Afrísk-amerísk kona í hæstarétt BNA?

Afrísk-amerísk kona í hæstarétt BNA?

Samkvæmt fréttum hyggst Joe Biden forseti Bandaríkjanna skipa afrísk ameríska konu í hæstarétt nú þegar Stephen Bryer lætur af störfum um mitt þetta ár. Fyrsta tilnefning forsetans verður kona af afrísk-amerískum uppruna og þá fyrsta blökkukonan sem tekur sæti í réttinunum. Verði sú skipan að veruleika eru Demókratar engu að síður enn í minnihluta með þrjár konur á móti  sex dómurum skipuðum af Repúblíkönum, þar af aðeins ein kona. Ekki er enn staðfest að Stephen Bryer muni láta af embætti en dómarar við hæstarétt Bandaríkjanna eru skipaðir ævilangt og hafa sumir gegnt störfum komnir hátt á níræðisaldur. Sá stórmerki dómari Oliver Wendell Holmes lét af störfum níræður, 1932. Sú sem þykir líklegust til að verða skipuð í stað Bryers dómara er Katanji Brown Jackson sem nú gegnir stöðu dómara við áfrýjunardómstólinn í Washington DC. Hún er menntuð á Harvard og var þá einnig ritstjóri Harvard Law Review.

Katanji Brown Jackson vakti athygli fyrir rökstuðning sinn  2019 fyrir úrskurði um að Trump forseti ætti að bera vitni í málinu varðandi meint afskipti Rússa af bandarískum kosningum. ,,Forsetar eru ekki kóngar. Þeir hafa ekki þegna sem ber að lúta þeim af lotningu og hverra örlögum þeir eiga heimtingu á að stjórna”.

Vill Biden bæta fyrir gamlar syndir?

Fram til þessa hafa aðeins tveir afrísk-amerískir dómarar setið í réttinum – báðir karlkyns, Thurgood Marshall frá 1967-1991 og arftaki hans Clarence Thomas sem er elsti dómarinn núna, 73 ára og varð frægur eða alræmdur þegar Anita Hill sakaði hann um kynferðislega áreitni löngu áður en byrjað var að taka mark á slíkum ásökunum.  Það var einmitt Joe Biden þá öldungadeildarþingmaður, sem var í forsæti á sínum tíma fyrir nefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings 1991 í vitnaleiðslum vegna ásakana Anitu Hill á Clarence Thomas sem þá hafði verið tilnefndur sem dómari við hæstarétt.

Panellinn sem sá um vitnaleiðslurnar í þinginu undir forsæti Bidens var eingöngu skipaður hvítum körlum og hefur Biden sætt gagrýni æ síðan fyrir það hvernig hann tók á málinu. Þingnefndin leyfði Clarence Thomas að bera vitnisburð á undan Anitu Hill þrátt fyrir að hafa áður gefið henni vilyrði um að hún mætti vitna fyrst. Þremur öðrum konum sem vildu vitna gegna dómaraefninu var ekki hleypt að.

Anita Hill er lögfræðingur (f. 1956). Hún starfaði sem lögfræðilegur ráðgjafi fyrir Clarence Thomas þegar hann var háttsettur á skrifstofu borgaralegra réttinda í menntamálaráðuneytinu. Þegar Clarence Thomas varð formaður stjórnskipaðrar nefndar um jöfn tækifæri á vinnumarkaði, sem sett var á laggirnar í kjölfar löggjafar um borgaraleg réttindi 1964, til að stemma stigu við mismunun á vinnustöðum, hélt Anita Hill áfram lögfræðilegur ráðgjafi hans.

Clarence Thomas hlaut skipun í réttinn þrátt fyrir ásakanir Anitu Hill en almenningur í Bandaríkjunum fylgdist grannt með vitnaleiðslunum sem vöktu athygli víða um heim. Í kjölfarið fjölgaði kærum um kynferðislega áreitni á vinnustöðum í Bandaríkjunum um helmng. Fleiri konur hlutu kosningu á þing árið eftir vitnaleiðslurnar, fjórar í öldungardeild og 24 í fulltrúadeild.

Í sjálfsævisögu sinni ,,Speaking Truth to Power” (Að segja sannleikann andspænis valdinu) gagnrýndi Anita Hill hvernig Joe Biden þá öldungadeildarþingmaður hafi staðið að vitnaleiðslunum þar eð hann hafi ekki efast um sakleysi Clarence Thomas og hafi með óviðeigandi hætt neytt hana til að fara út í ,,ógeðfelld” smáatriði um samskipti þeirra á vinnustað frammi fyrir þinginu og alþjóð.

