oure pretoFundur nefndar um málefni Suður-Ameríku og alþjóðlegur vinnufundur um hlutverk dómstóla í að standa vörð um efnhagsleg og félagsleg réttindi á tímum efnhagsþrenginga verður haldinn í bænum Ouro Preto í Minas Gerais-fylki í suðaustur Brasilíu í byrjun maí (höfuðborg fylkisins er  Beló Horizonte). Varaforseti Feneyjanefndar, Herdís Þorgeirsdóttir stýrir umræðum í fyrsta panel á fundinum mánudaginn 5. maí og verður jafnframt með fyrirlestur um efnahagsleg- og félagsleg réttindi barna í lok fundar á þriðjudeginum.