Eiríkur Guðmundsson 1969 – 2022

Eiríkur Guðmundsson 1969 – 2022

Ei­rík­ur Guðmunds­son leit á Dav­id Bowie, einn mesta tón­list­arsnill­ing 20. ald­ar­inn­ar, sem eins kon­ar sálu­fé­laga. Bowie var eng­in venju­leg popp­stjarna held­ur fjöl­hæf­ur listamaður, eig­in­lega nátt­úru­afl sem mótaði tíðarand­ann með víðtæk­um áhrif­um sín­um, langt út fyr­ir svið tón­list­ar­inn­ar. Hann var inn­blást­ur fyr­ir fólk á sviði lista, fræðimennsku, tísku og póli­tík­ur og fyr­ir hina jaðar­settu með „androgynous“ út­liti sínu og öll­um þeim öðrum sjálf­um sem hann notaði í list­sköp­un sinni. Skáld, hugsuður og and­lega leit­andi. Ei­rík­ur, út­varps­maður, fræðimaður, rit­höf­und­ur, næm­ur á fólk og skarp­greind­ur, tengdi við þessa af­burðasnjöllu ver­öld Bowies vits­muna­lega og til­finn­inga­lega.
Árið sem Ei­rík­ur fædd­ist var tíma­móta­verk Bowies, Space Oddity, frum­flutt á sama tíma og fyrsta geim­farið landaði mönn­um á tungl­inu. BBC bannaði spil­un lags­ins vegna text­ans um geim­far­ann Maj­or Tom, sem missti jarðsam­band og hvarf út í geim­inn – en það var spilað samt! Annað sjálf Bowies sem heillaði Ei­rík var Ziggy Star­dust, geim­ver­an sem notaði út­varp til að koma boðskap um von til mann­kyns and­spæn­is mikl­um ham­förum.
Ei­rík­ur var ekki pass­í­v­ur aðdá­andi Bowies, sem lýsti tón­smíðum við leit­ina að Guði. Held að leit­in að hinu and­lega og þráin eft­ir æðra rétt­læti hafi verið sá kjarni í list­sköp­un­inni sem gerði það að verk­um að Bowie, með öll­um sín­um öðrum sjálf­um, varð eins kon­ar annað sjálf Ei­ríks – sem út­varps- og fjöl­miðlamanns.
Með pistl­um sín­um í út­varpi kom hann við kaun­in á vald­höf­um og áhrifa­fólki. Af­leiðing­ar þess taka sinn toll. Ei­rík­ur var ekki vellauðug og heims­fræg rokk­stjarna sem gat ögrað sam­tím­an­um – held­ur starfsmaður á rík­is­stofn­un sem er hugs­an­lega á köfl­um hall­ari und­ir kerf­is­hugs­un en þau há­leitu mark­mið að vera vett­vang­ur lýðræðis­legr­ar umræðu og mis­mun­andi skoðana.
Það vakti ekk­ert annað fyr­ir Ei­ríki en að kalla eft­ir betra sam­fé­lagi – þannig dró hann upp ein­falda mynd af Bol­ung­ar­vík æsku sinn­ar, þar sem pabbi hans var kenn­ari, móðir hans ljós­móðir, út­gerðarmaður­inn í pláss­inu vel liðinn og bræður hans „allt góðir menn“.
Man fyrst eft­ir Ei­ríki haustið 1993 á rit­stjórn Heims­mynd­ar í Aðalstræti 4 þar sem hann stóð álengd­ar, dökk­hærður, fal­leg­ur, feim­inn og at­hug­ull. Í júní 2012 sendi hann mér skila­boð um að hann og mamma hans myndu koma á kosn­inga­skrif­stof­una á kjör­dag. Eng­in von um sig­ur en Ei­rík­ur áttaði sig á inn­taki fram­boðsins.
Viðbrögðin við ótíma­bær­um dauða Ei­ríks sýna hvað hann snerti marga per­sónu­lega með vel­vilja sín­um og að það munaði um rödd hans á hinum op­in­bera vett­vangi. Ei­rík­ur gaf og gaf af sjálf­um sér.
Í lagi Bowies Soul Love er fjallað um móður sem syrg­ir son er féll í stríði. Við móður Ei­ríks lang­ar mig að segja: Son­ur þinn var hug­rakk­ur og færði per­sónu­leg­ar fórn­ir fyr­ir hug­sjón sína um betri heim – en kveik­ur­inn sem stjórnaði brun­an­um í lífs­kert­inu hans var á marg­föld­um hraða.
Við Kol­bein Orfeus lang­ar mig að segja: Nafnið sem hann gaf þér fel­ur í sér þá von að fram­ferði þitt í líf­inu verði svo fag­urt að þú hríf­ir aðra með þér.
Við Vöku, bræður hans og þau sem elskuðu hann vitna ég í ný­leg skila­boð frá Ei­ríki með ljóðlínu Jónas­ar Hall­gríms­son­ar: Andi Guðs á mig andi, ugg­laust mun ég þá hugg­ast.
Kveð Ei­rík, vin minn, með orðum Bowies til Maj­or Tom áður en geim­ferðin hefst: Megi kær­leik­ur Guðs um­vefja þig.
Her­dís Kjerulf Þor­geirs­dótt­ir.
Andlát góðs félaga í Feneyjanefnd

