Ný bók – olígarkar og óheft vald þeirra utan ramma stjórnskipunar
Í tilefni af 30 ára afmæli Feneyjanefndar, nefndar Evrópuráðsins um lýðræði með lögum, var gefin út bók, sem var að berast - með fjölda greina um stjórnskipun og mannréttindi. Myndin sýnir upphafið á mínu framlagi, sem fjallar um olígarka, óheft vald þeirra sem er...
Kynning á áliti Feneyjanefndar á átta meginreglum varðandi mannréttindi á internetinu
Dagana 11. og 12. desember sl. var aðalfundur Feneyjanefndar haldinn í gegnum netið. Þar kynnti Herdís drög að áliti sem hún er einn af höfundum að um átta meginreglur sem fylgja þarf til að tryggja grundvallar mannréttindaskuldbindingar í aðdraganda kosninga...
Þróun í stjórnskipun á fundi í Moskvu
Var með framsögu af hálfu Feneyjanefndar á fundi í Moskvu á vegum Stofnununar um samanburðarlögfræði sem heyrir undir stjórnvöld í Rússlandi. Efni fundarins var þróun á vettvangi stjórnskipunar í Rússlandi sem á alþjóðavettvengi. Erindi mitt fjallaði um mikilvægi þess...
Fundur vegna breytinga um lögum um fjölmiðla í Albaníu
Störf fyrir Feneyjanefnd 2020
Feneyjanefnd samþykkti á aðalfundi í október sl þrjú álit sem ég var einn höfunda. Ásamt þremur öðrum vantir fn ég að skýrslu um saknæmi þess að kalla eftir friðsamlegum en róttækum breytingum á stjórnskipun frá sjónarhóli Mannréttindasáttmála Evrópu, Frá því því...
Farið yfir drög að lögum um fjölmiðla á netinu í Albaníu
Ferð til Albaníu á vegum Feneyjanefndar til að fara yfir drög að lögum um fjölmiðla sem meirihluti þingsins þar í landi samþykkti í desember en forseti neitaði að undirrita og sendi aftur til þingsins. Það var þingmannasamkunda Evrópuráðsins sem fór þess á leit við...
Herdís meðal umsækjenda
Frétt Morgunblaðsins hinn 11. desember 2019. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir er meðal þeirra sem sóttu um starf útvarpsstjóra. Ríkisútvarpið tilkynnti í gær að 41 hefði sótt um stöðuna. Herdís staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Herdís er doktor í...
Teymi lögfræðinga um kynjajafnrétti í Evrópu
Sótti árlegan fund teymis lögfræðinga frá aðildarríkjum Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins EES, á vettvangi jafnréttislöggjafar og vinnuréttar, sem ég hef starfað með frá árinu 2003. Við fundum árlega í Brussel en á þess á milli felst starf okkar í því að...
Hatursorðræða eða pólitísk umræða
Talaði í dag af hálfu Feneyjanefndar um tjáningarfrelsi og hatursorðræðu á alþjóðlegri ráðstefnu um vernd mannréttinda í tilefni af því að 15 ár eru frá því að embætti umboðsmanns var stofnað í Armeníu - í þjóðþinginu í höfuðborg landsins, Yerevan. Spoke on behalf of...
Réttarríkið og umbætur í stjórnsýslu
Ræddi réttarríkið og umbætur í stjórnsýslu af hálfu Feneyjanefndar Evrópuráðsins m.a. í boði stjórnvalda í Jórdaníu. Þetta eru svonefnd Unidem Med námskeið fyrir embættismenn og fulltrúa stjórnvalda fyrir botni Miðjarðarhafs, þ.e. ríkjum Norður-Afríku og í Mið...
Lög um úkraínsku sem ríkistungumál
Sendinefnd á vegum Feneyjanefndar átti fundi með fulltrúum stjórnvalda, þingmönnum stjórnar og stjórnarandstöðu, dómurum stjórnlagadómstóls, fulltrúum ráðuneyta og félagasamtaka í ferð til Kiev hinn 24. október sl. vegna fyrirhugsaðs álits nefndarinnar um nýsett lög...
Mynd frá Minsk af fundi með Lukashenko
Var að berast þessi mynd frá Minsk sem tekin var eftir fund með Alexander Lukashenko forseta Hvíta Rússlands sem ég fór á sem fulltrúi Feneyjanefndar Evrópuráðsins - fékk tækifæri til að ræða við hann um mikilvægi mannréttinda í réttarríki þar sem einstaklingur...
