Freedom of the Press (endurútgáfa)

Freedom of the Press (endurútgáfa)

Bringing together the most seminal articles written by leading international experts, this volume discusses all aspects of freedom of the press. The papers in the first part of this volume discuss the meaning of press freedom and its relationship to freedom of speech, while those in the second part discuss the extent to which self-regulation is a satisfactory alternative to legal controls. The essays in parts III and IV explore the various solutions adopted in the USA and in some Commonwealth countries to balancing the freedom of the press and other media against the laws of libel and privacy. They discuss, among other issues, the question whether courts should apply the same constitutional principles to privacy actions as those developed in libel law and how far celebrities are entitled to claim privacy rights when they are photographed in public places.

Rándýrir lögmenn og enginn endir þrætu

Rándýrir lögmenn og enginn endir þrætu

Hollywood skilnaðir eru ekki til fyrirmyndar. Sá rándýrasti sem nú er í fréttum er skilnaður stórstjarnanna  Brad Pitt og Angelina Jolie en þau hafa staðið í deilum um forsjá og peninga undanfarin sex ár án nokkurs árangurs. Bæði hafa ráðið dýrustu lögmannsstofur til aðstoðar og hefur Angelina reglulega skipt út lögmönnum en talið er að þau hafi hvort um sig “eytt” yfir einni milljón dala í lögmannskostnað. Engin lausn á deilum fyrrum hjónanna er í sjónmáli og talið að þær geti staðið hátt í áratug í viðbót. Angelina er nú 45 ára og Brad 57 en saman eiga þau þrjú börn og hafa ættleitt önnur þrjú. Forsjárdeilan stendur um fimm barnanna og eignir sem hlaupa á milljörðum. Tímakaup skilnaðarlögfræðinganna er á bilinu 1000 dalir til 1500 dalir og  rukkað fyrir 40 – 50 stundir á viku en það gera u.þ.b. 6 milljónir íslenskra króna á viku.  Fáránleikinn í þessari endaleysu dylst engum.

Það borgar sig að semja eignanna vegna en ekki síst barnanna vegna. Kjerulf lögmannsþjónusta og ráðgjöf í síma 691 8534.

Ein spurning

Ein spurning

Það er meir en aldarfjórðungur síðan Hæstiréttur kvað jafnréttislög þýðingarlítil nema meginreglur væru skýrðar svo að veita skyldi konu starf ef hún er að minnsta kosti jafnt að því komin hvað varðar menntun og annað sem máli skiptir og karlmaður sem við hana keppir ef á starfssviðinu eru fáar konur. Í níutíu ára sögu ríkisútvarpsins hefur engin kona gegnt stöðu útvarpsstjóra. Ellefti karlinn var ráðinn útvarpsstjóri í vikunni andspænis  flóru fremstu fjölmiðlakvenna landsins.

Þegar staðan var auglýst laus til umsóknar var krafan um konu í stól útvarpsstjóra orðin tifandi tímasprengja. Yrði karl tekinn umfram konu í stöðuna þyrfti hann að hafa augljósa yfirburði á þeim sviðum sem gerð voru að skilyrði.

Margar færustu fjölmiðlakonur landsins sóttu um starfið en engin þeirra komst áfram eftir fyrsta viðtal. Þrír karlar og ein kona rötuðu í lokaúrtakið.

Konur sem eiga að baki áratuga reynslu sem ritstjórar, fréttastjórar, útgefendur, dagskrárgerðamenn, fréttamenn, rithöfundar, fræðimenn og stjórnendur hljóta að spyrja hvað hafi legið til grundvallar valinu í lokaúrtakið því ekki voru það hæfnis- og  kynjasjónarmið. Auk þess var krafan um sanngjarnt og gagnsætt ráðningarferli að engu höfð.

Svo virðist sem stjórn ríkisútvarpsins hafi markvisst útilokað þessar konur á lokametrunum til að forðast óhagstæðan samanburð við þann sem ráðinn var  í því skyni að hindra jafnréttiskærur.