Andlát góðs félaga í Feneyjanefnd

Í dag  barst sú harmafregn frá Vilnius að fyrrum fulltrúi í Feneyjanefndinni og dómari við stjórnlagadómstól Litháen, Gediminas Mesonis væri látinn. Hann var  fæddur í Vilnius 9. nóvember 1968. Hann varð doktor í lögum árið 2000 en áður en hann lagði stund á lögfræði lærði hann efnafræði.

Félagar í Feneyjanefnd eru harmi slegnir vegna sviplegt fráfalls óvenju greinds og góðs manns. Hann var sérfræðingur í stjórnskipunarrétti. Á vettvangi Feneyjanefndar vann aðallega að málum tengdum félagafrelsi í austur Evrópu og dómstólum í löndum Mið-Asíu.

Persónulega minnist ég einstaklega góðs og glaðværs manns með mikla kýmnigáfu . Mér er það ógleymanlegt þegar við ræddum tilurð máls sem síðar fór fyrir Mannréttindadómstól Evrópu varðandi auglýsingu þar sem sjálfur Jesús Kristur var í gallabuxum (Sekmadienis Ltd. v. Lithuania). Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að litháísk stjórnvöld hefðu gerst brotleg við 10. grein Mannréttindasáttmála Evrópu með því að skerða tjáningarfrelsi fyrirtækis sem notaði auglýsingar sem sýndu trúarlegar persónur eins og Jesú Krist í gallabuxum. Litháískir dómstólar töldu sig vera að verja rétt trúaðra sem gengi í þessu tilviki framar tjáningarfrelsi auglýsanda.

Sjálfur hafði hann húmor fyrir þessu máli og ég heyri enn hláturinn þegar við ræddum um það. Enda var hann maður sem virtist ekki taka sig eða aðra of hátíðlega.

Sorglegt þegar gott fólk fer of snemma.

https://www.venice.coe.int/webforms/events/?id=3370

Varhugaverð fjölmiðlalög í Azerbaijan

Varhugaverð fjölmiðlalög í Azerbaijan

Talaði fyrir áliti á Feneyjanefndarfundi um ný fjölmiðlalög í Azerbaijan sem þrengja verulega að frelsi blaðamanna, bloggara og sjálfstæði fjölmiðla. Í ofanálag við lög sem þegar hafa verið sett er fjölmiðlum gert ókleift að sinna hlutverki sínu sem varðhundur almennings.
Nýju lögin fara gegn evróhttps://www.coe.int/…/-/venice-commission-plenary-underwaypskum viðmiðum um tjáningarfrelsi og leggur Feneyjanefnd til að þeim verði ekki hrundið í framkvæmd. Álitið var samþykkt einróma.

https://www.coe.int/en/web/freedom-expression/-/joint-opinion-of-the-venice-commission-and-dgi-on-law-on-media-of-azerbaijan-adopted

 

 

Tónsmíðar við Essex Serpent

Tónsmíðar við Essex Serpent

Tónskáldin Herdís Stefánsdóttir og Dustin O’Halloran hafa samið tónlistina við nýja þáttaseríu á Apple TV – The Essex Serpent sem byggir á verðlaunaskáldsögu Sarah Perry en í aðalhlutverkum eru Tom Hiddleston og Claire Danes. Sagan gerist á síðari hluta Viktoríutímans í litlu sjávarplássi á Englandi þar sem fólk hefur orðið vart við ógnvænlegan orm (líkt og Lagarfljótsorminn) eftir að steingervingar komu í ljós við jarðskjálfta. Tom Hiddleston leikur þorpsprestinn en Claire Danes er steingervingafræðingur, ekkja sem kemur frá London til að rannsaka fyrirbærið. Herdís og Dustin hafa hlotið lof gagnrýnenda fyrir tónlistina.