European Equality Law Review: Hefnd með einelti
Ákvæði 27. gr. jafnréttislaga nr. 10/2008 leggur bann við uppsögn þess sem fer fram á leiðréttingu á kjörum eða öðru broti á jafnréttislögum. Þetta kallast á ensku "protection from victimisation". Skrifaði grein að beiðni ESB í fyrstu útgáfu European Equality Law...
Bianca Jagger
Á alþjóðlegri ráðstefnu um fjölmiðlafrelsi í London dagana 10. og 11. júlí sl. var einn gestana Bianca Jagger en hún er velgjörðarsendiherra Evrópuráðsins í baráttunni gegn dauðarefsingum. Bianca Jagger var á árum áður eitt "heitasta celeb" samtímans þegar hún var...
Alþjóðleg fjölmiðlaráðstefna í London
Talaði af hálfu Feneyjanefndar á alþjóðlegri fjölmiðlaráðstefnu í London 10. og 11. júlí sl. Fjallaði um öryggi blaðamanna; réttinn til lífs og tjáningar og sagði frá starfi Feneyjanefndar þ.á m. áliti sem ég og fleiri unnum. Þingmannasamkunda Evrópuráðsins fór þess á...
Verndið fréttamenn
Frá stórri alþjóðlegri ráðstefnu um frelsi fjölmiðla í London í júlí 2019.
Fundur með Lukashenko forseta Hvíta Rússlands
Hinn 31. maí sl. var fyrsta varaforseta Feneyjanefndar Evrópuráðsins boðið á fund með forseta Hvíta Rússlands, Alexander Lukashenko í forsetahöllinni (Palace of Independence) í Minsk ásamt forsetum og varaforsetum stjórnlagadómstóla Rússlands, Kasakstan, Aserbaijan og...
Jafnlaunavottun – skrif fyrir ráðstefnu á vegum ESB
Þess var farið á leit við mig af austurrísku ráðgjafafyrirtæki í apríl sl. að ég skrifaði grein um tilurð kerfis jafnlaunavottunar á Íslandi og ræddi kosti þess og galla vegna fyrirhugaðs námskeiðs sem halda skyldi á vegum framkvæmdastjórnar Esb. í lok maí í...
Viðmiðunarreglur fyrir Umboðsmenn
Á aðalfundi sínum hinn 15. mars sl. samþykkti Feneyjanefnd Evrópuráðsins 25 grundvallarviðmið til verndar embættum umboðsmanna en mörg þeirra hafa sætt ítrekuðum ofsóknum á undangengnum árum. Embætti umboðsmanna eru mikilvæg í lýðræðisríkjum; þjónusta þeirra þeirra...
Fjárframlög til félagasamtaka
Á aðalfundi sínum hinn 15. mars sl. samþykkti Feneyjanefnd Evrópuráðsins nýja skýrslu um fjárframlög til félagasamtaka sem unnin var af hópi sérfræðinga sem eru fulltrúar í nefndinni: Herdísi Þorgeirsdóttur, Richard Clayton, Söru Cleveland, Veroniku Bilkova, Martin...
Fundur með framkvæmdastjóra Evrópuráðs
Forsvarsmenn helstu stofnana Evrópuráðs sátu fund með framkvæmdastjóra Evrópuráðsins í höfuðstöðvum þess í Strassborg hinn 4. febrúar þar sem farið var yfir stöðu mála. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir sat fundinn af hálfu Feneyjanefndar sem fyrsti varaforseti...
Jeremy Corbyn við innsetningu nýs forseta Mexíkó í embætti
Rakst á Jeremy Corbyn leiðtoga breska Verkamannaflokksins í Mexíkóborg. Hann var við innsetningu nýs forseta landsins þar sem hann var sérstakur heiðursgestur. Nýi forsetinn, Andres Manuel Lopez Obrador er vinstri maður og populisti sem hefur heitið þjóðinni því að...
Þátttaka kvenna í stjórnmálum
Flutti fyrirlestur á alþjóðlegri ráðstefnu í Mexíkó hinn 29. nóvember 2018 á vegum kosningadómstóls landsins (Federal Electoral Tribunal) um þátttöku kvenna í stjórnmálum.
Alþjóðleg mannréttindaráðstefna í Samarkand
Í tilefni af 70 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna, fyrstu alþjóðlegu stefnuyfirlýsingarinnar sem samþykkt var á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hinn 10. desember 1948 var haldin alþjóðleg ráðstefna í Samarkand í Uzbekistan í mið-Asíu 22.-23....