Eftir stendur ein spurning sem beint er til stjórnar ríkisútvarpsins:

 

Hvaða umfram hæfnisþættir og yfirburðir réðu ráðningu ellefta karlsins í stöðu útvarpsstjóra?

 

Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir

 

______________________________________

Mannréttindalögmaður, fyrrverandi ritstjóri og útgefandi.

Grein þessi birtist í miðopnu Morgunblaðsins laugardaginn 1. febrúar 2019 þegar í kjölfar umdeildrar ráðningar í stöðu útvarpsstjóra hjá ríkisútvarpinu.

Venezuela á barmi glötunar

Venezuela á barmi glötunar

 

Í Venezúela er klíkuræði; stjórn sem hikar ekki við að taka opinbert fé og ríkiseigur til að skara eld að eigin köku. Ástandið í landinu er hrikalegt, jaðrar við hungursneyð þar sem fólk hefur ekki efni á matvælum sem hafa hækkað upp úr öllu valdi. Ungbarnadauði hefur tvöfaldast frá því 2008, malaría og aðrir sjúkdómar grassera. Sjúkrahús eru gersamlega fjársvelt og hafa hvorki lyf né tæki til að bjarga fólki.

 

Efnahagsástandið hefur lengi verið slæmt. Eftir að svokölluð sósíalistastjórn Nicolás Maduro kom til valda hefur ástandið hríðversnað og efnahagsþvinganir Bandaríkjastjórnar hjálpa ekki til enda bitna þær á almenningi ekki spilltum stjórnvöldum. Enda hafa þær ekki dugað til að hrekja hann frá völdum. Maduro forseti sem er jafnframt yfirmaður hersins tryggir sér stuðning hans með fjárframlögumsem sem ella færi í lyf og sjúkraaðstoð og launar háttsettum mönnum innan hersins og hermönnum hollustuna með kauphækkunum og með því að koma þeim fyrir í lykilstöðum. Lokað er fyrir fjárframlög erlendis frá til mannúðarmála. Hörmungarnar blasa alls staðar við. Börn deyja úr hungri og sjúkdómum.

 

Allar eignir Venesúela í Bandaríkjunum  hafa verið frystar og blátt bann lagt við öllum viðskiptum við yfirvöld í landinu og fulltrúa þeirra. Refsiaðgerðir Bandaríkjanna gegn Venesúela eru þær hörðustu sem vestrænt ríki hefur verið beitt í meira en þrjá áratugi og eru á pari við þær sem Norður-Kórea, Íran, Sýrland og Kúba hafa þurft að þola.

 

Það hefur hallað undan fæti í Venesúela allt frá dögum Hugo Chavez, sem varð forseti 1999 en landið var eitt sinn hið auðugusta í Suður-Ameríku enda ríkt af olíuauðlindum. Þegar Chavez sem var sósíalisti tók við embætti hafði ójöfnuð vaxið hröðum skrefum í landinu; hinir ríku orðið ríkari og þeir fátækari fátækari. Chavez lofaði að berjast gegn óværu spillingar og minnka ójöfnuð en aðferðirnar sem stjórn hans beitti skiluðu ekki árangri heldur hinu gagnstæða. Gjaldeyrishöf juku á svört viðskipti með Bandaríkjadali; verðlagshöft bitnuðu á matvælaframleiðendum en þegar Maduro tók við embætti 2013 var 800 % verðbólga í landinu. Stjórn hans brást við með aukinni prentun peninga, verðbólgan jókst; verðlagseftirlit var hert með enn verri afleiðingum en áður. Vöruskortur eykst stöðugt, innfluttur varningur ókaupandi og matur og lyf af skornum skammti.

Samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna frá því mars, eru 94% íbúa landsins undir fátæktarmörkum og tuttugu og fimm prósent íbúa þiggja einhvers konar mannúðaraðstoð.