Tónsmíðar við Essex Serpent

Tónsmíðar við Essex Serpent

Tónskáldin Herdís Stefánsdóttir og Dustin O’Halloran hafa samið tónlistina við nýja þáttaseríu á Apple TV – The Essex Serpent sem byggir á verðlaunaskáldsögu Sarah Perry en í aðalhlutverkum eru Tom Hiddleston og Claire Danes. Sagan gerist á síðari hluta Viktoríutímans í litlu sjávarplássi á Englandi þar sem fólk hefur orðið vart við ógnvænlegan orm (líkt og Lagarfljótsorminn) eftir að steingervingar komu í ljós við jarðskjálfta. Tom Hiddleston leikur þorpsprestinn en Claire Danes er steingervingafræðingur, ekkja sem kemur frá London til að rannsaka fyrirbærið. Herdís og Dustin hafa hlotið lof gagnrýnenda fyrir tónlistina.

Munur á hatursorðræðu og öflugri pólitískri umræðu

Munur á hatursorðræðu og öflugri pólitískri umræðu

Viðtal í Vísi um hatursorðræðu í tilefni af fréttaumfjöllun síðustu daga.

 

Hatursorðræða er tilfinningaþrungið hugtak og ekki til almenn, viðtekin skilgreining á því í alþjóðalögum. Það verður að túlka hugtakið hatursorðræðu mjög þröngt og gera greinarmun á því hvað flokkast undir öfluga pólitíska umræðu og hatursorðræðu, sem er til þess falin að leiða til ofbeldis gagnvart þeim sem hún beinist að, oft jaðarsettum hópum sem eiga undir högg að sækja. Slík hatursorðræða nýtur ekki verndar tjáningarfrelsis. Mörk tjáningarfrelsis í pólitískri umræðu eru hins vegar mjög víð.

Öflug pólitísk umræða er forsenda þess að lýðræðislegt samfélag þrífist og slík umræða nýtur sérstakrar verndar í þágu lýðræðis og þroska hvers einstaklings. Stjórnvöldum ber að tryggja þetta frelsi og eingöngu setja því skorður með lögum sem þjóna lögmætum markmiðum og brýna nauðsyn ber til í lýðræðislegu samfélagi.

Vernd tjáningarfrelsis nær ekki eingöngu til upplýsinga og skoðana sem njóta velþóknunar heldur einnig til þeirra sem móðga, misbjóða og hneyksla fólk því lýðræðið byggir á víðsýni og umburðarlyndi og að margvíslegar skoðanir fái að heyrast. Tjáningarfrelsið snýst ekki eingöngu um rétt fólks til að tjá sig heldur einnig um rétt almennings til að móttaka alls konar skoðanir og upplýsingar.

Fólk verður að geta tjáð sig um pólitísk málefni án ótta við valdhafa og þeir síðarnefndu verða að þola harðvítuga gagnrýni um störf sín. Pólitíkusar eru útsettir fyrir hatrammar árásir, ekki síst á samfélagsmiðlum. Telji þeir vegið að æru sinni verður að skoða ummælin út frá hagsmunum almennings um opna umræðu um pólitík. Það er varasamt að ásaka fólk um hatursorðræðu og fæla það þannig frá  þátttöku í pólitískri umræðu. Valdhafar geta lent í vandræðum verði þeir uppvísir að eða ásakaðir um hatursorðræðu – en það kann hins vegar að vera erfitt fyrir þá sem eru við völd að saka umbjóðendur eða almenning um hatursorðræðu í sinn garð. Þorgeir Þorgeirsson rithöfundur hlaut fyrir nokkrum áratugum dóm fyrir skrif sín um meint lögregluofbeldi og fór með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Hann hafði fengið dóm fyrir skrif sín um meint lögregluofbeldi þar sem hann kallaði lögreglumenn ,,óðar skepnur í einkennisbúningum“, rudda og sadista sem væru að fá útrás fyrir afbrigðilegar hneigðir.

Mannréttindadómstóllinn taldi að íslensk stjórnvöld hefðu brotið á rétti rithöfundarins til tjáningar því sakfellingin hefði verið til þess fallin að fæla frá opinni umræðu um mikilvæg mál sem varða almenning. Þannig þurftu venjulegir lögreglumenn sem áttu enga aðkomu að málinu, sem Þorgeir fjallaði um, að sætta sig við gífuryrði um starfsstétt sína sem margir í dag myndu krefjast að væri flokkað undir hatursorðræðu.  Stjórnmálamenn, embættismenn, aðrir opinberir starfsmenn, stórfyrirtæki og aðrir sem hafa með ákvörðunum sínum áhrif á almannahag, þurfa að þola harkalega gagnrýni um störf sín í þágu opinnar pólitískrar umræðu.

 

Umdeild fjölmiðlalög

Umdeild fjölmiðlalög

Feneyjanefnd undirbýr nú álit um nýsett afar umdeild fjölmiðlalög í Azerbajan. Óttast er um afdrif blaðamennsku og framtíð tjáningarfrelsis í landinu. Áttum fundi með blaðamönnum og lögmönnum í Azerbaijan ásamt erlendum erindrekum í landinu.

Erindi á ráðstefnu háskólans í Genf

Erindi á ráðstefnu háskólans í Genf

Flutti erindi á ráðstefnu um tjáningarfrelsi  við Genfarháskóla þar sem ég ræddi m.a. mikilvægi pólitískrar umræðu, samfélagsmiðla og  44 milljarða dollara samning Elon Musk við Twitter, stærstu kaup einstaklings nokkru sinni og hættuna á því þegar olígarkar og stórfyrirtæki stýra umræðunni á hinum pólitíska vettvangi út um allan heim.

Geneva – A representative of the Venice Commission participated in an international conference entitled “Freedom of expression in political speech”, organised online by the University of Geneva, Global Studies Institute and the Council of Europe.

Ms Herdis Kjerulf Thorgeirsdottir intervened on the topic “The importance of freedom of political expression (of politicians and candidates in elections) for democracy from the viewpoint of the Venice Commission.