Blaðamennska getur verið lífshættulegt starf
Frétt á vef RUV vegna viðtals Óðins Jónssonar við Herdísi Kjerulf Þorgeirdóttur hinn 19. nóvember 2011 (hlusta hér) : Blaðamennska er oft vanþakklátt starf - jafnvel stórhættulegt. Það sem af er þessu ári hafa 45 blaðamenn í heiminum verið drepnir, sumir við...
Styrking stjórnskipunar á Möltu
Sendinefnd frá Feneyjanefnd Evrópuráðsins átti fundi með stjórnvöldum á Möltu sem leituðu til nefndarinnar um aðstoð við að styrkja stjórnskipun landsins, þ. á m frekari aðgreiningu ríkisvalds, sjálfstæði dómsstóla og réttarríkið almennt. Sama beiðni hafði áður komið...
Aðalfundur Feneyjanefndar
In an Opinion adopted today, the Council of Europe’s Venice Commission expresses concern that many draft amendments to the Criminal Code and the Criminal Procedure Code in Romania seriously weaken the effectiveness of its criminal justice system to fight...
Réttarríkið og stjórnsýslan
Á kennslu-ráðstefnu í Túnis hinn 24. september var ég með fyrirlestur um réttarríkið og stjórnsýsluna en ráðstefnuna sátu einmitt fulltrúar stjórnsýslunnar í Túnis. Ein helsta orsök byltingarinnar ,,Arabavorið" svokallaða sem hófst í Túnis í janúar 2011 og breiddist...
Umbylting í stjórnsýslu
Umbætur og umbylting í stjórnsýslunni var inntak þriggja daga námskeiðs (24.-27. sept 2018) sem haldið var í Túnis fyrir opinbera starfsmenn í ríkjum Norður Afríku og Arabaheiminum - svokölluð UniDem námskeið sem Feneyjanefndin stendur m.a. fyrir. Hér er...
Hvernig næst jafnrétti á vettvangi stjórnmála?
Á ráðstefnu sem Evrópuráðið (Council of Europe) og þjóðþing konungdæmisins í Marokkó stóðu fyrir hinn 5. júlí sl. (Regional Conference on Women in Politics: How to progress towards equality?) var Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir fyrsti varaforseti Feneyjanefndar með...
Konur í stjórnmálum
Verð með framsögu á ráðstefnu sem haldin verður Rabat í Marokkó á vegum þingmannasamkundu Evrópuráðsins þingsins í boði konungdæmisins í Marokkó um konur í stjórnmálum og hvernig miði í átt til jafnréttis. Ráðstefnan verður haldin hinn 5. júlí og er skipulögð í...
Æðstu dómstólar Eystrasaltsríkja og ríkja við Svartahaf
Flutti framsögu af hálfu Feneyjanefndar á fundi æðstu dómstóla Eystrasaltsríkja og ríkja við Svartahaf (Association of Constitutional Justice of the countries of the Baltic and Black Sea regions - BBCJ) á ráðstefnu 15. maí í Tbilisi í Georgíu, sem gegnir forystu...
Að ryðja brautina fyrir konur
Tók þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um jafnréttismál, sem fyrsti varaforseti Feneyjanefndar Evrópuráðsins. Ráðstefnan var haldin á vegum Evrópuráðsins og utanríkisráðuneytis Danmerkur en Danir fara um þessar mundir með formennsku í ráðherranefnd Evrópuráðsins. Heiti...
Aðalfundur Feneyanefndar mars 2018
Gagnsæi um fjárframlög til félagasamtaka
Sérfræðingar á vegum Feneyjanefndar, þ.á m. dr. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir, fara um þessar mundir yfir fyrirhugaðar breytingar á lögum í Rúmeníu sem eiga að auka gagnsæi varðandi fjárframlög til félagasamtaka. Það var þingmannasamkunda Evrópuráðsins í Strassborg...
Kjörin í næst-æðsta embætti Feneyjanefndar
Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir hefur verið kjörin næstæðsti stjórnandi Feneyjanefndar. Á aðalfundi nefndarinnar nú í desember var Herdís kjörin fyrsti varaforseti nefndarinnar en hún hafði í tvígang verið kjörin ein þriggja varaforseta hennar. Feneyjanefndin er...
Alþjóðleg ráðstefna í Alsír um konur á vinnumarkaði
Feneyjanefnd Evrópuráðsins stóð fyrir alþjóðlegri ráðstefnu í Alsír um konur á vinnumarkaði í samvinnu við stjórnlagadómstólinn í Alsír dagana 7. og 8. nóvember. Herdís Kjerulf Þorgeirdóttir varaforseti Feneyjanefndar opnaði ráðstefnuna ásamt Mourad Medelci forseta...
