Ógnir við stjórnskipulegt réttlæti í fyrrum alræðisríkum

Ógnir við stjórnskipulegt réttlæti í fyrrum alræðisríkum

Meðfylgjandi er framsaga sem flutt var á alþjóðlegri ráðstefnu í Batumi í Georgíu um stjórnskipulegt réttlæti í fyrrum alræðisríkum kommúnismans þar sem stjórnlagadómstólar eiga víða undir högg að sækja og þar sem dómarar eru skipaðir á grundvelli pólitísks þýlyndis.

Sjá hér:

cdl-ju2016014-e

Meðfylgjandi myndir eru frá ráðstefnunni þar seconstitutional-court-georgiam forseti Georgía tilkynnti um nýjar skipanir dómara við dómstólinn. Sjá hér.

herdis-og-andras-sajo-sept-2016

András Sajó varaforseti Mannréttindadómstóls Evrópu til hægri á myndinni.

 

 

herdis-og-giorgi-papuschvili-sept-2013-2

Fyrir miðri mynd er Giorgi Papuschvili forseti stjórnlagadómstóls Georgíu. Á síðasta ári sínu í embætti sakaði hann stjórnvöld um óeðlileg afskipti af störfum dómstólsins.

 

 

 

Feneyjanefnd gagnrýnir breytingar á stjórnarskrá Azerbaijan

Feneyjanefnd gagnrýnir breytingar á stjórnarskrá Azerbaijan

azeri-president-ilham-aliyevFeneyjanefnd í bráðabirgðaáliti, sem sagt er frá á forsíðu Evrópuráðsins í dag – gagnrýnir fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskrá Azerbaijan sem bornar verða undir þjóðaratkvæði 26. september n.k.

 Breytingarnar munu hafa mikil áhrif á valddreifingu í Azerbaijan þar sem þær færa forseta landsins aukin og fordæmalaus völd. Kjörtímabil hans verður lengt úr fimm í sjö ár. Engin takmörk eru fyrir því hvað hann getur setið mörg kjörtímabil en forsetinn er þegar mjög valdamikill.

Önnur breyting gerir ráð fyrir að forsetinn geti leyst þingið upp sem lamar í raun stjórnarandstöðuna. Breytingarnar munu bitna  á sjálfstæði dómstóla þar sem dregið verður úr hlutverki þingsins í að samþykkja skipanir dómara.

Þá gera fyrirhugaðar breytingar ráð fyrir skipunum varaforseta án undangengins kjörs sem geta tekið við stjórn landsins ef svo ber undir auk þess sem forsetinn getur boðað til kosninga þegar honum sýnist.

Í áliti Feneyjanefndar er aðdragandi þjóðaratkvæðis gagnrýndur þar sem engar alvöru umræður hafi farið fram um fyrirhugaðar breytingar á stjórnskipun landsins; fyrirvarinn sé allt of skammur og skort hafi á almenna umræðu.

 

 

 

 

Aldursfordómar eitt megin viðfangsefni feminismans

Aldursfordómar eitt megin viðfangsefni feminismans

IsabellaRosselliniIsabella Rosselini var rekin frá Lancome 43 ára af því andlit hennar var ekki lengur tákn draumsins um eilífa æsku heldur áminning til kvenna um þann meinta ömurlega veruleika sem beið þeirra við að eldast. Nú hefur hún verið ráðin aftur sem andlit Lancome þar sem karlar eru ekki lengur ráðandi í forystu. Aldursfordómar ættu að vera á undanhaldi. Isabella talar í meðfylgjandi viðtali um að hrós til kvenna um að þær séu “enn þá” fallegar komnar yfir sextugt sé tvíeggjað sverð; þ.e. að þær líti enn vel út þrátt fyrir aldurinn; sem og að tala um að konur séu unglegar. Slétt og felld fegurð kann að tengjast æskunni en glæsileiki, persónutöfrar og margt annað er ótengt aldri.

Eitt af stóru viðfangsefnum jafnréttisbaráttunnar og feminisma er baráttan gegn aldursfordómum. Þessi lýsing Fjodor Dostojevskí á sextugri konu árið 1866 sló mig en er táknræn fyrir tíðarandann þegar hann skrifar meistaraverk sitt, Glæpur og refsing – þarna voru aðeins fimm ár liðin frá því að bann var lagt við því að halda þræla í Rússlandi:

dostoevsky_400x400“Þetta var smávaxin, skorpin kerling um sextugt, með illilegt og stingandi augnaráð, lítið hvasst nef, berhöfðuð. Litlaust, eilítið grásprengt hárið var rækilega smurt með olíu. Um langan, magran hálsinn sem minnti á hænufót hafði hún vafið einhverri bómullardruslu . . . Gamla konan hóstaði og stundi án afláts”.

(Glæpur og refsing í þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur, bls. 8, útg. Forlagið 1984.)

 

Glæsilegasta landkynning sem Ísland hefur fengið

Glæsilegasta landkynning sem Ísland hefur fengið

Íslensku strákarnir stórkostlegir. Glæsilegasta landkynning sem Ísland hefur fengið! liðiðÞeir áunnu sér aðdáun og virðingu umheimsins. Franska liðið þakkaði þeim drengilega baráttu eftir leikinn í gær. Undir handleiðslu Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar sýndu þeir að vilji er allt sem þarf og góð skipulagning. Þeir sýndu karakter í leiknum, voru aldrei með óhemjugang eða prímadonnustæla; en börðust af ástríðu við lið sem hafa “glóbal” fjármagn á bak við sig. Og þeir voru aldrei flottari en þegar þeir tóku á móti hyllingu tryggu íslensku áhorfendanna eftir að hafa tapað orustunni við Frakka – í mínum huga unnu þeir stríðið!

Að hafa átt samtal við þjóðina

Að hafa átt samtal við þjóðina

bessastadir-20261Fjöldi fólks hefur nú boðið sig fram til að gegna embætti forseta Íslands. Ekki sér fyrir endan á framboðum.  Forseti Íslands er þjóðhöfðingi, æðsti embættismaður ríkisins og kemur fram fyrir hönd lands og þjóðar á alþjóðavettvangi. Burtséð frá því hvort fólki finnst þetta embætti tímaskekkja eða hvaða breytingar megi hugsanlega gera á því, þá er ekki úr vegi að velta fyrir sér hvaða kröfur eigi að gera til þess sem sækist eftir því að verða forseti Íslands.

 

  1. Forseti Íslands þarf að hafa gott vald á íslenskri tungu; þekkja menningararfinn og söguna.
  2. Forseti Íslands þarf að kunna skil á stjórnskipun landsins og hafa skarpa sýn á hugmyndafræðileg ágreiningsmál í samfélaginu.
  3. Forseti Íslands þarf að hafa gert sig gildandi á alþjóðavettvangi og vera vel mæltur á önnur tungumál.
  4. Forseti Íslands þarf að vera þekktur af verkum sínum (í ritinu Stjórnskipunarréttur eftir Ólaf Jóhannesson segir að forseti þurfi að vera“hæfileikamaður”).
  5. Síðast en ekki síst þarf sá sem sækist eftir þessu embætti að “hafa átt samtal við þjóðina”, lagt eitthvað af mörkum í þjóðfélagsumræðunni, skrifað eða talað fyrir einhverju málefni sem hefur haft áhrif í samfélaginu, jafnvel einnig alþjóðlega.

Því má svo við bæta að auðvitað skiptir öllu máli að þetta æðsta embætti þjóðarinnar skipi heiðarleg, réttsýn og velviljuð manneskja.