Munur á hatursorðræðu og öflugri pólitískri umræðu

Munur á hatursorðræðu og öflugri pólitískri umræðu

Viðtal í Vísi um hatursorðræðu í tilefni af fréttaumfjöllun síðustu daga.

 

Hatursorðræða er tilfinningaþrungið hugtak og ekki til almenn, viðtekin skilgreining á því í alþjóðalögum. Það verður að túlka hugtakið hatursorðræðu mjög þröngt og gera greinarmun á því hvað flokkast undir öfluga pólitíska umræðu og hatursorðræðu, sem er til þess falin að leiða til ofbeldis gagnvart þeim sem hún beinist að, oft jaðarsettum hópum sem eiga undir högg að sækja. Slík hatursorðræða nýtur ekki verndar tjáningarfrelsis. Mörk tjáningarfrelsis í pólitískri umræðu eru hins vegar mjög víð.

Öflug pólitísk umræða er forsenda þess að lýðræðislegt samfélag þrífist og slík umræða nýtur sérstakrar verndar í þágu lýðræðis og þroska hvers einstaklings. Stjórnvöldum ber að tryggja þetta frelsi og eingöngu setja því skorður með lögum sem þjóna lögmætum markmiðum og brýna nauðsyn ber til í lýðræðislegu samfélagi.

Vernd tjáningarfrelsis nær ekki eingöngu til upplýsinga og skoðana sem njóta velþóknunar heldur einnig til þeirra sem móðga, misbjóða og hneyksla fólk því lýðræðið byggir á víðsýni og umburðarlyndi og að margvíslegar skoðanir fái að heyrast. Tjáningarfrelsið snýst ekki eingöngu um rétt fólks til að tjá sig heldur einnig um rétt almennings til að móttaka alls konar skoðanir og upplýsingar.

Fólk verður að geta tjáð sig um pólitísk málefni án ótta við valdhafa og þeir síðarnefndu verða að þola harðvítuga gagnrýni um störf sín. Pólitíkusar eru útsettir fyrir hatrammar árásir, ekki síst á samfélagsmiðlum. Telji þeir vegið að æru sinni verður að skoða ummælin út frá hagsmunum almennings um opna umræðu um pólitík. Það er varasamt að ásaka fólk um hatursorðræðu og fæla það þannig frá  þátttöku í pólitískri umræðu. Valdhafar geta lent í vandræðum verði þeir uppvísir að eða ásakaðir um hatursorðræðu – en það kann hins vegar að vera erfitt fyrir þá sem eru við völd að saka umbjóðendur eða almenning um hatursorðræðu í sinn garð. Þorgeir Þorgeirsson rithöfundur hlaut fyrir nokkrum áratugum dóm fyrir skrif sín um meint lögregluofbeldi og fór með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Hann hafði fengið dóm fyrir skrif sín um meint lögregluofbeldi þar sem hann kallaði lögreglumenn ,,óðar skepnur í einkennisbúningum“, rudda og sadista sem væru að fá útrás fyrir afbrigðilegar hneigðir.

Mannréttindadómstóllinn taldi að íslensk stjórnvöld hefðu brotið á rétti rithöfundarins til tjáningar því sakfellingin hefði verið til þess fallin að fæla frá opinni umræðu um mikilvæg mál sem varða almenning. Þannig þurftu venjulegir lögreglumenn sem áttu enga aðkomu að málinu, sem Þorgeir fjallaði um, að sætta sig við gífuryrði um starfsstétt sína sem margir í dag myndu krefjast að væri flokkað undir hatursorðræðu.  Stjórnmálamenn, embættismenn, aðrir opinberir starfsmenn, stórfyrirtæki og aðrir sem hafa með ákvörðunum sínum áhrif á almannahag, þurfa að þola harkalega gagnrýni um störf sín í þágu opinnar pólitískrar umræðu.