Hlutverk stjórnlagadómstóla við lausn átaka
Opnaði alþjóðlega ráðstefnu stjórnlagadómstóla fyrir hönd Feneyjanefndar hinn 19. október 2017. Ráðstefnan var haldin fyrir tilstuðlan stjórnlagadómstóls Armeníu og Feneyjanefndarinnar. Megin þemað varðaði hlutverk stjórnlagadómstóla í lausn átaka og voru fyrirlesarar...
Fjárframlög til félagasamtaka frá erlendum aðilum
Á nýafstöðnum aðalfundi Feneyjanefndar Evrópuráðsins (7.-8. okt. s.l.) skýrði ég fundinum frá niðurstöðum umræðna sem áttu sér stað fyrir fundinn með þátttöku fulltrúa Feneyjanefndar, fulltrúa OSCE/ODIHR, fulltrúa frá Evrópusambandinu og fulltrúum félagasamtaka...
Réttarríki gegn spillingu í Afríku
Á fundi í dag í Rabat í Marókko þar sem ég kynnti helstu viðmið réttarríkisins eins og Feneyjanefndin hefur sett þau fram fyrir ráðamönnum/konum í Arabaheiminum og ríkjum Afríku sem mörg hver eiga í miklum erfiðleikum vegna mikillar spillingar. En erindi fundarins var...
Lög um félagasamtök í Ungverjalandi
Feneyjanefndin samþykkti s.l. föstudag bráðabirgðaálit, með frekari útskýringum, unnið af þremur fulltrúum nefndarinnar. Bráðabirgðaálit eru álit sem unnin eru þegar mikið liggur við að koma tillögum áleiðis til stjórnvalda áður en lög eru sett; í þessu tilviki...
Upplýsingafrelsi og pólitísk umræða
Hélt opnunarfyrirlestur á fundi í ítalska senatinu á vegum samtaka um upplýsingafrelsi og mikilvægi opinberrar umræðu í lýðræðissamfélögum 21. aldar. Sjá dagskrá hér. Sjá ræðu hér: Senate rome 12 May 2017 Upptökur úr þinginu.
Hlutverk stjórnlagadómstóla og réttarríkið
Opnaði ráðstefnu af hálfu Feneyjanefndar í Minsk í Hvíta Rússlandi sem haldin var í samvinnu við Stjórnlagadómstól Hvíta Rússlands með stuðningi Evrópuráðsins og Evrópusambandsins en umfjöllunarefnið var: Hlutverk stjórnlagadómstóla í að tryggja réttarríkið við...
Stöð 2 um Erdogan og framhaldið
Var í viðtali hjá Sindra Sindrasyni eftir kvöldfréttir á Stöð 2 ásamt Hjörleifi Sveinbjörnssyni sem búið hefur í Istanbúl undanfarin ár ásamt eiginkonu sinni Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur fyrrv. utanríkisráðherra. Sindri spurði um manninn Erdogan, fylgið hans og...
Einræði fest í sessi í Tyrklandi
Viðtal í kvöldfréttum RÚV í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingarnar í Tyrklandi. http://www.ruv.is/frett/urkynjad-ferli-i-tyrklandi Miklir ágallar voru á framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Tyrklandi að mati alþjóðlegra eftirlitsnefndar....
Álit Feneyjanefndar um áhrif neyðarlaga í Tyrklandi samþykkt
Talaði fyrir áliti Feneyjanefndar rétt í þessu um áhrif neyðarlaga á frelsi fjölmiðla í Tyrklandi. Ástandið er mjög alvarlegt, 190 sjónvarpstöðvum og fjölmiðlafyrirtækjum hefur verið lokað fyrirvaralaust á grundvelli neyðarlaganna sem sett voru í kjölfar misheppnaðs...
Fundir með tyrkneskum stjórnvöldum vegna neyðarlaga
Fór á vegum Feneyjanefndar að beiðni Evrópuráðsþingsins til að fara yfir áhrif neyðarlagana, sem sett voru í Tyrklandi í kjölfar misheppnaðs valdaráns í júlí s.l. á fjölmiðla. Um 170 fjölmiðlum hefur verið lokað, þúsundir blaðamanna hafa misst starfið sitt og hátt á...
Desemberfundur Feneyjanefndar
Á Feneyjafundinum 9.-10. desember samþykkti Feneyjanefndin m.a. álit um neyðarlögin í Tyrklandi, sjá hér; lög um stjórnlagadómstól Úkraínu, sjá hér. Roberto Caldas forseti milliríkjadómstóls mannréttinda Ameríkuríkja var einn þeirra sem ávarpaði fundinn. Vandi ýmissa...
