Þetta veggspjald vann listamaður á alþjóðlegri ráðstefnu um fjölmiðlafrelsi í London dagana 10. o0g 11. júlí. Listamaðurinn hefur setið út í sal þegar Herdís flutti framsögu sína um starf Feneyjanefndar í tengslum við öryggi blaðamanna, tjáningarfrelsi og réttinn til lífs. Listamaðurinn hefur hripað niður setningar úr framsögu Herdísar og í dagslok var veggspjaldið komið upp á vegg á fundarstaðnum sem var risastór fyrrum prentsmiðja Daily Mirror niður við Thames vestast í London, nálægt Canary Wharf fjármálahverfinu.