Þróun í stjórnskipun á fundi í Moskvu

Þróun í stjórnskipun á fundi í Moskvu


Var með framsögu af hálfu Feneyjanefndar á fundi í Moskvu á vegum Stofnununar um samanburðarlögfræði sem heyrir undir stjórnvöld í Rússlandi. Efni fundarins var þróun á vettvangi stjórnskipunar í Rússlandi sem á alþjóðavettvengi. Erindi mitt fjallaði um mikilvægi þess að stjórnskipun byggði á grundvelli lýðræðis, réttarríkis og mannréttinda; að almenningur sem stjórnarskrágjafinn hefði aðkomu að mótun stjórnskipunar og breytingum á stjórnarskrám.

Ásamt Taliyu Khabrievu sem veitir forstöðu Lagastofnun um samanburðarlögfræði í Moskvu. Hún er þekktur lögfræðingur og hefur starfað með mér í Feneyjanefndinni um árabil. Myndin er tekin í Moskvu 2014.

Störf fyrir Feneyjanefnd 2020

Störf fyrir Feneyjanefnd 2020

Feneyjanefnd samþykkti á aðalfundi í október sl þrjú álit sem ég var einn höfunda. Ásamt þremur öðrum vantir fn ég að skýrslu  um saknæmi þess að kalla eftir friðsamlegum en róttækum breytingum á stjórnskipun frá sjónarhóli Mannréttindasáttmála Evrópu, Frá því því 2018 hef ég ásamt þremur öðrum ráðlagt stjórnvöldum á Möltu sem vinna að breytingum á stjórnskipun landsins sem þótt hefur ábótavant, ekki síst í ljósi spillingar í stjórnarfari undangengin mörg ár. Fyrsta álitið unnum við í árslok 2018. Á grundvelli þess komu stjórnvöld með tillögur að breytingum sem við yfirfórum og skiluðum áliti um í júní 2020. Í kjölfarið undirbjuggu stjórnvöld frumvörp til breytinga á stjórnlögum og öðrum lögum til að betrumbæta stjórnarfar í landinu, þ.á.m. breytingar á því hvernig dómarar eru skipaðir, embætti forseta, umboðsmanns og fleira. Þau frumvörp, nokkur þeirra höfðu þegar verið samþykkt sem lög, þegar síðasta álit okkar var samþykkt í október.

Í nýjasta álitinu varðandi breytingar á stjórnskipun Möltu er lögð rík áhersla á mikilvægi þess að haft sé samráð við almenning í landinu um breytingar á grundvallarlögum.

Sjá hér kafla úr nýjasta álitinu – en þessi ummæli Feneyjanefndar hafa orðið tilefni mikillar umræðu í landinu þar sem stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa almenning ekki með í ráðum í breytingum á stjórnskipun landsins sem mun hafa varanleg áhrif á framtíð og samfélag á Möltu:


Farið yfir drög að lögum um fjölmiðla á netinu í Albaníu

Farið yfir drög að lögum um fjölmiðla á netinu í Albaníu

Ferð til Albaníu á vegum Feneyjanefndar til að fara yfir drög að lögum um fjölmiðla sem meirihluti þingsins þar í landi samþykkti í desember en forseti neitaði að undirrita og sendi aftur til þingsins. Það var þingmannasamkunda Evrópuráðsins sem fór þess á leit við Feneyjanefnd að láta frá sér álit um þetta umdeilda lagafrumvarp sem snýr ekki síst að frelsi fjölmiðla á netinu og annarra sem halda úti netsíðum um stjórnmál og samfélagsmál. Á myndinni eru fulltrúar Feneyjanefndar á funi með forseta landsins í höfuðborginni Tirana.

http://abcnews.al/anti-defamation-package-venice-delegati…/…

https://www.albaniandailynews.com/index.php?idm=39382&mod=2

See More

 

 

Herdís meðal umsækjenda

Herdís meðal umsækjenda

Frétt Morgunblaðsins hinn 11. desember 2019.

Herdis fyrir utan RÚV í Efstaleiti 2012 (ljósmynd Mbl. Eggert Jóhannesson).

Her­dís Kjerulf Þor­geirs­dótt­ir er meðal þeirra sem sóttu um starf út­varps­stjóra. Rík­is­út­varpið til­kynnti í gær að 41 hefði sótt um stöðuna. Her­dís staðfest­ir þetta í sam­tali við mbl.is.

Her­dís er doktor í lög­um með tján­ing­ar­frelsi fjöl­miðla sem sér­svið. Hún er einnig menntaður stjórn­mála­fræðing­ur með fram­halds­mennt­un frá Banda­ríkj­un­um. Her­dís er fyrr­ver­andi laga­pró­fess­or, með rétt­indi til að starfa sem héraðsdóms­lögmaður.

Hún er sér­fræðing­ur á sviði vinnu­rétt­ar og jafn­rétt­is­mála fyr­ir Evr­ópu­sam­bandið og hef­ur kom­ist til æðstu met­orða í Fen­eyja­nefnd Evr­ópuráðsins sem er nefnd lög­spek­inga í stjórn­skip­un og mann­rétt­ind­um. Her­dís var fyrsti rit­stjóri Mann­lífs og síðan út­gef­andi og rit­stjóri Heims­mynd­ar.

Svan­hild­ur Hólm Vals­dótt­ir, aðstoðarmaður fjár­mála- og efna­hags­ráðherra og fjöl­miðlakona, er einnig meðal um­sækj­enda um stöðu út­varps­stjóra Rík­is­út­varps­ins.

Rík­is­út­varpið hyggst ekki gefa út lista með nöfn­um um­sækj­enda, en Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir, leik- og fjöl­miðlakona, og Elín Hirst hafa báðar til­kynnt að þær hafi sótt um stöðuna.