Félagafrelsi

Félagafrelsi

IMG_1515Á fundi í Varsjá með fulltrúum OSCE/ODIHR vegna undirbúnings alhliða leiðbeininga fyrir aðildarríki Evrópuráðs um lagasetningu á sviði félagafrelsis. (Sjá frétt hér). Fundurinn er haldinn í byggingu (Brühl-höllinni) sem var sprengd í loft upp í síðari heimsstyrjöldinni en endurreist í nákvæmlega saman barokkstílnum. Myndin er tekin í sal þar sem Chopin hélt sína fyrstu tónleika, þá barn að aldri. Hann yfirgaf Varsjá tvítugur  (rétt fyrir uppreisnina 1830) og kom þangað aldrei aftur. Hjarta hans var alltaf pólskt og sagt er að það sé grafið í Póllandi þótt útför hans hafi farið fram í París að viðstöddu fjölmenni.

http://www.osce.org/odihr/123316

 

 

Nýjar ógnir við friðhelgi einkalífs

Nýjar ógnir við friðhelgi einkalífs

BatumiFréttir á Ajara sjónvarpsstöðinni um ráðstefnu sem stjórnlagadómstóll Georgíu stóð fyrir 5. júlí um nýjar ógnir við friðhelgi einkalífs á netinu; vernd gagna o.fl. Þátttakendur voru m.a. dómarar við stjórnlagadómstóla frá Þýskalandi, ýmsum ríkjum austur Evrópu, Eystrasaltslöndunum, þingmenn, prófessorar og undirrituð af hálfu Feneyjanefndar Evrópuráðs.

http://www.venice.coe.int/webforms/events/?id=1887

19. júní

19. júní

DickensEnginn af rithöfundum Viktoríutímans þekkti eins kjör fátækra í borgum og Charles Dickens. Hann bjó á Doughtystræti í Lundúnum og ráfaði oft um um götur borgarinnar að næturlagi. Þar hafa orðið til fyrirmyndir að mörgum af hans helstu sögupersónum. Sem barn vann hann í verksmiðju þegar foreldrar hans voru í skuldafangelsi. Síðar stofnaði Dickens heimili fyrir fátækar konur sem áttu hvergi höfði sínu að halla. Þar var hann allt í öllu, útvegaði það sem þær þurftu.

Dagur sem kenndur er við kvenréttindi er merkingarlaus ef baráttumálin eru ekki í tengslum við kjarna vandans, vaxandi misskiptingu og aukna fátækt; kvenna, barna og karla.