Afrísk-amerísk kona í hæstarétt BNA?

Afrísk-amerísk kona í hæstarétt BNA?

Samkvæmt fréttum hyggst Joe Biden forseti Bandaríkjanna skipa afrísk ameríska konu í hæstarétt nú þegar Stephen Bryer lætur af störfum um mitt þetta ár. Fyrsta tilnefning forsetans verður kona af afrísk-amerískum uppruna og þá fyrsta blökkukonan sem tekur sæti í réttinunum. Verði sú skipan að veruleika eru Demókratar engu að síður enn í minnihluta með þrjár konur á móti  sex dómurum skipuðum af Repúblíkönum, þar af aðeins ein kona. Ekki er enn staðfest að Stephen Bryer muni láta af embætti en dómarar við hæstarétt Bandaríkjanna eru skipaðir ævilangt og hafa sumir gegnt störfum komnir hátt á níræðisaldur. Sá stórmerki dómari Oliver Wendell Holmes lét af störfum níræður, 1932. Sú sem þykir líklegust til að verða skipuð í stað Bryers dómara er Katanji Brown Jackson sem nú gegnir stöðu dómara við áfrýjunardómstólinn í Washington DC. Hún er menntuð á Harvard og var þá einnig ritstjóri Harvard Law Review.

Katanji Brown Jackson vakti athygli fyrir rökstuðning sinn  2019 fyrir úrskurði um að Trump forseti ætti að bera vitni í málinu varðandi meint afskipti Rússa af bandarískum kosningum. ,,Forsetar eru ekki kóngar. Þeir hafa ekki þegna sem ber að lúta þeim af lotningu og hverra örlögum þeir eiga heimtingu á að stjórna”.

Vill Biden bæta fyrir gamlar syndir?

Fram til þessa hafa aðeins tveir afrísk-amerískir dómarar setið í réttinum – báðir karlkyns, Thurgood Marshall frá 1967-1991 og arftaki hans Clarence Thomas sem er elsti dómarinn núna, 73 ára og varð frægur eða alræmdur þegar Anita Hill sakaði hann um kynferðislega áreitni löngu áður en byrjað var að taka mark á slíkum ásökunum.  Það var einmitt Joe Biden þá öldungadeildarþingmaður, sem var í forsæti á sínum tíma fyrir nefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings 1991 í vitnaleiðslum vegna ásakana Anitu Hill á Clarence Thomas sem þá hafði verið tilnefndur sem dómari við hæstarétt.

Panellinn sem sá um vitnaleiðslurnar í þinginu undir forsæti Bidens var eingöngu skipaður hvítum körlum og hefur Biden sætt gagrýni æ síðan fyrir það hvernig hann tók á málinu. Þingnefndin leyfði Clarence Thomas að bera vitnisburð á undan Anitu Hill þrátt fyrir að hafa áður gefið henni vilyrði um að hún mætti vitna fyrst. Þremur öðrum konum sem vildu vitna gegna dómaraefninu var ekki hleypt að.

Anita Hill er lögfræðingur (f. 1956). Hún starfaði sem lögfræðilegur ráðgjafi fyrir Clarence Thomas þegar hann var háttsettur á skrifstofu borgaralegra réttinda í menntamálaráðuneytinu. Þegar Clarence Thomas varð formaður stjórnskipaðrar nefndar um jöfn tækifæri á vinnumarkaði, sem sett var á laggirnar í kjölfar löggjafar um borgaraleg réttindi 1964, til að stemma stigu við mismunun á vinnustöðum, hélt Anita Hill áfram lögfræðilegur ráðgjafi hans.

Clarence Thomas hlaut skipun í réttinn þrátt fyrir ásakanir Anitu Hill en almenningur í Bandaríkjunum fylgdist grannt með vitnaleiðslunum sem vöktu athygli víða um heim. Í kjölfarið fjölgaði kærum um kynferðislega áreitni á vinnustöðum í Bandaríkjunum um helmng. Fleiri konur hlutu kosningu á þing árið eftir vitnaleiðslurnar, fjórar í öldungardeild og 24 í fulltrúadeild.

