by Herdís Þorgeirsdóttir | 1.01.2021 | Áhugavert
Bók Maríu Elísabetar Bragadóttur, Herbergi í öðrum heim vakti mikla athygli eftir að Una útgáfuhús gaf hana út í byrjun nóvember 2020. Um er að ræða frumraun höfundar og eru þetta 7 smásögur. Gagnrýnandi Morgunblaðsins gaf bókinni fimm stjörnur með þeim ummælum að hver saga væri fullmótuð og höfundi hefði tekist að skapa djúpar og breyskar persónu í hverri sögu; bóksalar völdu bókina aðra bestu bók ársins. Hallgrímur Helgason rithöfundur sagði bók Maríu Elísabetar bestu frumraun sem hann hefði séð. Morgunblaðið kallaði Maríu Elísabetu síðan uppgötvun ársins í úttekt á bókum sem út komu árið 2020.




by Herdís Þorgeirsdóttir | 27.10.2020 | Áhugavert, Almanak

by Herdís Þorgeirsdóttir | 19.07.2020 | Áhugavert
Áhugavert viðtal við rithöfundinn Barbara Ehrenreich sem var gestur tengslanets-ráðstefnu hjá mér árið 2010. Hér má sjá viðtalið í New Yorker.

by Herdís Þorgeirsdóttir | 17.07.2020 | Áhugavert
Þegar þessi orð voru sögð eða skrifuð 2012 þóttu þetta öfgafull ummæli og urðu tilefni frétta. Það spyrlar RUV í sérstökum þætti vegna forsetakosninga sem höfðu tekið eftir þessum skrifum á heimasíðu minni um að ýmsar hættu steðjuðu að lýðræðinu – og fannst þau athugunarverð
.
by Herdís Þorgeirsdóttir | 20.06.2020 | Áhugavert
Albanksir fjölmiðlar og fjölmiðlaráð Albaníu þakka Feneyjanefnd fyrir álit nefndarinnar sem samþykkt var á aðalfundinum í júní en þar lagðist nefndin gegn því að samþykkt væru lög í Albaníu sem lúta að fjölmiðlum á netinu. Taldi Feneyjanefndin að lög þessi myndu fara gegn mikilvægri póltískri umræðu sem nú á sér helst stað á netinu. Sjá álit nefndarinnar hér.
Albönsk stjórnvöld biðu með að samþykkja lögin þar til Feneyjanefnd hefði komist að niðurstöðu um að ekki ætti væri ráðlegt að samþykkja lögin.