Screen Shot 2017-03-23 at 11.57.42Tugir tyrkneskra blaðamanna búa við algera martröð í linnulausum ofsóknum gegn þeim fyrir skrif þeirra. Þeir hafa verið hnepptir í varðhald án þess að vita hverjar sakir eru bornar á þá, eru jafnvel í einangrun og sæta misþyrminum, allt í þeirri viðleitni stjórnvalda að halda sínu striki. Tyrkland er komið í fremstu röð ríkja sem halda úti ofsóknum gegn fjölmiðlum. Frá þessu skýrir breska blaðið Guardian í dag en fyrr í mánuðinum samþykkti Feneyjanefnd Evrópuráðsins álit sitt á því hvernig þessi meðferð á blaðamönnum og lokanir á fjölmðlum í landinu í kjölfar þess að neyðarástandi var lýst yfir um miðjan júlí s.l. samræmist ekki alþjóðalögum.

 

blaðamenn í einangrun

Rithöfundurinn Ahmet Altan var hnepptur í gæsluvarðhald eftir að neyðarlög voru sett og bróðir hans Mehmet Altan, bíður eftir því að réttað verði yfir honum fyrir gagnrýnin skrif um stjórnvöld.

Í viðtölum við Guardian staðfesta blaðamenn og rithöfundar hrylling sem þeir búa margir við. Rithöfundurinn Ash Erdogan (ekkert skyldur Recep Gayyip Erdogan forseta Tyrklands) var haldið í fimm daga einangrun eftir að hafa verið  hnepptur í varðhald sem hann er nýlega sloppinn úr segist hafa verið brotinn niður á ótal vegu sem erfitt sé að sjá fyrir.

Árásum stjórnvalda á fjölmiðla (190 fjölmiðlafyrirtækjum lokað fyrirvaralaust á grundvelli neyðarlaga) linnir síst nú í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu hinn 16. apríl n.k. Þar er stefnt að ýmsum breytingum á stjórnarskrá landsins sem munu gerbylta stjórnkerfinu og auka völd forseta í þá veru að hann verður næstum einráður. Í þessu andrúmslofti ætla stjórnvöld að sjá til þess að engin gagnrýni þrífist. Fjölmiðlar eru beittir fjárhagslegum þrýstingi; auglýsendur þora hvorki né vilja auglýsa í fjölmiðlum sem efna til gagnrýninnar umræðu. Þrýst er á eigendur fjölmiðla að losa sig við blaðamenn sem eru gagnrýnir í fréttaflutningi.

blaðamennÞað eru ekki eingöngu blaðamenn sem sæta ofsóknum í landinu heldur einnig opinberir starfsmenn, háskólakennarar og dómarar. Réttarríkið hefur verið tekið úr sambandi, blaðamönnum er hótað og fælingaráhrif þeirra aðgerða sem hafa verið við lýði lengi eru að lama allan vísi að opinni umræðu í landinu.

Screen Shot 2017-03-23 at 11.27.20Þegar þögnin og óttinn breiða úr sér leysast myrkraöflin úr læðingi og fara sínu fram.