Í sjálfsævisögu sinni ,,Speaking Truth to Power” (Að segja sannleikann andspænis valdinu) gagnrýndi Anita Hill hvernig Joe Biden þá öldungadeildarþingmaður hafi staðið að vitnaleiðslunum þar eð hann hafi ekki efast um sakleysi Clarence Thomas og hafi með óviðeigandi hætt neytt hana til að fara út í ,,ógeðfelld” smáatriði um samskipti þeirra á vinnustað frammi fyrir þinginu og alþjóð.

Í kjölfar skipunar Clarence Thomas í hæstarétt sagði eiginkona hans í viðtali við People tímaritið að ásakanir Anitu Hill um kynferðislega áreitni hefðu verið af pólitískum toga og hún hefði líkast til verið ástfangin af Clarence Thomas en framkoma hennar hefði minnt á persónu úr kvikmyndinni Fatal Attraction sem ofsótti fyrrum elskhuga og fjölskyldu hans (ekki er vitað til þess að Anita Hill og Thomas hafi átt í ástarsambandi). Tæpum tveimur áratugum eftir vitnaleiðslurnar hafði Virginia Thomas samband við Anitu Hill þá prófessor við Brandeis háskólann í Boston og krafði hana um afsökunarbeiðni til mannsins síns.

Anita Hill olli straumhvörfum þegar hún sté fram í upphafi 10. áratugar síðustu aldar með ásakanir um kynferðsilega áreitni á hendur tilnefndum hæstaréttardóma. Slíkt krafðist mikils hugrekkis og hún var þá að synda gegn straumnum löngu áður en MeToo kom til sögunnar. Hún vildi ekki sætta sig við að vera á vinnustað þar karlar niðurlægðu konur í heyranda hljóði, töluðu opinskátt um brjóstastærðir kvenna og gerðu lítið úr þeim með einum eða öðrum hætti. Upptaka af vitnaleiðslum frá 1991 sýnist svo ekki verður um villst að körlunum sem yfirheyra Anitu Hill finnst lítið til málstaðs hennar koma. Einn þingmannanna spyr hana hvort hún sé full af heift í garð Thomas, gefandi til kynna að hann hafi hafnað henni en ekkert liggur fyrir um slíkt.

Joe Biden flýtur hins vegar með straumnum þegar hann hyggst skipa afrísk-ameríska konu í hæstarétt og í leiðinni ,,bæta fyrir” lélega frammistöðu í máli Anitu Hill fyrir rúmum þremur áratugum.

Anita Hill, Clarence Thomas og seinni eiginkona hans, Virgina Thomas sem krafði Hill um afsökunarbeiðni til mannsins síns 2010.

 

Lokun mannréttindasamtaka í Rússlandi

Lokun mannréttindasamtaka í Rússlandi

Hæstiréttur Rússlands hefur fyrirskipað lokun mannréttindasamtakanna Memorial International en þauhafa verið starfrækt síðan 1992 (voru stofnuð fyrir hrun Sovétríkjanna). Markmið samtakanna er að fylgjst náið með og rannsaka pólitíska kúgunartilburði í landinu og styðja þá einstaklinga sem hafa orðið fyrir pólitískum ofsóknum. IM eru ein virtustu mannréttindasamtök Rússlands. Það var ríkissaksóknari sem gerði kröfu um að samtökunum yrði lokað á grundvelli laga um erlenda útsendara (foreign agents) og óæskilega starfssemi erlendra og alþjóðlegra mannréttindasamtaka í landinu.
Hér má sjá þau álit sem Feneyjanefndin hefur sent frá sér um þau lög sem hafa verið sett undanfarinn áratug í því skyni að þrengja að mannréttindasamtökum í Rússlandi.
Forseti Feneyjanefndar vegna neyðarástands í Túnis

Forseti Feneyjanefndar vegna neyðarástands í Túnis

Yfirlýsing frá forseta Feneyjanefndar Gianni Buquicchio vegna neyðarástands sem var lýst yfir í Túnis 25. júlí sl. þegar forseti landsins tók í sínar hendur löggjafa-, framkvæmda- og að hluta til dómsvald. Djúp kreppa ríkir í landinu þar sem stjórnvöld hafa ekki getað tekið á covid-faraldrinum, stofnanir ríkisins eru sem lamaðar vegna mikillar landlægrar spillingar. Almenningur í landinu kallar á aðgerðir vegna ástandsins. Túnis á aðild að Feneyjanefnd Evrópuráðsins, eitt af 62 ríkjum heims.

