Voice of America tók viðtal við mig Herdísi Kjerulf Þorgeirsdóttur venga áforma tyrkneskra stjórnvalda um að gera dreifingu falsfrétta refsiverðar. Málið hefur vakið alþjóðlega athygli. Stjórnarandstaðan í Tyrklandi, mannréttindasamtök og blaðamenn hafa gagnrýnt þessi áform. Feneyjanefndin sendi frá sér álit að beiðni þings Evrópuráðsins og í meðfylgjandi grein má finna svör mín við afleiðingum þess verði þetta ákvæði að lögum. Bendi einnig á að réttlæting tyrkneskra stjórnvalda sem vísa í lög um ,,falsfréttir” í ýmsum Evrópuríkjum standist ekki. Tyrknesk stjórnvöld hafa stöðugt þrengt að tjáningarfrelsi í landinu; blaðamenn hafa verið fangelsaðir unnvörpum og almenn sjálfs-ritskoðun stendur öflugum skoðanaskiptum fyrir þrifum. Framundan í landinu eru þing- og forsetakosningar.

Sjá hér: