Verndum Internetið

Verndum Internetið

Internetið (veraldarvefurinn) er eign okkar allra. Fjarskiptayfirvöld í Bandaríkjunum (FCC) munu hafa uppi áform um að varpa reglum um svonefnt nethlutleysi (net neutrality) fyrir róða. Samskipti sem fara um internetið sendast á milli staða í gegnum netbúnað internetfyrirtækja (e. internet service provider, skammstafað ISP). Þessi netbúnaður er eins konar æðakerfi internetsins og sér hann um að senda alla umferð á milli notenda á sinn stað. Núgildandi reglur í Bandaríkjunum skylda internetfyrirtæki til að þess að tryggja jafnan aðgang allra að efni á internetinu og í því felst net-hlutleysið. Ef slakað er á þessum reglum fá stórfyrirtæki á fjarskiptamarkaði völd til að beina umferð notenda internetsins í þann farveg sem þjónar þeirra hagsmunum.

Þetta er stórhættuleg þróun fyrir borgara í lýðræðislegu samfélagi. Völd stórfyrirtækja og alþjóðlegs fjármagns eru nú þegar yfirgengileg. Því  skýtur það skökku við að á sama tíma og áform eru uppi um að varpa nethlutleysi fyrir róða eru bandarísk stjórnvöld að reyna að koma  í veg fyrir samruna AT&T og Time Warner, einmitt í þeim tilgangi að koma í veg fyrir einokun  á fjölmiðlamarkaði.

Internetið á að vera galopið og aðgengilegt öllum. Rúmlegar þrír milljarðar jarðarbúa reiða sig á notkun þess. Stórfyrirtæki eiga ekki að vera í hlutverki dyravarða sem hafa þá hagsmuni helsta að vinna neytendur á band auglýsenda en hundsa mikilvægi þess að borgarar geti átt samskipti á netinu og ekki síst til að eiga í lýðræðislegum skoðanaskiptum. Ef nethlutleysi  er afnumið fá þessi internetfyrirtæki að stjórna umferðahraðanum um netið í þágu fárra stórra aðila og útiloka t.d. öndverðar skoðanir og eðlileg skoðanaskipti.

Segja má að sigur hafi unnist í þágu nethlutleysis í aðildarríkjum Evrópusambandsins þrátt fyrir tilraunir fjarskiptafyrirtækja til að ná sínu fram. BEREC (Body of European Regulators for Electronic Communications), samstarfsvettvangur evrópskra eftirlitsstofnana á sviði fjarskipta sendi frá sér í ágúst 2016  leiðbeiningarreglur um það hvernig hrinda eigi reglugerð um nethlutleysi í framkvæmd, sem samþykkt hafði verið  í apríl 2016. Búið er að taka reglugerðina upp í EES-samninginn og mun hún taka gildi hér þegar Alþingi hefur gert viðeigandi breytingar á lögum um fjarskipti.

Markmið reglnanna  er að skylda internetfyrirtæki að stjórna umferð um netið á grundvelli jafnræðis og hampa engum umfram annan. Talsmenn nethlutleysis voru fljótir að átta sig á því að stórfyrirtæki á fjarskiptamarkaði  höfðu verið með fingurna í samningu reglugerðarinnar þar sem ákvæði voru óskýrt orðuð og buðu hættunni á misnotkun heim. Þessi ákvæði voru útfærð með nýju leiðbeiningarreglunum og því fullyrða helstu talsmenn nethlutleysis á þingi Evrópusambandsins að með þessu móti hafi sigur unnist í baráttunni við stórfyrirtæki á fjarskiptamarkaði sem höfðu beitt miklu fjármagni í hefðbundinn lobbýisma til að ná fram sínum hagsmunum.

