Nú stendur yfir sýning í Hertogahöllinni (Palazzo Ducale) við Markúsartorg í Færeyjum á sögu og verkum Feneyjanefndar Evrópuráðsins. Sýningin “La Democarzia attraverso il Dritto. From the Serenissima Republic to the Venice Commission of the Council of Europe” var opnuð hinn 11. október sl í tilefni af 35 ára afmæli Feneyjanefndar.  Sýningin “Lýðræði með lögum. Frá friðsælasta lýðveldinu til Feneyjanefndar Evrópuráðsins” er í  einum sal Hertogahallarinnar, sem er meistaraverk í gotneskum arkitektúr, ein fegursta bygging heims og um aldir íverustaður hertoganna í Feneyjum, stjórnar feneyska lýðveldisins og fangelsi. Hölliin var reist árið 810 og endurbyggð oftsinnis síðan þá bæði í gotnskum stíl og endurreisnarstílnum og er nú safn um sögu og menningu Feneyja.

Sýningin stendur yfir til 6. janúar nk. Þessi einstaka sýning býður gestum í heillandi ferðalag um sögu lýðræðis og réttarríkisins — allt frá arfleifð hins friðsæla feneyska lýðveldis og er undir leiðsögn sérfræðinga Feneyjanefndar. Á sýningunni má sjá skjöl, gripi og fróðleik sem varpa ljósi á áratugi af þróun lýðræðis.

Á sýningunni hangir mynd, sem tekin var af fulltrúum í Feneyjanefnd árið 2003 en þá var Herdís Þorgeirsdóttir varafulltrúi af hálfu Íslands.

Sýningin er afrakstur samstarfs milli Feneyjanefndarinnar, skrifstofu Evrópuráðsins í Feneyjum,  ríkisskjalasafnsins í Feneyjum (Archivio di Stato di Venezia), safnasjóðsins Fondazione Musei Civici di Venezia (MUVE) og héraðsráðsins í Veneto (Consiglio Regionale del Veneto).