Herdís meðal umsækjenda

Herdís meðal umsækjenda

Frétt Morgunblaðsins hinn 11. desember 2019.

Herdis fyrir utan RÚV í Efstaleiti 2012 (ljósmynd Mbl. Eggert Jóhannesson).

Her­dís Kjerulf Þor­geirs­dótt­ir er meðal þeirra sem sóttu um starf út­varps­stjóra. Rík­is­út­varpið til­kynnti í gær að 41 hefði sótt um stöðuna. Her­dís staðfest­ir þetta í sam­tali við mbl.is.

Her­dís er doktor í lög­um með tján­ing­ar­frelsi fjöl­miðla sem sér­svið. Hún er einnig menntaður stjórn­mála­fræðing­ur með fram­halds­mennt­un frá Banda­ríkj­un­um. Her­dís er fyrr­ver­andi laga­pró­fess­or, með rétt­indi til að starfa sem héraðsdóms­lögmaður.

Hún er sér­fræðing­ur á sviði vinnu­rétt­ar og jafn­rétt­is­mála fyr­ir Evr­ópu­sam­bandið og hef­ur kom­ist til æðstu met­orða í Fen­eyja­nefnd Evr­ópuráðsins sem er nefnd lög­spek­inga í stjórn­skip­un og mann­rétt­ind­um. Her­dís var fyrsti rit­stjóri Mann­lífs og síðan út­gef­andi og rit­stjóri Heims­mynd­ar.

Svan­hild­ur Hólm Vals­dótt­ir, aðstoðarmaður fjár­mála- og efna­hags­ráðherra og fjöl­miðlakona, er einnig meðal um­sækj­enda um stöðu út­varps­stjóra Rík­is­út­varps­ins.

Rík­is­út­varpið hyggst ekki gefa út lista með nöfn­um um­sækj­enda, en Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir, leik- og fjöl­miðlakona, og Elín Hirst hafa báðar til­kynnt að þær hafi sótt um stöðuna.

Sjötíu ára saga Evrópuráðsins í myndum

Sjötíu ára saga Evrópuráðsins í myndum

Hér má sjá sjötíu ára sögu Evrópuráðsins í myndum. Sáttmáli Evrópuráðsins var undirritaður í London hinn 5. maí 1950. Ísland varð 12. ríkið til að verða aðili að Evrópuráðinu 7. mars, 1950.  Stofnaðilar voru Belgía, Danmörk, Frakkland, Írland, Ítalíu, Luxembourg, Holland, Noregur, Svíþjóð og Bretland. Winston Churchill, þáverandi forsætisráðherra Breta, var einn af forkólfum í mótun Evrópuráðsins en hugmyndin kviknaði á rústum þeirra hörmunga sem seinni heimsstyrjöldin leiddi yfir Evrópu.

Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands og einn mesti áhrifavaldur í stofnun Evrópuráðsins.

 

 

Bjarni Benediktsson við undirritun sáttmála Evrópuráðsins hinn 7. mars, 1950. Með honum á myndinni er sérfræðingur á sviði alþjóðalaga, Hans G. Andersen.

Mannréttindasáttmáli Evrópu var undirritaður í Róm hinn 8. nóvember 1950. Nú eru 47 ríki aðilar að Evrópuráðinu. Miklar umræður áttu sér stað í mótun sáttmálans á fyrsta fundinum í Strassborg í ágúst 1949. Meginhöfundar uppdráttarins voru Sir David Maxwell-Fyfe, breskur þingmaður og lögfræðijngur og  franski lögspekingurinn, Pierre Henri Teitgen sem hafði barst hart í neðanjarðarhreyfingunni í Frakklandi á stríðsárunum. Fyrirmyndin að Mannréttindasáttmála Evrópu var Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu Þjóðanna frá 1948. Hér má finna Mannréttindasáttmála Evrópu og skýringar með ákvæðum hans.

 

Landið okkar

Landið okkar

Mér finnst ég stundum eiga minna í þessu landi en mörg ykkar hinna – af því að ég ferðast sjaldnar um Ísland en ég vildi. Engu að síður er það landið mitt, land forfeðra minna og mæðra í meir en þúsund ár. Á þessari mynd finn ég svala dögunina; nálægðina við kyrrlátan fjörðinn, sólarupprásina, ilminn af ferskri náttúru, frið og fegurð. Það hefur enginn rétt til að rústa þessari dýrð. Hún er meira virði en öll manngerðu listaverkin í Louvre – því hún verður aldrei kópíeruð og aldrei endursköpuð. Þetta er sjálfur uppruninn, sjálft sköpunarverkið sem verið er að eyðileggja af skammsýnum mönnum.
(Skipulagsstofnun telur, í áliti sínu á umhverfisáhrifum Hvalárvirkjunar, að Hvalárvirkjun hafi veruleg neikvæð áhrif á óbyggð víðerni. Framkvæmdirnar skerði víðáttumesta, samfellda óbyggða víðerni á Vestfjörðum um 226 km², sem eru um 14 prósent víðernanna.)

