forseti ítForseti Ítalíu, Giorgio Napolitano, bauð stjórn Feneyjanefndarinnar á sinn fund í Quirinale-höllinni fyrir hádegi 10. október. Napolitano, sem hefur verið forseti frá 2006 þekkir vel til starfa Feneyjanefndar eins og fram kom á fundinum en hann hafði góð kynni af fyrsta forseta nefndarinnar, Antonio LaPergola. Napolitano ræddi þýðingarmikið hlutverk nefndarinnar sem einnar mikilvægustu stofnunar á vettvangi Evrópuráðsins, ekki síst í ljósi þess að aðild að nefndinni eiga mörg ríki utan Evrópuráðsins. Þetta benti Forseti Ítalíu á að styrkti nefndina í að vinna að lýðræði með lögum enda væri innan hennar vébanda mikil sérfræðiþekking á sviði mannréttinda og stjórnskipunar og skilningur á mikilvægi lýðræðislegra stofnana samfélagsins.

herdís og lífvörður

Lífverðir forseta Ítalíu (Reggimento Corazzieri) eru sóttir til Svartfjallalands (Montenegro) en þeir eru allir hátt í 2 metrar á hæð. Inntökuskilyrði er að þeir séu ekki undir 190 cm á hæð. Einkennisorð þeirra eru: “Virtus in periculis firmior” (hugrekki styrkist í hættu). Þessi hlýtur að vera yfir 2 metrar á hæð því sú sem stendur við hlið hans er 175 cm.  Myndin er tekin fyrir utan Quirinal höllina sem er bústaður forseta Ítalíu og er 20 sinnum stærri en Hvíta húsið og stendur á samnefndri hæð sem er sú hæsta af hæðunum sjö í Róm. Þrjátíu páfar, fjórir konungar og tólf forsetar hafa átt þarna heima en höllin var reist á 16. öld.