torino high level conferenceFélagsleg og efnahagsleg réttindi á tímum fjárhagslegra þrenginga var til umræðu á ráðstefnu í Torino þar sem ráðherrar aðildarríkja Evrópurráðsins ræddu m.a. ástandið á grundvelli félagsmálasáttmála Evrópu sem undirritaður var í Torino 1951. Tók þátt í fundinum af hálfu nefndar Evrópuráðsins um lýðræði með lögum (Feneyjanefndar). Rætt var um vaxandi ójöfnuð í álfunni, “týndu kynslóðina” en atvinnuleysi ungs fólks hefur sjaldan verið meira. Fjörutíu og fimm milljónir ungs fólks í OECD ríkjum er án vinnu. Fátækt og ójöfnuður vex um alla álfuna eins og bent var á í opnunarræðu Thorbjörns Jagland, framkvæmdastjóra Evrópuráðsins.

Anne Brasseur forseti þingmannasamkundu Evrópuráðsins vitnaði í ljóð eftir Robert Frost til að leggja áherslu á mikilvægi þess að ríki framfylgdu efnahagslegum og félagslegum réttindum.

“Two roads diverged in a wood, and I –

I took the one less traveled by,

And that made all the difference.”

04. High-level Conference on the European Social Charter (Turin, 17-18 October 2014)Við eigum öll kost á því að fara tvær leiðir – hina fjölförnu leið þegjandi samþykkis á ríkjandi ástandi, það sem forseti þingmannasamkundunnar kallaði “business as usual” – eða þá leið sem færri voga sér að fara en gæti breytt öllu.