Mér finnst ég stundum eiga minna í þessu landi en mörg ykkar hinna – af því að ég ferðast sjaldnar um Ísland en ég vildi. Engu að síður er það landið mitt, land forfeðra minna og mæðra í meir en þúsund ár. Á þessari mynd finn ég svala dögunina; nálægðina við kyrrlátan fjörðinn, sólarupprásina, ilminn af ferskri náttúru, frið og fegurð. Það hefur enginn rétt til að rústa þessari dýrð. Hún er meira virði en öll manngerðu listaverkin í Louvre – því hún verður aldrei kópíeruð og aldrei endursköpuð. Þetta er sjálfur uppruninn, sjálft sköpunarverkið sem verið er að eyðileggja af skammsýnum mönnum.
(Skipulagsstofnun telur, í áliti sínu á umhverfisáhrifum Hvalárvirkjunar, að Hvalárvirkjun hafi veruleg neikvæð áhrif á óbyggð víðerni. Framkvæmdirnar skerði víðáttumesta, samfellda óbyggða víðerni á Vestfjörðum um 226 km², sem eru um 14 prósent víðernanna.)