Móðganir og slúður refsiverð

Móðganir og slúður refsiverð

Á aðalfundi Feneyjanefndar 23. og 24. júní samþykkti nefndin sautján álit sem lutu að lagasetningu í átta ríkjum: Armeníu, Bosníu Hersegóvínu, Georgíu, Haiti, Kyrgyzstan, Moldóvu, Montenegro og Póllandi. Ég vann að tveimur þessara álita, sem bæði varða félagafrelsi og tjáningarfrelsi. Því miður er það svo að mörg ríki reyna, með umdeildum lagasetningum, að stemma stigu við öflugri pólitískri umræðu og andófi, sem getur virkað sem súrefni fyrir lýðræðið en það getur aldrei þrifist á þegjandi samþykki almennings sama hverju fram vindur. Á fundinum talaði ég m.a. fyrir áliti um fyrirhuguð lög í Kyrgyzstan sem gera róg og móðganir refsiverðar og fela aðila innan stjórnsýslunnar vald til að úrskurða um slíkt en ekki dómstólum beint, jafnvel þótt þau sem ættu að hafa móðgast hafi ekki farið fram á slíkt. Fælingarmáttur slíkra laga elur á sjálfs-ritskoðun meðal almennings og kemur í veg fyrir að hinn almenni borgari fái upplýsingar sem geta skipt sköpum fyrir opna, pólitíska umræðu.

Álit Feneyjanefndar á lögum um erlenda erindreka í Georgíu

Álit Feneyjanefndar á lögum um erlenda erindreka í Georgíu

Þingið í Georgíu fékk fyrr í dag álit Feneyjanefndar um lögin um „erlenda erindreka“ sem hafa leitt til þess að hundruð þúsunda hafa mótmælt á götum út í höfuðborginni Tbilisi. Ég er einn höfunda álitsins, sem fylgir hér: https://www.venice.coe.int/webforms/documents/default.aspx?pdffile=CDL-PI(2024)013-e
Forseti landsins neitaði að staðfesta lögin sem kveða á um að fjölmiðlar og félagasamtök sem fá meir en 20 % af tekjum erlendis frá verði skyldug að skrá sig sem stofnanir sem þjóni hagsmunum erlendra afla.
 Í örstuttu máli þá leggur Feneyjanefndin til að lögin í núverandi mynd verði afturkölluð, enda grundvallar annmarkar á þeim, sem munu hafa afdrifaríkar neikvæðar afleiðingar fyrir félagafrelsi, tjáningarfrelsi, friðhelgi einkalífs, réttinn til þátttöku í opinberu lífi og jafnræði – og endanlega opna, upplýsta umræðu, fjölbreytni og lýðræði.
Hér eru tenglar með umfjöllun um álitið:
https://www.euronews.com/2024/05/22/georgia-should-scrap-foreign-influence-law-council-of-europe?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTAAAR0-XKbQVGLww92BwkysdjTrldtws9Rn47QBzvp3xfLVMzpxQk4HFOhKgAA_aem_AZ2ETreZ71jLMLct75lVpikIPPg8FgDfJ_tQeZ_2v95NglGVgERDjk2HUNeJ07ZXpCdsCxuiI13WCCVtP4eHlRLd
https://www.politico.eu/article/georgia-europe-georgian-dream-party-foreign-agent-law-venice-commission-reports/?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTAAAR1dIBtOFSyiA8GQEZZpSB1tmo4JQ4DutXrMU5ZJT0eDBzWFgCNBsmsYkzQ_aem_AZ1VQIfyCcihgwLm9_WKLHkFGN_2MnZxrPibp0R4lfXnNjB-AAtQF06hbkFv5JsxmwcVLYE6YahALyik3ypF-GTf
Á fundi í Georgíu fyrir nokkrum árum.
Teymi evrópskra lögfræðinga á sviði jafnréttis og vinnuréttar

Teymi evrópskra lögfræðinga á sviði jafnréttis og vinnuréttar

Árlegur fundur evrópskra lögfræðinga sem starfa saman í teymi á sviði jafnréttis og vinnuréttar var haldinn í Brussel 30. nóvember. Þetta teymi hefur starfað frá því í upphafi 9. áratugar fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Dr. Herdís Þorgeirsdóttir hefur starfað með teyminu frá 2003. Lögfræðingarnir 35 eru frá ríkjum Evrópusambandsins og ríkjum sem eiga aðild a EES samningum og nokkrum ríkjum utan þessara sambanda. Teymið sendir frá sér tímarit um jafnréttismál auk þess sem það stendur að skýrslum á hinunm ýmsum sem jafnréttislöggjöf tekur til að skýrslum sérfræðinganna um framkvæmd jafnréttislöggjafar í eigin heimaríki.

