Herdís Stefánsdóttir tónskáld í viðtali
Herdís Stefánsdóttir tónskáld ræðir hér um tónsmíðar sínar í nýútkominni þáttaröð Y The Last Man. Sagan gerist í veröld eftir hamfarir eða heimsendi.
Fleiri viðtöl hér og hér.
RÚV skýrir frá því í dag að DV muni hætta að koma út á pappír. Hér er gömul DV-pappírsforsíða frá árdögum prentmiðla.
https://www.ruv.is/…/04/06/dv-haettir-ad-koma-ut-a-pappir
Viðtal í DV í tilefni af stofnun tímaritsins Heimsmyndar 1986.
Uppgötvun ársins
Bók Maríu Elísabetar Bragadóttur, Herbergi í öðrum heim vakti mikla athygli eftir að Una útgáfuhús gaf hana út í byrjun nóvember 2020. Um er að ræða frumraun höfundar og eru þetta 7 smásögur. Gagnrýnandi Morgunblaðsins gaf bókinni fimm stjörnur með þeim ummælum að hver saga væri fullmótuð og höfundi hefði tekist að skapa djúpar og breyskar persónu í hverri sögu; bóksalar völdu bókina aðra bestu bók ársins. Hallgrímur Helgason rithöfundur sagði bók Maríu Elísabetar bestu frumraun sem hann hefði séð. Morgunblaðið kallaði Maríu Elísabetu síðan uppgötvun ársins í úttekt á bókum sem út komu árið 2020.