Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir var með framsögu af hálfu Feneyjanefndar á fundi í Riksdagen, sænska þinginu, sem stjórnskipunarnefnd þingisns stóð fyrir. Þema fundarins var lýðræði í Evrópu og réttarríkið. Aðrir framsögumenn voru m.a. Didier Reynsders dómsmálaráðherra Evrópusambandsins, Jessika Roswall ráðherra í sænsku ríkisstjórninni, Björn von Sydow fyrrum forseti þingsins, Thomas Bull dómari við hæstarétt Svíþjóðar. Herdís talaði um bakslag í lýðræðislegum stjórnarháttum og tengsl við öfluga, pólitíska umræðu.