Móðganir og slúður refsiverð

Móðganir og slúður refsiverð

Á aðalfundi Feneyjanefndar 23. og 24. júní samþykkti nefndin sautján álit sem lutu að lagasetningu í átta ríkjum: Armeníu, Bosníu Hersegóvínu, Georgíu, Haiti, Kyrgyzstan, Moldóvu, Montenegro og Póllandi. Ég vann að tveimur þessara álita, sem bæði varða félagafrelsi og tjáningarfrelsi. Því miður er það svo að mörg ríki reyna, með umdeildum lagasetningum, að stemma stigu við öflugri pólitískri umræðu og andófi, sem getur virkað sem súrefni fyrir lýðræðið en það getur aldrei þrifist á þegjandi samþykki almennings sama hverju fram vindur. Á fundinum talaði ég m.a. fyrir áliti um fyrirhuguð lög í Kyrgyzstan sem gera róg og móðganir refsiverðar og fela aðila innan stjórnsýslunnar vald til að úrskurða um slíkt en ekki dómstólum beint, jafnvel þótt þau sem ættu að hafa móðgast hafi ekki farið fram á slíkt. Fælingarmáttur slíkra laga elur á sjálfs-ritskoðun meðal almennings og kemur í veg fyrir að hinn almenni borgari fái upplýsingar sem geta skipt sköpum fyrir opna, pólitíska umræðu.

Álit Feneyjanefndar á lögum um erlenda erindreka í Georgíu

Álit Feneyjanefndar á lögum um erlenda erindreka í Georgíu

Þingið í Georgíu fékk fyrr í dag álit Feneyjanefndar um lögin um „erlenda erindreka“ sem hafa leitt til þess að hundruð þúsunda hafa mótmælt á götum út í höfuðborginni Tbilisi. Ég er einn höfunda álitsins, sem fylgir hér: https://www.venice.coe.int/webforms/documents/default.aspx?pdffile=CDL-PI(2024)013-e
Forseti landsins neitaði að staðfesta lögin sem kveða á um að fjölmiðlar og félagasamtök sem fá meir en 20 % af tekjum erlendis frá verði skyldug að skrá sig sem stofnanir sem þjóni hagsmunum erlendra afla.
 Í örstuttu máli þá leggur Feneyjanefndin til að lögin í núverandi mynd verði afturkölluð, enda grundvallar annmarkar á þeim, sem munu hafa afdrifaríkar neikvæðar afleiðingar fyrir félagafrelsi, tjáningarfrelsi, friðhelgi einkalífs, réttinn til þátttöku í opinberu lífi og jafnræði – og endanlega opna, upplýsta umræðu, fjölbreytni og lýðræði.
Hér eru tenglar með umfjöllun um álitið:
https://www.euronews.com/2024/05/22/georgia-should-scrap-foreign-influence-law-council-of-europe?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTAAAR0-XKbQVGLww92BwkysdjTrldtws9Rn47QBzvp3xfLVMzpxQk4HFOhKgAA_aem_AZ2ETreZ71jLMLct75lVpikIPPg8FgDfJ_tQeZ_2v95NglGVgERDjk2HUNeJ07ZXpCdsCxuiI13WCCVtP4eHlRLd
https://www.politico.eu/article/georgia-europe-georgian-dream-party-foreign-agent-law-venice-commission-reports/?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTAAAR1dIBtOFSyiA8GQEZZpSB1tmo4JQ4DutXrMU5ZJT0eDBzWFgCNBsmsYkzQ_aem_AZ1VQIfyCcihgwLm9_WKLHkFGN_2MnZxrPibp0R4lfXnNjB-AAtQF06hbkFv5JsxmwcVLYE6YahALyik3ypF-GTf
Á fundi í Georgíu fyrir nokkrum árum.
Viðurkenning bókmenntaverðlauna ESB

Viðurkenning bókmenntaverðlauna ESB

María Elísabet Bragadóttir rithöfundur hlaut viðurkenningu evrópsku bókmenntaverðlaunanna í Brussel hinn 4. apríl fyrir smásögur sínar í bókinni Sápufuglinum.
Úkraínski rithöfundurinn Andrey Kurkov  afhenti Maríu Elísabetu viðurkenninguna sagði sögurnar hennar í Sápufuglinum sýna brothætta fegurð okkar tíma á djúpan, kaldhæðinn hátt og samúð með mennskunni í veikleika sem tilfinningalegum möguleikum. Það hvernig María Elísabet næði að fjalla um ýmis nútímaleg vandamál út frá grundvallar- og flóknum tilfinningum væri vitnisburður um mjög hæfileikaríkan og efnilegan ungan rithöfund.

Af heimasíðu sendinefndar ESB á Íslandi:

Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins 2024 voru afhent á sérstakri verðlaunaathöfn í Brussel 4. apríl en 13 rithöfundar voru tilnefndir til verðlaunanna árið 2024. Bókmenntaverðlaunum ESB er ætlað að vekja athygli á hinum mikla fjölbreytileika sem einkennir evrópskar bókmenntir sem og viðurkenna upprennandi rithöfunda frá 40 þátttökuríkjum Creative Europe, menningaráætlunar Evrópusambandsins. Ísland er meðal þátttökuríkja Creative Europe menningaráætlunarinnar.

Danski rithöfundurinn Theis Ørntoft hreppti hnossið í ár og er handhafi bókmenntaverðlauna ESB 2024. Íslenski rithöfundurinn María Elísabet Bragadóttir hlaut sérstaka viðurkenningu frá stjórn bókmenntaverðlaunna fyrir bókina sína Sápufuglinn.

Sendinefnd ESB óskar Maríu Elísabetu til hamingju með sérstöku viðurkenninguna.

Dómnefnd samanstóð af 7 bókmenntasérfræðingum

 

Verðlaunahafi og sérstakar viðurkenningar:

Danmörk: Theis Ørntoft, Jordisk, útgefandi: Gyldendal

Búlgaría: Todor Todorov, Хагабула, útgefandi: Janet 45

Þýskaland: Deniz Utlu, Vaters Meer, útgefandi: Suhrkamp

Ísland: María Elísabet Bragadóttir, Sápufuglinn, útgefandi: Una útgáfuhús            

Holland: Sholeh Rezazadeh, Ik ken een berg die op me wacht, útgefandi: Ambo|Anthos

Slóvenía: Tina Vrščaj, Na klancu, útgefandi: Cankarjeva založba