TUNISIA – statement by the President of the Commission on the state of emergency in Tunisia

“Since the declaration of the state of emergency on 25 July 2021, the President of Tunisia has concentrated in his hands the legislative, executive and, partially, judicial powers. Tunisia does not have a constitutional court.
Tunisia is facing a very deep crisis, caused on the one hand by the difficulties of managing the pandemic and on the other hand by the difficulties of functioning of the state institutions and by the very high level of corruption. A large part of the Tunisian people has expressed its refusal to accept that this situation be prolonged and has asked that a solution be found quickly.
I strongly support these legitimate and fundamental aspirations of the Tunisian people.
Since the Revolution in 2011, the Venice Commission accompanied Tunisia in the search for a new beginning, starting from the preparation of a democratic constitution. The new constitution was drafted from scratch by the democratically elected National Constituent Assembly and was adopted almost unanimously by its members. It is unacceptable that these efforts and this exemplary and non-violent transition to democracy be marred by the cancer of corruption and the inability of some public officials to transcend their partisan affiliations and vested interests for the sake of the public interest. Constitutional guarantees must not be used as a shield for criminals.
However, I am convinced that an effective fight against the scourge of corruption must go hand in hand with respect for democracy, fundamental rights and the rule of law. One cannot exist without the other, and vice versa.
The temptation to use shortcuts to achieve quick results is strong and understandable. But experience has taught us that any democratic and sustainable reform must be carried out with respect for the constitution, the prerogatives of democratic institutions, and the guarantees of protection of the fundamental rights of all individuals, including those suspected of corruption, from arbitrary interference.
I am convinced that a solution to the serious problems facing the Tunisian people today can – and must – be found within the democratic parameters set by the Tunisian constitution. The Venice Commission, of which Tunisia is a full member, is ready to provide assistance in this search”.

Freedom of the Press (endurútgáfa)

Freedom of the Press (endurútgáfa)

Bringing together the most seminal articles written by leading international experts, this volume discusses all aspects of freedom of the press. The papers in the first part of this volume discuss the meaning of press freedom and its relationship to freedom of speech, while those in the second part discuss the extent to which self-regulation is a satisfactory alternative to legal controls. The essays in parts III and IV explore the various solutions adopted in the USA and in some Commonwealth countries to balancing the freedom of the press and other media against the laws of libel and privacy. They discuss, among other issues, the question whether courts should apply the same constitutional principles to privacy actions as those developed in libel law and how far celebrities are entitled to claim privacy rights when they are photographed in public places.

Rándýrir lögmenn og enginn endir þrætu

Rándýrir lögmenn og enginn endir þrætu

Hollywood skilnaðir eru ekki til fyrirmyndar. Sá rándýrasti sem nú er í fréttum er skilnaður stórstjarnanna  Brad Pitt og Angelina Jolie en þau hafa staðið í deilum um forsjá og peninga undanfarin sex ár án nokkurs árangurs. Bæði hafa ráðið dýrustu lögmannsstofur til aðstoðar og hefur Angelina reglulega skipt út lögmönnum en talið er að þau hafi hvort um sig “eytt” yfir einni milljón dala í lögmannskostnað. Engin lausn á deilum fyrrum hjónanna er í sjónmáli og talið að þær geti staðið hátt í áratug í viðbót. Angelina er nú 45 ára og Brad 57 en saman eiga þau þrjú börn og hafa ættleitt önnur þrjú. Forsjárdeilan stendur um fimm barnanna og eignir sem hlaupa á milljörðum. Tímakaup skilnaðarlögfræðinganna er á bilinu 1000 dalir til 1500 dalir og  rukkað fyrir 40 – 50 stundir á viku en það gera u.þ.b. 6 milljónir íslenskra króna á viku.  Fáránleikinn í þessari endaleysu dylst engum.

Það borgar sig að semja eignanna vegna en ekki síst barnanna vegna. Kjerulf lögmannsþjónusta og ráðgjöf í síma 691 8534.