Á aðalfundi Feneyjanefndar, dagana 9. og 10. desember talaði Herdís Kjerulf Þorgeirsóttir fyrir áliti varðandi frumvarp til laga í serbneska lýðveldi Bosníu Hersegóvínu varðandi sérstaka skráningu félagasamtaka og fjölmiðla á netinu sem þiggja utanaðkomandi fjárframlög. Álitið var unnið af sérfræðingum frá Feneyjanefnd og ODIH (Mannréttindaskrifstofu OSCE). Álitið var samþykkt á fundinum.

Í lok fundar Feneyjanefndar var haldinn fundur stjórnar nefndarinnar með forsætisnefnd þingmannasamkundu Evrópuráðsins (PACE). Sjá hér.