hennar til fólks. Herdís er fráskilin og hefur alið upp fjögur börn.

Verð

Verð: Samkomulag og sanngirni. Velkomin og við finnum leiðina að góðri lausn.

Herdís hefur um áratuga skeið unnið með fólk út um allan heim og náð langt í forystu í alþjóðlegum samskiptum.  Hún hefur unnið náið með fólki á ýmsum sviðum samfélagsins, hælisleitendum, einstaklingum sem hafa lent í áföllum og erfiðleikum, listamönnum, blaðamönnum o.s.frv.  Fordómaleysi og skilningur einkenna afstöðu hennar til fólks. Herdís er fráskilin og hefur alið upp fjögur börn.

Hafa samband

Þeir sem vilja leita ráða er bent á að senda  tölvupóst á: herdis@herdis.is þar sem gerð er örstutt grein fyrir erindi og láta fullt nafn og símanúmer  fylgja með.

Einnig er unnt að hringja í síma 691 8534.

Öll almenn lögfræðiþjónusta

Mannréttindi

  •  Réttur til frelsis og mannhelgi
  • Réttur til að sæta ekki ómannlegri eða vanvirðandi meðferð
  • Réttur til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi
  • Friðhelgi einkalífs, fjölskyldu og heimilis
  • Hugsana-, samvisku og trúfrelsi
  • Tjáningarfrelsi (réttur einstaklinga, blaðamanna, bloggara; skoðanafrelsi á vinnustað; meiðyrðamál)
  • Funda- og félagafrelsi
  • Réttur til raunhæfs úrræðis til að leita réttar síns
  • Jafnréttismál – réttur til að sæta ekki mismunun á grundvelli kynferðis, kynþáttar, litarháttar, tungu, trúarbragða, stjórnmála- eða annarra skoðana, þjóðernis- eða þjóðfélagsstöðu; eignastöðu; uppruna eða annarrar stöðu.
  • Mannréttindi og viðskipti.

 

Barnaréttur

  • Sáttameðferð í forsjár og umgengnisréttarmálum
  • Forsjármál
  • Umgengnisréttarmál
  • Faðernismál
  • Afhendingarmál

Barnaverndarréttur/

barnaverndarmál

  • Barnaverndarréttur

 

Erfðaréttur

  • Erfðaskrár
  • Dánarbússkipti

Fasteignir

  • Kaup og sala fasteigna
  • Gallar og aðrar vanefndir
  • Húsaleiga
  • Fjöleignarhús eignaskiptasamningar

Hjúskapur/Sambúð

  • Kaupmálar
  • Hjúskaparslit – búskipti
  • Samningar sambúðarfólks
  • Sambúðarslit – fjárskipti

Hlutafélög/einkahlutafélög o.fl.

  • Stofnun fyrirtækja
  • Stofnun fyrirtækja
  • Kaup / sala fyrirtækja

Innheimtur

  • Innheimtur

Sakamál

  • Verjendastörf

Skaðabótaréttur/slysamál

  • Skaðabótaréttur / slysamál

Stjórnsýsluréttur

  • Stjórnsýsluréttur, samskipti borgara og stjórnvalda