Fundur lögfræðinga á sviði jafnréttislöggjafar
Fundur teymis lögfræðinga sem hafa unnið saman um langt árabil á sviði jafnréttislöggjafar á grundvelli Evrópusambandslöggjafar og í tilfelli íslenska lögfræðingsins, EES löggjafar var haldinn í Brussel 24. og 25. nóvember. Susanne Baer dómara við æðsta dómstól...
Fundur um hatursorðræðu, fjölmiðla og lýðræði í Prag
Talaði á fundi um hatursorðræðu, fjölmiðla og lýðræði hinn 11. nóvember, sem fram fór í þinghúsinu í Prag. Það voru Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU), Evrópuráðið og Evrópuráðsþingið, þingmannasamkunda Evrópuráðsins, þing Tékkneska lýðveldisins og tékkneska...
Stjórnlagadómstóll Georgíu undir pólitískum þrýstingi
Á 20 ára afmæli stjórnlagadómstóls Georgíu, sem staðsettur er í hafnarborginni Batumi við Svartahafið blés ekki byrlega fyrir stjórnskipulegu réttlæti í landinu. Forseti dómstólsins, Giorgi Papuaschvili hefur ítrekað komið fram á s.l. ári og lýst því yfir að dómarar...
Á hringbraut
Hér má sjá upptöku af þættinum Þjóðbraut á sunnudegi í stjórn Sigurjóns M. Egilssonar. Ræddi m.a. lýðræðismál, stjórnmál í Bandaríkjunum og víðar. Hefst ca. á 30 mínútu.
Gátlisti fyrir Réttarríkið
Kynnti gátlista til að meta stöðu réttarríkis fyrir laganefnd þings Evrópuráðsins í fyrradag í viðurvist formanns ráðherranefndar Evrópuráðsins Marinu Kaljurand utanríkisráðherra Eistlands (mér á vinstri hö0nd) og Anne Brasseur fyrrum forseta þingsins (mér á hægri...
Feneyjanefnd hvetur tyrknesk stjórnvöld til að breyta lögum um internetið
The Venice Commission of the Council of Europe (CoE) has urged Turkish government to amend its law on the internet, which allows Turkish Information Technologies and Communications Authority (TİB) to block websites for “illegal or unsafe” content. The law allows TİB...
Umdeild lög í Póllandi, Tyrklandi og Rússlandi
Meðfylgjandi myndir eru teknar á fundi undirnefndar Feneyjanefndar um grundvallarréttindi sem haldinn var daginn fyrir aðalfund, hinn 9. júní sl. Herdís vann að tveimur mikilvægum álitum sem samþykkt voru af nefndinni; annars vegar áliti um internet-löggjöf í...
Umfjöllun pólskra fjölmiðla um álit Feneyjanefndar
Frá fundi Feneyjanefndar hinn 10. júní þar sem pólskir fjölmiðlar fjölluðu um álit Feneyjanefndar um umdeild lög í Póllandi um æðsta dómstól landsins.
Breytingar á lögum um stjórnlagadómstól Georgíu
Á aðalfundi Feneyjanefndar föstudaginn 10. júní ávarpaði dómsmálaráðherra Georgíu, Thea Tsulukiani, fundinn vegna fyrirhugaðs álits á breytingum á lögum um stjórnlagadómstól Georgíu. Sjá frétt hér.
Fyrirlestur um tjáningarfrelsi og fjölmiðla í Baku, Azerbaijan
Within the framework of the joint EU/CoE project “Freedom of Expression and Media Freedom in Azerbaijan” a round table on Defamation took place on 31 May 2016 in Baku. The conference, organised in close cooperation with the Azerbaijani Press Council, aimed to...
Forsetaembættið ekki upp á punt
Viðtal í Harmageddon.
Álit á lögum í Rússlandi um óæskileg félagasamtök
Þingmannasamkunda Evrópuráðsins fór þess á leit við Feneyjanefnd að hún gæti álit sitt á lögum um "óæskileg félagasamtök, erlend og alþjóðleg" sem Duman, rússneska þingið samþykkti hinn 19. maí 2015 (Federal Law No. 129-F3 on Amending Certain Legislative Acts of the...
Fer yfir umdeild lög um internetið í Tyrkland
Er í teymi sérfræðinga sem eru með til skoðunar afar umdeild lög í Tyrklandi um internetið. Áttum fundi í vikunni í Ankara, höfuðborg Tyrklands með stjórnvöldum; ráðuneyti fjarskipta, innanríkisráðuneyti, hæstarétti, stjórnlagadómstól landsins, lögmannafélaginu og...
