Flutti framsögu af hálfu Feneyjanefndar á fundi æðstu dómstóla Eystrasaltsríkja og ríkja við Svartahaf (Association of Constitutional Justice of the countries of the Baltic and Black Sea regions – BBCJ) á ráðstefnu 15. maí í Tbilisi í Georgíu, sem gegnir forystu í  þessu samstarfi. Samtök þessu voru stofnuð árið 2015 og markmið þeirra er viðhald og vernd réttarrríkis, sjálfstæðra dómsstóla, lýðræðis og mannréttinda. Yfirskrift þessa fundar var: Hlutverk æðstu dómstóla í evrópskum samruna. Opnunarávörp á fundinum fluttu m.a. forseti Georgíu og forsætisráðherra (sjá mynd).

Í BBCJ  eiga sæti stjórnlagadómstólar Litháen, Lettlands, Úkraínu, Póllands, Moldóvu og Georgíu.

Opnun fundar BBCJ – samtaka æðstu dómstóla Litháen, Lettlands, Póllands, Úkraínu, Georgíu og Moldóvu. Í ræðustól forseti stjórnlagadómstóls Georgíu; næstir honum Forseti Georgíu, forsætisráðherra, forseti hæstaréttar og Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir, fyrsti varaforseti Feneyjanefndar.