Samkvæmt 15. viðauka við Mannréttindasáttmála Evrópu styttist fresturinn, til að kæra mál til dómstólsins, úr 6 mánuðum í 4 mánuði frá því að réttarúrræði innanlands eru tæmd. Þessi nýja fjögurra mánaða regla gildir frá 1. febrúar 2022. Hún gildir þó aðeins í málum þar sem lokaákvörðun innanlands er tekin 1. febrúar 2022 eða síðar. Þessi breytti frestur var ákveðinn af öllum 47 aðildarríkjum Evrópuráðsins.