Einn af helstu baráttumönnum fyrir nethlutleysi er sir Tim Berners Lee, sem fann upp veraldarvefinn. Hann hvatti almenning í Evrópu í opnu bréfi sem hann skrifaði ásamt tveimur lagaprófessorum í fyrra að berjast fyrir opnu interneti og koma í veg fyrir að stórfyrirtæki kæmu upp hraðbrautum á internetinu; banna  ætti ,,zero-rating”, þ.e. þegar þessir örfáu risar á fjarskipamarkaði geta krafið ný fyrirtæki um að greiða aðgangseyri  til að tryggja aðgang að efni þeirra með sama hraða og annarra sem fyrir eru (mjög erfitt fyrir sprota fyrirtæki og lítil fyrirtæki sem reiða sig á netið); koma í veg fyrir mismunun og vernda jafnt aðgengi allra að internetinu.

Internetið hefur gerbreytt heiminum og opnaði almenningi nýja leið til áhrifa. Sá hinn sami almenningur er einn fær um að standa vörð um að þessi vettvangur sé áfram opinn í allra þágu.

 

 

Strengjabrúður halda kosningar

Strengjabrúður halda kosningar

Á safni í Jerevan, höfuðborg Armeníu,  með listaverkum rússnesk/armenska listamannsins og kvikmyndaleikstjórans Sergei Parajanov (1924-1990) hangir klippimynd sem ber heitið ,,Strengjabrúður halda kosningar”.  Á safninu eru um 600 listaverk, klippimyndir o.fl., myndir í þrívídd,  munir af heimili hans, ljósmyndir og aðrar menjar um merkilegt líf þessa listamanns sem hafði hugrekki til fara gegn kerfinu í listsköpun sinni. Myndin ,,Strengjabrúður halda kosningar” er frá Sovét-tímanum en á ekki síður við í nútímanum. Þarna er bent á hvernig önnur öfl halda um taumana en strengjabrúður sem standa kjósendum til boða í kjörklefanum. Sergei Parajanavo var með sinn eiginn sérstaka stíl sem kvikmyndaleikstjóri og féllu hugmyndir hans ekki í geð valdhafa Sovétríkjanna sem voru stífir á því hvernig ríkjandi hugmyndafræði skyldi útfærð. Kvikmyndir hans sem hlutu alþjóðlega frægð voru bannaðar í Sovétríkjunum um langt árabil og yfirvöld fundu leið til að rógbera hann, úthúða  honum og loks koma honum í fangelsi á grundvelli ákæra  um nauðgun, samkynhneigð og fyrir mútuþægni. Hann var fyrst ákærður fyrir samkynhneigð 1948 sem var refsivert athæfi í Sovétríkjunum og dæmdur í 5 ára fangelsi. Margir voru tilbúnar að vitna gegn honum af ótta við yfirvöld. Margir vissu þó að hér var um pólitískar ofsóknar að ræða gegn manni sem þorði að sýna andóf gegn kerfinu. Þegar hann var á ný dæmdur í fangelsi 1973 var hann orðinn alþjóðlega þekktur fyrir kvikmyndir sínar og heimsfrægir listamenn reyndu að koma honum til varnar, þ.á m. Federico Fellini, Andrey Tarkovsky, Yves Saint Lauren, Francoise Sagan, Jean-Luc Godar, Luis Bunuel o.fl.

Í fangelsinu vann hann sleitulaust við list sína, notaði allt tiltækt efni, glerbrot úr ruslinu, sælgætisbréf, klippur úr dagblöðum, gamlar brúður, kaffikönnur og hvað sem til féll. Fangaverðirnir reyndu að koma í veg fyrir að hann gæti týnt rusl til að búa til ný og ný listaverk en skilaboð komu úr efri lögum kerfisins að hér væru mikilir listrænir hæfileikar á ferð sem ekki mætti alfarið stoppa. Afstaða hans var sú að eina leiðin til að mæta harðræði, ranglæti, upplognum sökum og sjúklegum tilburðum þeirra sem kæfa vildu andóf væri kærleikur og sköpunargleði. Parajanov sat í fangelsi árum saman og hann var persona non grata í Sovétríkjunum á milli þess sem hann var laus úr fangelsi, sem voru vinnubúðir í Síberíu. Þegar hann lést árið 1990 höfðu kvikmyndir hans hlotið margvísleg verðlaun á  alþjóðlegum kvikmyndahátíðum. Hann komst á eina þeirra en hafði að sjálfsögðu engin efni til að kaupa sér smóking sem var skylduklæðnaður gesta á hátíðinni. Hann mætti þar í sínum fátæklegu fötum en límdi miða á jakkaboðunginn þar sem stóð “No smoking”.

Þegar hann lést úr lungnakrabba árið 1990 sendu aðrir kvikmyndaleikstjórar og frægt listafólk þau skilaboð til yfirvalda í Sovétríkunum að “heimurinn hefði glatað af töframanni”.

 

Blaðamenn í eingangrunarvist í Tyrklandi

Blaðamenn í eingangrunarvist í Tyrklandi

Screen Shot 2017-03-23 at 11.57.42Tugir tyrkneskra blaðamanna búa við algera martröð í linnulausum ofsóknum gegn þeim fyrir skrif þeirra. Þeir hafa verið hnepptir í varðhald án þess að vita hverjar sakir eru bornar á þá, eru jafnvel í einangrun og sæta misþyrminum, allt í þeirri viðleitni stjórnvalda að halda sínu striki. Tyrkland er komið í fremstu röð ríkja sem halda úti ofsóknum gegn fjölmiðlum. Frá þessu skýrir breska blaðið Guardian í dag en fyrr í mánuðinum samþykkti Feneyjanefnd Evrópuráðsins álit sitt á því hvernig þessi meðferð á blaðamönnum og lokanir á fjölmðlum í landinu í kjölfar þess að neyðarástandi var lýst yfir um miðjan júlí s.l. samræmist ekki alþjóðalögum.

 

blaðamenn í einangrun

Rithöfundurinn Ahmet Altan var hnepptur í gæsluvarðhald eftir að neyðarlög voru sett og bróðir hans Mehmet Altan, bíður eftir því að réttað verði yfir honum fyrir gagnrýnin skrif um stjórnvöld.

Í viðtölum við Guardian staðfesta blaðamenn og rithöfundar hrylling sem þeir búa margir við. Rithöfundurinn Ash Erdogan (ekkert skyldur Recep Gayyip Erdogan forseta Tyrklands) var haldið í fimm daga einangrun eftir að hafa verið  hnepptur í varðhald sem hann er nýlega sloppinn úr segist hafa verið brotinn niður á ótal vegu sem erfitt sé að sjá fyrir.

Árásum stjórnvalda á fjölmiðla (190 fjölmiðlafyrirtækjum lokað fyrirvaralaust á grundvelli neyðarlaga) linnir síst nú í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu hinn 16. apríl n.k. Þar er stefnt að ýmsum breytingum á stjórnarskrá landsins sem munu gerbylta stjórnkerfinu og auka völd forseta í þá veru að hann verður næstum einráður. Í þessu andrúmslofti ætla stjórnvöld að sjá til þess að engin gagnrýni þrífist. Fjölmiðlar eru beittir fjárhagslegum þrýstingi; auglýsendur þora hvorki né vilja auglýsa í fjölmiðlum sem efna til gagnrýninnar umræðu. Þrýst er á eigendur fjölmiðla að losa sig við blaðamenn sem eru gagnrýnir í fréttaflutningi.

blaðamennÞað eru ekki eingöngu blaðamenn sem sæta ofsóknum í landinu heldur einnig opinberir starfsmenn, háskólakennarar og dómarar. Réttarríkið hefur verið tekið úr sambandi, blaðamönnum er hótað og fælingaráhrif þeirra aðgerða sem hafa verið við lýði lengi eru að lama allan vísi að opinni umræðu í landinu.

Screen Shot 2017-03-23 at 11.27.20Þegar þögnin og óttinn breiða úr sér leysast myrkraöflin úr læðingi og fara sínu fram.

Tyrkland á tímamótum

Tyrkland á tímamótum

Screen Shot 2017-03-16 at 13.16.19Tyrkland stendur á tímamótum, segir Herdís Kjerúlf Þorgeirsdóttir, varaforseti Feneyjanefndarinnar. Erdogan forseti hafi náð þvílíkum tökum á stjórnkerfinu að hugsanlega verði ekki aftur snúið. Ef þjóðaratkvæðagreiðslan fari á þann veg að Erdogan fái stóraukin völd sé það náðarhögg fyrir lýðræðið í landinu og réttarríkið. Herdís var gestur Morgunvaktarinnar á Rás 1.

Sagt var frá því í fréttum að stuðningsmenn Erdogans Tyrklandsforseta hafi brotist inn á síður alþjóðlegra mannréttindasamtaka, stórra fjölmiðla og ýmissa frægra manna á samfélagmiðlinum Twitter og komið þar fyrir slagorðum, þar sem stjórnvöld í Þýskalandi og Hollandi eru fordæmd. Við er tengt myndband af Erdogan forseta og vísað til 16. apríl, þegar þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram í Tyrklandi um hvort auka eigi völd forsetans.

Erdogan er viðkvæmur fyrir gagnrýni. Það sannaðist m.a. þegar Feneyjanefndin kynnti þá niðurstöðu sína að með fyrirhuguðum breytingum á stjórnarskrá landsins fjarlægðust Tyrkir grundvallarreglur lýðræðis og réttarríkis. Jafnframt að aðgerðir gegn fjölmiðlum og blaðamönnum á grundvelli neyðarlaganna, sem sett voru í kjölfar misheppnaðs valdaráns í júlí 2016, færu gegn alþjóðalögum. Feneyjanefndin er ráðgjafarnefnd Evrópuráðsins um stjórnskipunarmál – og hefur starfað frá því eftir að múrinn féll og lýðræðisþróun hófst í Austur-Evrópu. Fyrir þessu áliti Feneyjanefndarinnar talaði varaforseti nefndarinnar Herdís Kjerúlf Þorgeirsdóttir, lögmaður. Hún var gestur Morgunvaktarinnar á Rás 1.

Feneyjanefndin
 Mynd: Feneyjanefndin  –  Morgunvaktin
Herdís Kjerúlf Þorgeirsdóttir

Erdogan náð tökum á stjórnkerfinu

Herdís segir að Tyrkland standi á tímamótum, þó í landinu hafi ekki ríkt stöðugleiki á síðustu áratugum. Herinn hafi oft hrifsað til sín völdin. En Erdogan forseti hafi nú náð þvílíkum tökum á stjórnkerfinu að hugsanlega verði ekki aftur snúið. Ef þjóðaratkvæðagreiðslan fer á þann veg að Erdogan fái stóraukin völd sé það náðarhögg fyrir lýðræðið í landinu og réttarríkið.

„Það er í raun og veru uggvænlegt að það sé unnt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um gagngerar breytingar á stjórnarskrá landsins. Allt innbyrðis valdajafnvægi er fellt burtu. Forsetinn fær í raun alræðisvald.“

Það sé í raun sé óhugsandi að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu um jafn miklar breytingar á sama tíma og neyðarlög gilda í landinu. Frá því neyðarlögin voru sett á í fyrrasumar hafi Erdogan gefið út 21 neyðartilskipun, sem öðlast lagagildi án tilkomu þingsins.

„Hann er í raun búinn að hneppa allt þjóðfélagið í gíslingu. Þetta er gagnger breyting á stjórnkerfi landsins.“

