Ný skýrsla Evrópuráðs: Hriktir í stoðum lýðræðis, réttarríkis og mannréttinda . .

Ný skýrsla Evrópuráðs: Hriktir í stoðum lýðræðis, réttarríkis og mannréttinda . .

kiev riotsÍ nýrri skýrslu á vegum Evrópuráðs er lýst yfir mikilum áhyggjum af stöðu mannréttinda, réttarríkis og lýðræðis í aðildarríkjum Evrópuráðsins, sem eru alls 47 talsins.  Í aðfararorðum skýrslunnar segir Thorbjörn Jagland, aðalframkvæmdastjóri Evrópuráðsins, að staðan hafi ekki verið eins ógnvekjandi í marga áratugi – hvað varðar grunngildi samfélagssáttmála þessara ríkja. Bent er á að alvarleg mannréttindabrot megi rekja til víðtækrar spillingar, til þess að menn eru ekki sóttir til saka, refsileysis, mansals, aukinna fordóma, ofsókna og mismununar. Efnhagskrísan og vaxandi ójöfnuður eru álitin veruleg ógn við grunnstoðir lýðræðisríkja,  sem vilja teljast réttarríki þar sem mannréttindi eru virt.

Hér er skýrslan.

 

Fundur um málefni Suður-Ameríku

Fundur um málefni Suður-Ameríku

oure pretoFundur nefndar um málefni Suður-Ameríku og alþjóðlegur vinnufundur um hlutverk dómstóla í að standa vörð um efnhagsleg og félagsleg réttindi á tímum efnhagsþrenginga verður haldinn í bænum Ouro Preto í Minas Gerais-fylki í suðaustur Brasilíu í byrjun maí (höfuðborg fylkisins er  Beló Horizonte). Varaforseti Feneyjanefndar, Herdís Þorgeirsdóttir stýrir umræðum í fyrsta panel á fundinum mánudaginn 5. maí og verður jafnframt með fyrirlestur um efnahagsleg- og félagsleg réttindi barna í lok fundar á þriðjudeginum.

Kynning á áliti um ítalska meiðyrðalöggjöf 8. apríl

Kynning á áliti um ítalska meiðyrðalöggjöf 8. apríl

Var falið sem varaforseta Feneyjanefndar að kynna tillögur nefndarinnar varðandi ítalska meiðyrðalöggjöf fyrir fjölmiðlanefnd þings Evrópuráðsins hinn 8. apríl s.l. Tillögurnar voru settar fram í áliti sem undirrituð vann að ásamt fleiri fulltrúum Feneyjanefndar og samþykkt var á aðalfundi í desember s.l. Þá kynnti undirrituð einnig rannsókn Feneyjanefndar á réttindum barna í stjórnarskrám aðildarríkja Evrópuráðs fyrir annarri nefnd Evrópuráðsþingsins á sama degi. Þessi rannsókn gengur út frá réttindum barna samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Að þeirri rannsókn vann undirrituð ásamt fleirum, þ.á m. utanaðkomandi sérfræðingum.

(Ms Herdis Thorgeirsdottir, Vice-President of the Venice Commission, presents the recommendations of the Commission’s opinion on the defamation legislation of Italy to the Committee on Culture, Science, Education and Medias of the PACE. She notably speaks to the Sub-Commission on Media and Information.

Ms Herdis Thorgeirsdottir, Vice-President of the Venice Commission, presents the conclusions of the study on “The Protection of Children’s rights : International Standards and Domestic Constitutions” to the Committee on Social Affairs, Health and Sustainable Development of the PACE.

herdis