ZLA_5158 minniVar með framsögu á ráðstefnu 19. september, sem haldin var í Skopje, Makedóníu á vegum stjórnlagadómstólsins þar, ÖSE og réttarríkis-deildar Konrad Adenauer-sjóðsins fyrir ríki í suðaustur Evrópu. Fjallað var m.a. um það hvernig æðstu dómstólar gætu staðið vörð um þrígreiningu ríkisvaldsins. Á ráðstefnunni töluðu m.a. Dean Spielmann forseti Mannréttindadómstóls Evrópu og forseti Makedóníu Gjorgje Ivanov, en hann er fjórði forseti Makedóníu og fyrrum prófessor við ýmsa háskóla m.a. í Bologne á Ítalíu. Sérsvið hans er stjórnmálaheimspeki og var fróðlegt að ræða við hann.