Bók Maríu Elísabetar Bragadóttur, Herbergi í öðrum heim vakti mikla athygli eftir að Una útgáfuhús gaf hana út í byrjun nóvember 2020. Um er að ræða frumraun höfundar og eru þetta 7 smásögur. Gagnrýnandi Morgunblaðsins gaf bókinni fimm stjörnur með þeim ummælum að hver saga væri fullmótuð og höfundi hefði tekist að skapa djúpar og breyskar persónu í hverri sögu; bóksalar völdu bókina aðra bestu bók ársins. Hallgrímur Helgason rithöfundur sagði bók Maríu Elísabetar bestu frumraun sem hann hefði séð. Morgunblaðið kallaði Maríu Elísabetu síðan uppgötvun ársins í úttekt á bókum sem út komu árið 2020.