Ei­rík­ur Guðmunds­son leit á Dav­id Bowie, einn mesta tón­list­arsnill­ing 20. ald­ar­inn­ar, sem eins kon­ar sálu­fé­laga. Bowie var eng­in venju­leg popp­stjarna held­ur fjöl­hæf­ur listamaður, eig­in­lega nátt­úru­afl sem mótaði tíðarand­ann með víðtæk­um áhrif­um sín­um, langt út fyr­ir svið tón­list­ar­inn­ar. Hann var inn­blást­ur fyr­ir fólk á sviði lista, fræðimennsku, tísku og póli­tík­ur og fyr­ir hina jaðar­settu með „androgynous“ út­liti sínu og öll­um þeim öðrum sjálf­um sem hann notaði í list­sköp­un sinni. Skáld, hugsuður og and­lega leit­andi. Ei­rík­ur, út­varps­maður, fræðimaður, rit­höf­und­ur, næm­ur á fólk og skarp­greind­ur, tengdi við þessa af­burðasnjöllu ver­öld Bowies vits­muna­lega og til­finn­inga­lega.
Árið sem Ei­rík­ur fædd­ist var tíma­móta­verk Bowies, Space Oddity, frum­flutt á sama tíma og fyrsta geim­farið landaði mönn­um á tungl­inu. BBC bannaði spil­un lags­ins vegna text­ans um geim­far­ann Maj­or Tom, sem missti jarðsam­band og hvarf út í geim­inn – en það var spilað samt! Annað sjálf Bowies sem heillaði Ei­rík var Ziggy Star­dust, geim­ver­an sem notaði út­varp til að koma boðskap um von til mann­kyns and­spæn­is mikl­um ham­förum.
Ei­rík­ur var ekki pass­í­v­ur aðdá­andi Bowies, sem lýsti tón­smíðum við leit­ina að Guði. Held að leit­in að hinu and­lega og þráin eft­ir æðra rétt­læti hafi verið sá kjarni í list­sköp­un­inni sem gerði það að verk­um að Bowie, með öll­um sín­um öðrum sjálf­um, varð eins kon­ar annað sjálf Ei­ríks – sem út­varps- og fjöl­miðlamanns.
Með pistl­um sín­um í út­varpi kom hann við kaun­in á vald­höf­um og áhrifa­fólki. Af­leiðing­ar þess taka sinn toll. Ei­rík­ur var ekki vellauðug og heims­fræg rokk­stjarna sem gat ögrað sam­tím­an­um – held­ur starfsmaður á rík­is­stofn­un sem er hugs­an­lega á köfl­um hall­ari und­ir kerf­is­hugs­un en þau há­leitu mark­mið að vera vett­vang­ur lýðræðis­legr­ar umræðu og mis­mun­andi skoðana.
Það vakti ekk­ert annað fyr­ir Ei­ríki en að kalla eft­ir betra sam­fé­lagi – þannig dró hann upp ein­falda mynd af Bol­ung­ar­vík æsku sinn­ar, þar sem pabbi hans var kenn­ari, móðir hans ljós­móðir, út­gerðarmaður­inn í pláss­inu vel liðinn og bræður hans „allt góðir menn“.
Man fyrst eft­ir Ei­ríki haustið 1993 á rit­stjórn Heims­mynd­ar í Aðalstræti 4 þar sem hann stóð álengd­ar, dökk­hærður, fal­leg­ur, feim­inn og at­hug­ull. Í júní 2012 sendi hann mér skila­boð um að hann og mamma hans myndu koma á kosn­inga­skrif­stof­una á kjör­dag. Eng­in von um sig­ur en Ei­rík­ur áttaði sig á inn­taki fram­boðsins.
Viðbrögðin við ótíma­bær­um dauða Ei­ríks sýna hvað hann snerti marga per­sónu­lega með vel­vilja sín­um og að það munaði um rödd hans á hinum op­in­bera vett­vangi. Ei­rík­ur gaf og gaf af sjálf­um sér.
Í lagi Bowies Soul Love er fjallað um móður sem syrg­ir son er féll í stríði. Við móður Ei­ríks lang­ar mig að segja: Son­ur þinn var hug­rakk­ur og færði per­sónu­leg­ar fórn­ir fyr­ir hug­sjón sína um betri heim – en kveik­ur­inn sem stjórnaði brun­an­um í lífs­kert­inu hans var á marg­föld­um hraða.
Við Kol­bein Orfeus lang­ar mig að segja: Nafnið sem hann gaf þér fel­ur í sér þá von að fram­ferði þitt í líf­inu verði svo fag­urt að þú hríf­ir aðra með þér.
Við Vöku, bræður hans og þau sem elskuðu hann vitna ég í ný­leg skila­boð frá Ei­ríki með ljóðlínu Jónas­ar Hall­gríms­son­ar: Andi Guðs á mig andi, ugg­laust mun ég þá hugg­ast.
Kveð Ei­rík, vin minn, með orðum Bowies til Maj­or Tom áður en geim­ferðin hefst: Megi kær­leik­ur Guðs um­vefja þig.
Her­dís Kjerulf Þor­geirs­dótt­ir.