Hlutverk í grínþættinum Hraðfréttir
Landaði hlutverki í House of Cards í hraðfréttaþætti kvöldsins. Þáttinn má sjá hér: http://www.ruv.is/sarpurinn/ruv/hradfrettir/20160319
Lýðræði og mannréttindi í latnesku Ameríku
SPILLING ER HITAMÁL Í LATNESKU AMERÍKU Talaði á alþjóðlegri ráðstefnu í háskólanum í Mexíkó (El Colegio de Mexico) á vegum kosningadómstóls landsins (Tribunal Federal Electoral, TRIFE) um lýðræði, framkvæmd alþjóðlegra mannréttindasáttmála og dómaframkvæmd varðandi...
Viðtal í Harmageddon um bandarísku forsetakosningarnar
Ræddi við Frosta og Mána í Harmageddon um bandarísku forsetakosningarnar; áherslur frambjóðenda að draga úr áhrifum peninga í pólitík, dauða Antonin Scalia dómara við hæstarétt Bandaríkjana og hugsanlega eftirmála . . ....
Umdeild ákvæði tyrkneskra hegningarlaga
Sérfræðingar frá Feneyjanefnd (Nefnd Evrópuráðsins um lýðræði með lögum) fóru til Ankara í Tyrklandi til fundar við stjórnvöld; ráðherra, dómara, saksóknara og fleiri vegna umdeildra ákvæða tyrkneskra hegningarlaga sem nefndin skoðar að beiðni þingmannasamkundu...
Í stjórnlagadómstól Tyrklands
Endurkjörin varaforseti Feneyjanefndar
Dr. Herdís Þorgeirsdóttir var endurkjörin varaforseti nefndar Evrópuráðsins um lýðræði með lögum, betur þekkt sem Feneyjanefndin, hinn 20. desember s.l. og var hún sú eina af þremur varaforsetum kjörnum í síðustu kosningum 2013 sem hlaut endurkjör....
Starfsfélagi í Feneyjanefnd
Meðfylgjandi mynd er af tveimur fulltrúum í Feneyjanefnd; a.v. Herdísi Þorgeirsdóttur frá Íslandi og h.v. fulltrúa Bandaríkjanna Söru Cleveland á fundi undirnefndar um grundvallaréttindi 18. desember s.l. Sara Cleveland er prófessor við lagadeild Columbia-háskólans...
Santiago, Chile: Samanburður á vernd hinna berskjölduðu
Var með framsögu á alþjóðlegri ráðstefnu um stjórnskipulega vernd hópa sem eru berskjaldaðir fyrir fátækt, heilsuleysi eða vegna æsku eða elli. Ráðstefnan var haldin af Stjórnlagadómstól Chile í samvinnu við Feneyjanefnd, nefnd Evrópuráðsins um lýðræði með...
Jöfn tækifæri á stjórnmálavettvangi
Var einn af fyrirlesurum á ráðstefnu um jafnrétti kynjanna á stjórnmálavettvangi sem haldin var í Tbilisi í Georgíu. Ræddi meðal annars um sérstakar, tímabundnar ráðstafanir til að flýta fyrir því að raunverulegt jafnrétti karla og kvenna náist enda teljist...
Heimsþing um lýðræði í Strassborg
Herdís Þorgeirsdóttir var með framsögu á heimsþinginu um lýðræði í Strassborg þar sem þemað var um lýðræði eða aukið eftirlit. Herdís talaði í panel um þar sem til umfjöllunar var hvernig standa ætti vörð um hið borgaralega samfélag nú þegar stjórnvöld setja baráttuna...
Tala á fundi Evrópuráðsnefndar um lagalega samvinnu aðildarríkja
Var beðin að vera með framsögu á fundi nefndar Evrópuráðsins um lögfræðilega samvinnu aðildarríkjanna 47. Fundurinn fór fram í Evrópuráðshöllinni í Strassborg hinn 30. október. Umfjöllunarefnið var kynjasamþætting í löggjöf og stefnumótun. Konur eru enn beittar...
Aðalfundur Feneyjanefndar 23. október 2015
Stýri hér á myndinni fundi Feneyjanefndar eftir hádegi föstudaginn 23. október þar sem tekin eru fyrir drög að álitum nefndarinnar varðandi lög sem eiga að stemma stigu við pólitískri spillingu í Úkraínu og fjárframlögum til stjórnmálamanna. Chairing the Friday...
Ársþing Alþjóðasamtaka Lögmanna í Vín
Var með fyrirlestur á ársþingi alþjóðasamtaka lögmanna (International Bar Association) sem nú stendur yfir í Vín. Umræðum stjórnaði barónessa Helena Kennedy (yst til hægri) sem á sæti í bresku lávarðadeildinni. Á myndinni eru aðrir framsögumenn á fundinum í morgun,...