Áhugavert veggspjald

Áhugavert veggspjald

Þetta veggspjald vann listamaður á alþjóðlegri ráðstefnu um fjölmiðlafrelsi í London dagana 10. o0g 11. júlí. Listamaðurinn hefur setið út í sal þegar Herdís flutti framsögu sína um starf Feneyjanefndar í tengslum við öryggi blaðamanna, tjáningarfrelsi og réttinn til lífs. Listamaðurinn hefur hripað niður setningar úr framsögu Herdísar og í dagslok var veggspjaldið komið upp á vegg á fundarstaðnum sem var risastór fyrrum prentsmiðja Daily Mirror niður við Thames vestast í London, nálægt Canary Wharf fjármálahverfinu.

Ályktanir Tengslanets-ráðstefna 2004, 2005 og 2006

Ályktanir Tengslanets-ráðstefna 2004, 2005 og 2006

Í ljósi breytinga á jafnréttislögum t.d. með því að innleiða nýja klausu í launaákæðið í lögunum nr. 10/2008 um að afnema launaleynd og breytingu á hlutafélagalögum um auka hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja og markmiðum stjórnvalda að draga úr launamun kynjanna o.fl. eru hér ályktanir fyrstu þriggja tengslanets-ráðstefnanna sem  haldnar voru að frumkvæði Herdísar Þorgeirsdóttur prófessors við lagadeildina á Bifröst á árunum 2004-2010. Hér er dagskrá Tengslanets-ráðstefnunnar 2008 . 

Hér er umfjöllun Morgunblaðsins um Tengslanets-ráðstefnuna 2008. Einnig hér. 

Hér er bent á hættuna af því að ungir, reynslulitlir karlmenn séu í framvarðasveitinni fyrir hrun.

Ályktun Tengslanets 2010.

ÁLYKTUN

TENGSLANET III – VÖLD TIL KVENNA

2006

LÖG UM JÖFNUN KYNJAHLUTFALLA Í STJÓRNUM FYRIRTÆKJA

Ráðstefnan Tengslanet III – Völd til kvenna – á Bifröst 1. og 2. júní 2006 lýsir yfir nauðsyn þess að sett verði lög sem miða að því að jafna hlut kynjanna í stjórnum skráðra fyrirtækja á Íslandi þannig að hlutur annars kynsins sé ekki undir 40%.

Undanfarin ár hefur tilmælum og ábendingum ítrekað verið beint til eigenda og stjórnenda fyrirtækja án sýnilegs árangurs. Í dag höfum við séð nýjustu  tölur um rýran hlut kvenna í stjórnum skráðra félaga í Kauphöll Íslands. Konum hefur fækkað í stjórnum þessara fyrirtækja og eru nú aðeins 4,4% stjórnarmanna.  Þetta ástand vegur að jafnrétti kynjanna og er hættumerki í íslensku efnahags- og atvinnulífi sem og samfélaginu öllu.

 ÁLYKTUN

TENGSLANET II – VÖLD TIL KVENNA

2005

LAUNALEYND

Hátt í tvö hundruð þátttakendur á ráðstefnunni Tengslanet II: Völd til kvenna – á Bifröst 26. og 27. maí 2005 skora á atvinnurekendur að endurskoða svonefnda launaleynd.

Svonefnd launaleynd er ekki heppileg starfsmannastefna og þjónar hvorki hagsmunum eigenda, stjórnenda né starfsmanna fyrirtækja.

Upplýsingar um laun og kjör á vinnumarkaði auka gegnsæi markaðarins og eru um leið forsenda þess að unnt sé að vinna að sameiginlegu hagsmunamáli allra á vinnumarkaði – að útrýma kynbundum launamun.

Launaleynd gengur gegn markmiðum jafnréttislaga.

ÁLYKTUN

TENGSLANET I – VÖLD TIL KVENNA

2004

KONUR Í STJÓRNIR

Tengslanetsráðstefna kvenna á Bifröst, 2. júní 2004, skorar á stjórnendur íslenskra fyrirtækja að taka þegar til við að leiðrétta rýran hlut kvenna í stjórnum og æðstu stjórnunarstöðum innan fyrirtækjanna.

Konur hafa aflað sér menntunar og reynslu sem atvinnulífið hefur ekki efni á að vannýta með þeim hætti sem nú er gert.

Ráðstefnan mun fylgjast náið með árangri fyrirtækja í átt að jafnri stöðu kynjanna og mun beita sér fyrir því að upplýsingar um árangur einstakra fyrirtækja verði birtar opinberlega að ári, um sama leyti og ráðstefnan kemur saman á ný.