Sjómaður Huldu Hákon og fleira gott fólk

Sjómaður Huldu Hákon og fleira gott fólk

Á 101 á vorkvöldi í lok Covid þar sem sjómaður Huldu Hákon stendur og horfir yfir glæsilegt barsvæðið: Með listamönnunum Jóni Óskari og Huldu Hákon og vinum þeirra: Nonna Tryggva, Halldóri Birni Runólfssyni, Signýju Eiríksdóttur og Margréti Auðuns. Sjómaðurinn stendur í þeirri meiningu að næsta bylting verði fullkomin, eins og stendur á hjálmi hans.

 

Gianni Buquicchio, forseti Feneyjanefndar

Gianni Buquicchio, forseti Feneyjanefndar

Kveðja mín til Gianni Buquicchio þegar hann lét af embætti forseta Feneyjanefndar árið 2021. Ég starfaði við hlið hans sem varaforseti frá 2013 allt til ársins 2023 með einu tveggja ára hléi.

Gianni Buquicchio: A lasting legacy for the Venice Commission

The first thing that struck me about Gianni was his professionalism, how he masterfully manages to create a mutually respectful atmosphere with his close attention to detail and adherence to necessary etiquette rules without being rigid.

Gianni is a world class diplomat. Under his leadership the Venice Commission has become the most successful advisory body of the Council of Europe and beyond – often giving states directions that they normally would not follow – forthright and based on vision. Gianni is outspoken and respectful at the same time. His passion for the ideals of democracy, human rights and the rule of law is genuine although tempered with political realism.

One does not need to know Gianni well to realize that he is an exceptionally warm, wise and energetic person with a great sense of humor. Gianni is a good man. He greets everyone with a smile and has the character not to distinguish between people. He knows better. His style has left a lasting legacy for the Venice Commission.

Fundur Feneyjafundar

Fundur Feneyjafundar

Á nýafstöðnum fundi Feneyjanefndar (lokaður fjölmiðlum) sem haldinn var í Scuola Grande di San Giovanni Evangelista í Feneyjum voru fjórtán álit samþykkt. Þessi álit varða tíu ríki: Armeníu, Bosníu Herzegovínu, Georgíu, Kosovo*, Kyrgyzstan, Lýðveldið Moldóvu, Norður-Makedóníu, Perú, Rúmeníu og Úkraínu. Álitin eru birt á heimasíðu nefndarinnar að nokkrum dögum liðnum.

Nýr dómsmálaráðherra Brasilíu

Nýr dómsmálaráðherra Brasilíu

Forseti Brasilíu, Lula da Silva, hefur skipað Ricardo Lewandowski nýjan dómsmálaráðherra Brasilíu. Við erum skólasystkin frá The Fletcher School of Law and Diplomacy og hittumst á fundi í Chile fyrir nokkrum árum en þá var hann forseti hæstaréttar í Brasilíu.