IMG_1515Á fundi í Varsjá með fulltrúum OSCE/ODIHR vegna undirbúnings alhliða leiðbeininga fyrir aðildarríki Evrópuráðs um lagasetningu á sviði félagafrelsis. (Sjá frétt hér). Fundurinn er haldinn í byggingu (Brühl-höllinni) sem var sprengd í loft upp í síðari heimsstyrjöldinni en endurreist í nákvæmlega saman barokkstílnum. Myndin er tekin í sal þar sem Chopin hélt sína fyrstu tónleika, þá barn að aldri. Hann yfirgaf Varsjá tvítugur  (rétt fyrir uppreisnina 1830) og kom þangað aldrei aftur. Hjarta hans var alltaf pólskt og sagt er að það sé grafið í Póllandi þótt útför hans hafi farið fram í París að viðstöddu fjölmenni.

http://www.osce.org/odihr/123316