Í kjölfar skipunar Clarence Thomas í hæstarétt sagði eiginkona hans í viðtali við People tímaritið að ásakanir Anitu Hill um kynferðislega áreitni hefðu verið af pólitískum toga og hún hefði líkast til verið ástfangin af Clarence Thomas en framkoma hennar hefði minnt á persónu úr kvikmyndinni Fatal Attraction sem ofsótti fyrrum elskhuga og fjölskyldu hans (ekki er vitað til þess að Anita Hill og Thomas hafi átt í ástarsambandi). Tæpum tveimur áratugum eftir vitnaleiðslurnar hafði Virginia Thomas samband við Anitu Hill þá prófessor við Brandeis háskólann í Boston og krafði hana um afsökunarbeiðni til mannsins síns.

Anita Hill olli straumhvörfum þegar hún sté fram í upphafi 10. áratugar síðustu aldar með ásakanir um kynferðsilega áreitni á hendur tilnefndum hæstaréttardóma. Slíkt krafðist mikils hugrekkis og hún var þá að synda gegn straumnum löngu áður en MeToo kom til sögunnar. Hún vildi ekki sætta sig við að vera á vinnustað þar karlar niðurlægðu konur í heyranda hljóði, töluðu opinskátt um brjóstastærðir kvenna og gerðu lítið úr þeim með einum eða öðrum hætti. Upptaka af vitnaleiðslum frá 1991 sýnist svo ekki verður um villst að körlunum sem yfirheyra Anitu Hill finnst lítið til málstaðs hennar koma. Einn þingmannanna spyr hana hvort hún sé full af heift í garð Thomas, gefandi til kynna að hann hafi hafnað henni en ekkert liggur fyrir um slíkt.

Joe Biden flýtur hins vegar með straumnum þegar hann hyggst skipa afrísk-ameríska konu í hæstarétt og í leiðinni ,,bæta fyrir” lélega frammistöðu í máli Anitu Hill fyrir rúmum þremur áratugum.

Anita Hill, Clarence Thomas og seinni eiginkona hans, Virgina Thomas sem krafði Hill um afsökunarbeiðni til mannsins síns 2010.

 

Með eitt af 10 bestu verkum ársins 2021

Með eitt af 10 bestu verkum ársins 2021

Herdís Stefánsdóttir – með eitt af tíu bestu kvikmyndatónverkum ársins!
“Y: The Last Man” (Herdís Stefánsdóttir)
2021 was a year when TV storytelling became invested in what the end of the world looks like. For this ten-part look at an Earth without men, Stefánsdóttir offers up a corresponding sound that doesn’t fit into a neat, natural box. Part of it has the guitar-driven sound the Wild West, a new frontier without rules. There’s a strain of droning dread, a threat simmering underneath the surface even before we see society collapsing. Stefánsdóttir, much like Craig Wedren and Anna Waronker use in their equally unsettling work on “Yellowjackets,” also incorporates some haunting vocals, deployed like the lingering whispers and echoes of the past. In this warped present, facing an unknown future, Stefánsdóttir doesn’t just rely on dissonance to add to the show’s urgency. Instead she uses the sense of decay within the “Y: The Last Man” premise and shapes it into a tribute of sorts to everything that these characters have lost in a transformed world.
Uppgötvun ársins

Uppgötvun ársins

Bók Maríu Elísabetar Bragadóttur, Herbergi í öðrum heim vakti mikla athygli eftir að Una útgáfuhús gaf hana út í byrjun nóvember 2020. Um er að ræða frumraun höfundar og eru þetta 7 smásögur. Gagnrýnandi Morgunblaðsins gaf bókinni fimm stjörnur með þeim ummælum að hver saga væri fullmótuð og höfundi hefði tekist að skapa djúpar og breyskar persónu í hverri sögu; bóksalar völdu bókina aðra bestu bók ársins. Hallgrímur Helgason rithöfundur sagði bók Maríu Elísabetar bestu frumraun sem hann hefði séð. Morgunblaðið kallaði Maríu Elísabetu síðan uppgötvun ársins í úttekt á bókum sem út komu árið 2020.