Ráðstefna stjórnlagadómstóla í Tajikistan
Dagana 17.-18. september sótti undirrituð ráðstefnu í Dushanbe, Tajikistan sem varaforseti Feneyjanefndar. Ráðstefnan sem haldin er í tilefni af 20 ára afmæli stjórnlagadómstóls landsins var opnuð af forseta landsins, Emomali Rachmon og flutti undirrituð ávarp á eftir...
Áhrif alþjóðlegra mannréttindasamninga í dómaframkvæmd
Frá alþjóðlegri ráðstefnu evrópskra stjórnlagadómstóla, sem haldin var í Batumi í Georgíu, þar sem stjórnlagadómstóll landins hefur aðsetur. Ráðstefnan var opnuð af forseta Georgíu Giorgi Margvelashvili. Meginþema ráðstefnunnar var beiting stjórnlagadómstóla og æðstu...
Aðalfundur Feneyjanefndar
103. aðalfundur Feneyjanefndar, nefndar Evrópuráðsins um lýðræði með lögum var haldinn dagana 19. - 20. júní. Stýrði umræðum um drög að áliti Feneyjanefndar um ný afar umdeild fjölmiðlalög í Ungverjalandi. Dómsmálaráðherra Ungverjalands tók þátt í umræðum. Álitið var...
Fyrirlestir hjá Rotarý
Flutti fyrirlestur hjá Rótarý-klúbbi Kópavogs um pólitíska rétthugsun. Sjá umfjöllun Rotarý.
Fundur um félagafrelsi
Funda- og félagafrelsi eru grundvallarréttindi lýðræðislegrar þátttöku borgara í samfélagingu. Engar skorður má setja þessu frelsi nema í samræmi við alþjóðalega mannréttindasamninga. Var á tveggja daga fundi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (OSCE) í Vín. Það...
Aðalfundur Feneyjanefndar 20.-21. mars 2015
Sjá hér um fundinn; álit nefndarinnar um lagasetningu um stöðu dómara í Úkraínu og meira af niðurstöðum nefndarinnar á 102. aðalafundinum nú í mars.
Kynning á leiðbeiningareglum um félagafrelsi
Leiðbeiningareglur um félagafrelsi sem unnar hafa verið í hópi sérfræðinga á vegum Feneyjanefndar og í samvinnu við OSCE/ODIHR voru kynntar á fundi í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í Genf 5. mars. Herdís er einn af höfundum verksins en vinnan við það hefur staðið frá...
Segðu mér á rás 1 (RÚV)
Verð í viðtali við Sigurlaugu Jónasdóttur í þætti hennar "Segðu mér" kl. 09.05 ár rás 1 í ríkisútvarpinu miðvikudaginn 21. janúar. Hér er upptaka af viðtalinu. Sigurlaug hefur svo þægilega nærveru að ég tók ekki eftir hvað tímanum leið og gleymdi því alveg að ég var í...
Í bítinu á Bylgjunni
Viðtal í bítinu á Bylgjunni hjá Heimi, Gulla og Þráni um tjáningarfrelsi í kjölfar voðaverkana á Charlie Hebdo. http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP32808 http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP32808...
Viðtal í Georgian Journal vegna álits um æruvernd látinna
Feneyjanefnd (Nefnd Evrópuráðsins um lýðræði með lögum) samþykkti á síðasta fundi sínum 12. desember álit um æruvernd látinna manna. Álitið var skrifað að beiðni stjórnlagadómstóls Georgíu vegna máls sem bíður niðurstöðu dómstólsins þar sem faðir látins ungs manns...
Lögfræðingateymi á sviði jafnréttismála
Góðir samstarfsfélagar úr lögfræðingateymi á sviði jafnréttis- og vinnuréttar í Evrópu; frá vinstri Christopher McCrudden prófessor í mannréttindum við háskólann í Belfast; Susanne Burri, sem leiðir þetta starf, Linda Senden prófessor í Evrópurétti við háskólann í...
Ráðstefna í Pétursborg 13.-14. nóvember
St Petersburg, Russian Federation - Ms Herdis Thorgeirsdottir, Vice President of the Venice Commission, will participate in the II International Arctic Legal Forum on "Protection and sustained development of Arctic: Legal aspect" organised by the Institute of...
