Félagafrelsi

Félagafrelsi

IMG_1515Á fundi í Varsjá með fulltrúum OSCE/ODIHR vegna undirbúnings alhliða leiðbeininga fyrir aðildarríki Evrópuráðs um lagasetningu á sviði félagafrelsis. (Sjá frétt hér). Fundurinn er haldinn í byggingu (Brühl-höllinni) sem var sprengd í loft upp í síðari heimsstyrjöldinni en endurreist í nákvæmlega saman barokkstílnum. Myndin er tekin í sal þar sem Chopin hélt sína fyrstu tónleika, þá barn að aldri. Hann yfirgaf Varsjá tvítugur  (rétt fyrir uppreisnina 1830) og kom þangað aldrei aftur. Hjarta hans var alltaf pólskt og sagt er að það sé grafið í Póllandi þótt útför hans hafi farið fram í París að viðstöddu fjölmenni.

http://www.osce.org/odihr/123316

 

 

Nýjar ógnir við friðhelgi einkalífs

Nýjar ógnir við friðhelgi einkalífs

BatumiFréttir á Ajara sjónvarpsstöðinni um ráðstefnu sem stjórnlagadómstóll Georgíu stóð fyrir 5. júlí um nýjar ógnir við friðhelgi einkalífs á netinu; vernd gagna o.fl. Þátttakendur voru m.a. dómarar við stjórnlagadómstóla frá Þýskalandi, ýmsum ríkjum austur Evrópu, Eystrasaltslöndunum, þingmenn, prófessorar og undirrituð af hálfu Feneyjanefndar Evrópuráðs.

http://www.venice.coe.int/webforms/events/?id=1887

Fundur í Evrópsku lagaakademíunni 17. maí

Fundur í Evrópsku lagaakademíunni 17. maí

Vinnufundur í Evrópsku lagaakademíunni (European Academy of Law/ ERA) í Trier, 17. maí. Evrópska lagaakademían er ein virtasta stofnun á sviði Evrópuréttar í Evrópu. Á vegum ERA eru haldin námskeið fyrir dómara, embættismenn, lögmenn og aðra sem þurfa á þekkingu á sviði Evrópuréttar að halda. Margir íslenskir embættismenn hafa sótt námskeið í ERA en stofnunin er staðsett í Trier í Þýskalandi. ERA er styrkt af Evrópusambandinu og aðildarríkjum þess. Herdís hefur setið í stjórn ERA (Board of Trustees)  frá 2012.

eraacademy era

 

Joaquim Barbosa forseti hæstaréttar Brasilíu 7. maí

Joaquim Barbosa forseti hæstaréttar Brasilíu 7. maí

Á fundi Feneyjanefndar og æðstu dómstóla í Suður-Ameríku í Ouro Preto í Brasilíu IMG_48637. maí s.l. var forseti hæstaréttar Brasilíu, Joaquim Barbosa með framsögu í panel sem ég stýrði. Umfjöllunarefnið var vernd efnahagslegra og félagslegra réttinda á tímum efnahagsþrenginga. Barbosa var kjörinn einn af 100 áhrifamestu mönnum heims af Time í fyrra (sjá hér). Hann er álitinn þjóðhetja í Brasilíu vegna einarðrar afstöðu sinnar til spillingar og áhrifa peningavalds í pólitík. Barbosa var dómari í stærsta pólitíska spillingarmáli sem komið hefur fyrir hæstarétt Brasilíu. Hann er oft nefndur sem næsti verðandi forseti Brasilíu.