Hlutverk dómstóla í að framfylgja Mannréttindsáttmála Evrópu 24.-25. október

Hlutverk dómstóla í að framfylgja Mannréttindsáttmála Evrópu 24.-25. október

herdís í bakusupreme court bakuAzerbaijan hefur tekið við forystu í ráðherranefnd Evrópuráðsins. Tók þátt fyrir hönd Feneyjanefndar í alþjóðlegri ráðstefnu dómara æðstu dómstóla aðildarríkja Evrópuráðsins um beitingu Mannréttindasáttmála Erópu í landsrétti og um þátt dómstóla í þeim efnum. Fundurinn var haldinn í Baku, Azerbaijan dagana 24. og 25. október. Flutti erindi um hlutverk Feneyjanefndar í að fylgja eftir dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu.

baku fundur

 

Félagsleg réttindi – Torino 18. október

Félagsleg réttindi – Torino 18. október

torino high level conferenceFélagsleg og efnahagsleg réttindi á tímum fjárhagslegra þrenginga var til umræðu á ráðstefnu í Torino þar sem ráðherrar aðildarríkja Evrópurráðsins ræddu m.a. ástandið á grundvelli félagsmálasáttmála Evrópu sem undirritaður var í Torino 1951. Tók þátt í fundinum af hálfu nefndar Evrópuráðsins um lýðræði með lögum (Feneyjanefndar). Rætt var um vaxandi ójöfnuð í álfunni, “týndu kynslóðina” en atvinnuleysi ungs fólks hefur sjaldan verið meira. Fjörutíu og fimm milljónir ungs fólks í OECD ríkjum er án vinnu. Fátækt og ójöfnuður vex um alla álfuna eins og bent var á í opnunarræðu Thorbjörns Jagland, framkvæmdastjóra Evrópuráðsins.

Anne Brasseur forseti þingmannasamkundu Evrópuráðsins vitnaði í ljóð eftir Robert Frost til að leggja áherslu á mikilvægi þess að ríki framfylgdu efnahagslegum og félagslegum réttindum.

“Two roads diverged in a wood, and I –

I took the one less traveled by,

And that made all the difference.”

04. High-level Conference on the European Social Charter (Turin, 17-18 October 2014)Við eigum öll kost á því að fara tvær leiðir – hina fjölförnu leið þegjandi samþykkis á ríkjandi ástandi, það sem forseti þingmannasamkundunnar kallaði “business as usual” – eða þá leið sem færri voga sér að fara en gæti breytt öllu.

 

Fundur með forseta Ítalíu

Fundur með forseta Ítalíu

forseti ítForseti Ítalíu, Giorgio Napolitano, bauð stjórn Feneyjanefndarinnar á sinn fund í Quirinale-höllinni fyrir hádegi 10. október. Napolitano, sem hefur verið forseti frá 2006 þekkir vel til starfa Feneyjanefndar eins og fram kom á fundinum en hann hafði góð kynni af fyrsta forseta nefndarinnar, Antonio LaPergola. Napolitano ræddi þýðingarmikið hlutverk nefndarinnar sem einnar mikilvægustu stofnunar á vettvangi Evrópuráðsins, ekki síst í ljósi þess að aðild að nefndinni eiga mörg ríki utan Evrópuráðsins. Þetta benti Forseti Ítalíu á að styrkti nefndina í að vinna að lýðræði með lögum enda væri innan hennar vébanda mikil sérfræðiþekking á sviði mannréttinda og stjórnskipunar og skilningur á mikilvægi lýðræðislegra stofnana samfélagsins.

herdís og lífvörður

Lífverðir forseta Ítalíu (Reggimento Corazzieri) eru sóttir til Svartfjallalands (Montenegro) en þeir eru allir hátt í 2 metrar á hæð. Inntökuskilyrði er að þeir séu ekki undir 190 cm á hæð. Einkennisorð þeirra eru: “Virtus in periculis firmior” (hugrekki styrkist í hættu). Þessi hlýtur að vera yfir 2 metrar á hæð því sú sem stendur við hlið hans er 175 cm.  Myndin er tekin fyrir utan Quirinal höllina sem er bústaður forseta Ítalíu og er 20 sinnum stærri en Hvíta húsið og stendur á samnefndri hæð sem er sú hæsta af hæðunum sjö í Róm. Þrjátíu páfar, fjórir konungar og tólf forsetar hafa átt þarna heima en höllin var reist á 16. öld.

Þáttur dómstóla í vernd þrígreiningar ríkisvaldsins

Þáttur dómstóla í vernd þrígreiningar ríkisvaldsins

ZLA_5158 minniVar með framsögu á ráðstefnu 19. september, sem haldin var í Skopje, Makedóníu á vegum stjórnlagadómstólsins þar, ÖSE og réttarríkis-deildar Konrad Adenauer-sjóðsins fyrir ríki í suðaustur Evrópu. Fjallað var m.a. um það hvernig æðstu dómstólar gætu staðið vörð um þrígreiningu ríkisvaldsins. Á ráðstefnunni töluðu m.a. Dean Spielmann forseti Mannréttindadómstóls Evrópu og forseti Makedóníu Gjorgje Ivanov, en hann er fjórði forseti Makedóníu og fyrrum prófessor við ýmsa háskóla m.a. í Bologne á Ítalíu. Sérsvið hans er stjórnmálaheimspeki og var fróðlegt að ræða við hann.