Hlutverk dómstóla í að framfylgja Mannréttindsáttmála Evrópu 24.-25. október
Azerbaijan hefur tekið við forystu í ráðherranefnd Evrópuráðsins. Tók þátt fyrir hönd Feneyjanefndar í alþjóðlegri ráðstefnu dómara æðstu dómstóla aðildarríkja Evrópuráðsins um beitingu Mannréttindasáttmála Erópu í landsrétti og um þátt dómstóla í þeim efnum....
Félagsleg réttindi – Torino 18. október
Félagsleg og efnahagsleg réttindi á tímum fjárhagslegra þrenginga var til umræðu á ráðstefnu í Torino þar sem ráðherrar aðildarríkja Evrópurráðsins ræddu m.a. ástandið á grundvelli félagsmálasáttmála Evrópu sem undirritaður var í Torino 1951. Tók þátt í fundinum af...
Fundur með forseta Ítalíu
Forseti Ítalíu, Giorgio Napolitano, bauð stjórn Feneyjanefndarinnar á sinn fund í Quirinale-höllinni fyrir hádegi 10. október. Napolitano, sem hefur verið forseti frá 2006 þekkir vel til starfa Feneyjanefndar eins og fram kom á fundinum en hann hafði góð kynni af...
Þáttur dómstóla í vernd þrígreiningar ríkisvaldsins
Var með framsögu á ráðstefnu 19. september, sem haldin var í Skopje, Makedóníu á vegum stjórnlagadómstólsins þar, ÖSE og réttarríkis-deildar Konrad Adenauer-sjóðsins fyrir ríki í suðaustur Evrópu. Fjallað var m.a. um það hvernig æðstu dómstólar gætu staðið vörð um...
Félagafrelsi
Á fundi í Varsjá með fulltrúum OSCE/ODIHR vegna undirbúnings alhliða leiðbeininga fyrir aðildarríki Evrópuráðs um lagasetningu á sviði félagafrelsis. (Sjá frétt hér). Fundurinn er haldinn í byggingu (Brühl-höllinni) sem var sprengd í loft upp í síðari...
Nýjar ógnir við friðhelgi einkalífs
Fréttir á Ajara sjónvarpsstöðinni um ráðstefnu sem stjórnlagadómstóll Georgíu stóð fyrir 5. júlí um nýjar ógnir við friðhelgi einkalífs á netinu; vernd gagna o.fl. Þátttakendur voru m.a. dómarar við stjórnlagadómstóla frá Þýskalandi, ýmsum ríkjum austur Evrópu,...
Fyrirlestur í Moskvu 29. maí
Var í boði Stofnunar rússneskra stjórnvalda um lagasetningu og samanburðarlögfræði á ráðstefnu í Moskvu 29. og 30. maí n.k. Var með fyrirlestur og tók þátt í panel-umræðum með Sergey Naryshkin, forseta rússneska þingsins og Olgu Golodec, varaforsætisráðherra...
Myndir frá Moskvu (ráðstefna í maí)
Fundur í Evrópsku lagaakademíunni 17. maí
Vinnufundur í Evrópsku lagaakademíunni (European Academy of Law/ ERA) í Trier, 17. maí. Evrópska lagaakademían er ein virtasta stofnun á sviði Evrópuréttar í Evrópu. Á vegum ERA eru haldin námskeið fyrir dómara, embættismenn, lögmenn og aðra sem þurfa á þekkingu á...
Joaquim Barbosa forseti hæstaréttar Brasilíu 7. maí
Á fundi Feneyjanefndar og æðstu dómstóla í Suður-Ameríku í Ouro Preto í Brasilíu 7. maí s.l. var forseti hæstaréttar Brasilíu, Joaquim Barbosa með framsögu í panel sem ég stýrði. Umfjöllunarefnið var vernd efnahagslegra og félagslegra réttinda á tímum...
Skopmynd í Fréttablaðinu
Fundur um málefni Suður-Ameríku
Fundur nefndar um málefni Suður-Ameríku og alþjóðlegur vinnufundur um hlutverk dómstóla í að standa vörð um efnhagsleg og félagsleg réttindi á tímum efnhagsþrenginga verður haldinn í bænum Ouro Preto í Minas Gerais-fylki í suðaustur Brasilíu í byrjun maí (höfuðborg...
Kynning á áliti um ítalska meiðyrðalöggjöf 8. apríl
Var falið sem varaforseta Feneyjanefndar að kynna tillögur nefndarinnar varðandi ítalska meiðyrðalöggjöf fyrir fjölmiðlanefnd þings Evrópuráðsins hinn 8. apríl s.l. Tillögurnar voru settar fram í áliti sem undirrituð vann að ásamt fleiri fulltrúum Feneyjanefndar og...