Hér má sjá sjötíu ára sögu Evrópuráðsins í myndum. Sáttmáli Evrópuráðsins var undirritaður í London hinn 5. maí 1950. Ísland varð 12. ríkið til að verða aðili að Evrópuráðinu 7. mars, 1950.  Stofnaðilar voru Belgía, Danmörk, Frakkland, Írland, Ítalíu, Luxembourg, Holland, Noregur, Svíþjóð og Bretland. Winston Churchill, þáverandi forsætisráðherra Breta, var einn af forkólfum í mótun Evrópuráðsins en hugmyndin kviknaði á rústum þeirra hörmunga sem seinni heimsstyrjöldin leiddi yfir Evrópu.

Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands og einn mesti áhrifavaldur í stofnun Evrópuráðsins.

 

 

Bjarni Benediktsson við undirritun sáttmála Evrópuráðsins hinn 7. mars, 1950. Með honum á myndinni er sérfræðingur á sviði alþjóðalaga, Hans G. Andersen.

Mannréttindasáttmáli Evrópu var undirritaður í Róm hinn 8. nóvember 1950. Nú eru 47 ríki aðilar að Evrópuráðinu. Miklar umræður áttu sér stað í mótun sáttmálans á fyrsta fundinum í Strassborg í ágúst 1949. Meginhöfundar uppdráttarins voru Sir David Maxwell-Fyfe, breskur þingmaður og lögfræðijngur og  franski lögspekingurinn, Pierre Henri Teitgen sem hafði barst hart í neðanjarðarhreyfingunni í Frakklandi á stríðsárunum. Fyrirmyndin að Mannréttindasáttmála Evrópu var Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu Þjóðanna frá 1948. Hér má finna Mannréttindasáttmála Evrópu og skýringar með ákvæðum hans.