„Það er búið að lama réttarkerfið“

Herdís Kjerúlf Þorgeirsdóttir lýsti því á Morgunvaktinni hvernig Erdogan hefur beitt sér gegn fjölmiðlum í landinu, hvernig málfrelsi hefur í raun verið afnumið og eignir verið gerðar upptækar. Ekki sé hægt að skáka áfram í skjóli meintrar ógnar sem birtist í valdaráninu. Nærri tvöhundruð fjölmiðlafyrirtækjum í Tyrklandi hefur verið lokað fyrirvaralaust án rökstuttra ásakana og hundruð blaðamanna hafa verið fangelsaðir. „Það liggur ekki fyrir neinn dómsúrskurður. Dómstólar hafa ekki staðreynt ásakanirnar. Það er búið að lama réttarkerfið. Búið að brjóta reglur um réttláta málmeðferð. Menn vita ekkert hvaða sakir eru á þá bornar. Þeir hafa ekki hugmynd um það, eru bara hnepptir í gæsluvarðhald.“ En áfram vill Feneyjanefndin reyna að hafa áhrif á tyrknesk stjórnvöld. Herdís segir mikilvægt að halda samtali áfram, en ekki einangra Tyrki frá alþjóðasamfélaginu.

„Ég hef áhyggjur hvernig allt stefnir. Þetta hangir allt saman. Ef Tyrkir fara á vondan stað, þá hefur það víðtæk áhrif. Þetta kemur okkur við. Þetta skiptir okkur máli. Það eru gífurlegir hernaðarlegir, pólitískir, landfræðilegir hagsmunir, sem eru í húfi. En frá mínum sjónarhóli, þá eru það mannréttindin sem mestu skipta, hið almenna stjórnarfar í landinu. Ef þeir hverfa frá lýðræðinu í landinu, þá er ekki eingöngu Tyrkland í hættu.“

Hvarf Birnu hefur heltekið heila þjóð

Hvarf Birnu hefur heltekið heila þjóð

Screen Shot 2017-01-22 at 07.15.39Fjölmiðlar hafa þeirri skyldu að gegna að upplýsa almenning og miðla áfram upplýsingum um mál sem hann varða. Almenningur á rétt á slíkum upplýsingum. Oft svíður undan þeim, umfjöllun getur verið óvönduð en fréttir eru forgengilegar og þegar mikið er í húfi er ekki hægt að álasa fjölmiðlum þótt þeir fari stundum yfir strikið. Hvarf Birnu Brjánsdóttur hefur heltekið okkar fámennu þjóð. Þessi unga, góðlega og varnarlausa stúlka hefur verið í huga okkar flestra frá því að hún hvarf sporlaust s.l. laugardag. Við bíðum í ofvæni eftir fréttum og höldum í vonina í lengstu lög.
Framganga lögreglu hefur verið til fyrirmyndar; björgunarsveitirnar bregðast aldrei, almenningur hefur staðið vaktina m.a. á samfélagsmiðlum og móðir Birnu, Sigurlaug Hreinsdóttir, hefur staðið sig eins og hetja frá því hún sté fram og kallaði eftir aukinni aðstoð vegna hvarfsins.
Mín tilfinning er sú að allir hafi reynt að gera sitt besta.

Ógnir við stjórnskipulegt réttlæti í fyrrum alræðisríkum

Ógnir við stjórnskipulegt réttlæti í fyrrum alræðisríkum

Meðfylgjandi er framsaga sem flutt var á alþjóðlegri ráðstefnu í Batumi í Georgíu um stjórnskipulegt réttlæti í fyrrum alræðisríkum kommúnismans þar sem stjórnlagadómstólar eiga víða undir högg að sækja og þar sem dómarar eru skipaðir á grundvelli pólitísks þýlyndis.

Sjá hér:

cdl-ju2016014-e

Meðfylgjandi myndir eru frá ráðstefnunni þar seconstitutional-court-georgiam forseti Georgía tilkynnti um nýjar skipanir dómara við dómstólinn. Sjá hér.

herdis-og-andras-sajo-sept-2016

András Sajó varaforseti Mannréttindadómstóls Evrópu til hægri á myndinni.

 

 

herdis-og-giorgi-papuschvili-sept-2013-2

Fyrir miðri mynd er Giorgi Papuschvili forseti stjórnlagadómstóls Georgíu. Á síðasta ári sínu í embætti sakaði hann stjórnvöld um óeðlileg afskipti af störfum dómstólsins.