 

 

Októberfundur Feneyjanefndar

Októberfundur Feneyjanefndar

Forseti og varaforseti Feneyjanefndar.


Venice, Scuola Grande di San Giovanni Evangelista – the Venice Commission has published several opinions concerning ten states that were adopted and endorsed at is latest plenary session last week.

– Armenia: the joint Opinion of the Venice Commission and the OSCE/ODIHR on the draft amendments to the Electoral Code and related legislation ;

– Bulgaria: the Opinion on the draft amendments to the Constitution;

– Chile: the Opinion on the 2023 Process of Constitutional Reform;

– Georgia: the follow-up Opinion to previous opinions on the amendments to the Organic Law on Common Courts;

– Kyrgyzstan:
• the Opinion on the draft law on the media of Kyrgyzstan;
• the Opinion on the draft Constitutional Law on the Ombudsman of Kyrgyzstan;

– Republic of Moldova:
• the follow-up Opinion to the opinion on the draft law of the Republic of Moldova on the Intelligence and Security Service, as well as on the draft law on counterintelligence and external intelligence activity;
• the joint Opinion of the Venice Commission and the Directorate General of Human Rights and Rule of Law (DGI) of the Council of Europe on the draft law on the anti-corruption judicial system and on amending some normative acts of the Republic of Moldova;
• the joint follow-up Opinion to the joint opinion on the draft Law on the external assessment of Judges and Prosecutors of the Republic of Moldova;
• the joint Opinion of the Venice Commission and OSCE/ODIHR on amendments to the Electoral Code of the Republic of Moldova and other related laws concerning ineligibility of persons connected to political parties declared unconstitutional;

– Montenegro: the Opinion on the draft law on the Government of Montenegro;

– The Netherlands: the joint Opinion of the Venice Commission and the Directorate General of Human Rights and Rule of Law (DGI) of the Council of Europe on the legal safeguards of the independence of the judiciary from the executive power ;

– Poland: the urgent Opinion on the Law of Poland on the State Commission to investigate Russian Influence on Internal Security in the Republic of Poland between 2007 and 2022 and on the draft law amending that Law (previously issued on 26 July 2023 and endorsed by the Venice Commission’s plenary session);

– Ukraine:
• the joint Opinion of the Venice Commission and OSCE/ODIHR on the draft law amending certain legislative acts of Ukraine which restrict the participation in the state power of persons associated with political parties whose activities are prohibited by law;
• the Opinion on the draft law on Amendments to Article 51 of the Rules of Procedure of the Verkhovna Rada on political liability of Members of Parliament associated with political parties whose activities have been suspended;
• the joint follow-up Opinion of the Venice Commission and the Directorate General of Human Rights and Rule of Law (DGI) of the Council of Europe to the joint Opinion on the draft amendments to the Law “On the Judiciary and the Status of Judges” and Certain Laws on the Activities of the Supreme Court and Judicial Authorities;
• the urgent follow-up opinion to the Opinions on the Law on “Amendments to Certain Legislative Acts of Ukraine on improving the procedure for the selection of candidates for the position of judge of the Constitutional Court of Ukraine on a Competitive Basis” (previously issued on 25 September 2023 and endorsed by the Venice Commission’s plenary session).
• the follow-up Opinion to the opinion on the law of Ukraine on national minorities.

The next Plenary Session will take place on 15-16 December 2023 in Venice.

Fyrirhuguð fjölmiðlalög í Kyrgyzstan

Fyrirhuguð fjölmiðlalög í Kyrgyzstan

Fulltrúar Feneyjanefndar áttu fundi með stjórnvöldum í Bishkek, höfuðborg Kyrgyzstan dagana 11. til 12. september vegna álits sem um fyrirhugup fjölmiðlalög í landinu. Álitið verður kynnt á aðalfundi nefndarinnar í byrjun október. Myndin er tekin í dómsmálaráðuneytinu í Bishek en það var dómsmálaráðherra Kyrgyzstan sem fór þess á leit við Feneyjanefnd að hún tæki frumvarpið til skoðunar.