Iceland opens borders 15 June

Iceland opens borders 15 June

Iceland will open its borders to all travelers no later than June 15 this summer and give them the option to take a coronavirus test at Keflavík International Airport on their way into the country.  The results will be known on  the same day.

Travelers will also have the option of bringing a reliable certificate confirming they have recently tested negative for SARS-CoV-2.

Travelers will be asked to download Iceland’s official contact tracing app.

Testing at Keflavík Airport will be carried out in collaboration with the National University Hospital of Iceland. Exactly how it will be carried out is yet to be determined.

The proposed border opening depends on the continued decline of cases in Iceland. Authorities stated it could also be implemented earlier than June 15 if preparations go well and the number of cases remains low.

Kreppa framundan í ríkjum Evrópusambandsins

Kreppa framundan í ríkjum Evrópusambandsins

Evrópusambandið horfir fram á 7.4 prósent minnkun á hagvexti  ef opnun landamæra kemur nýrri bylgju veirunnar af stað. Góðu fréttirnar eru þær að hið versta í útbreiðslu covid-veirunnar virðist yfirstaðið. Dánartíðni á Ítalíu hefur ekki verið lægri í tvo mánuði. Angela Merkel kanslari Þýskalands hefur lýst því yfir að skólar, leikskólar, daghemili og veitingahús opni að nýju á næstu dögum.

Á hinn bóginn er hugsanlegt að fljótlega syrti í álinn. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti hinn 6. maí að hagvöxtur  yðri 7.4  prósent minni í ár  og að sambandið undirbyggi sig fyrir verstu kreppu sem orðið hefur á þessu svæði í áratugi. Gert hafði verið ráð fyrir 1,2 prósent hagvexti í hinni 27 ríkja blokk á þessu ári. Í fjármálakreppunni 2009 minnkaði  hagvöxtur um 4,5 prósent. Líkur eru á að áhrif covid-faraldursins muni hafa mikil áhrif á hagkerfi heimsins í marga mánuði ef ekki mörg ár.

Í Kína þar sem mikið hefur hægt á faraldrinum undanfarnar vikur hafa verksmiðjur farið í gang aftur en eftirspurn eftir varningi hefur snarminnkað og efnahagsbati þar því hægur. Í Bandaríkjunum er að draga úr faraldrinum á þeim svæðum sem hann hefur verið verstur  en ekki vænst þess að efnahagslífið batni skjótt. Í aprílmánuði misstu um 20 milljón manna vinnu sína – sem er afturhvarf í um áratug af efnahagsbata. Í ESB-ríkjunum 27 búa um 440 milljónir manna og á því svæði eru helstu viðskiptaaðilar Bandaríkjanna. Kína er næst stærsti viðskiptaaðilil ESB-ríkjanna. ESB-ríkin eru einnig stærsti fjárfestir í ríkjum Afríku, sunnan Sahara og öðrum þróunnarríkjum.

Djúp efnahagsleg í Evrópu, önnur útbreiðsla covid-faraldursins eða mjög hægur efnahagsbati hefur í för með sér mikla erfiðleika fyrir íbúa á svæðum Evrópusambandsins sem og fyrirtæki og fjármálastofnanir víða um heim. Kreppan veldur einnig spennu á milli betur stæðra ríkja í norðri andspænis þeim verr settu í suðri,  ólíkar þjóðir með tengd efnahagskerfi eins og New York Times skýrir frá í fréttum hinn 7. maí.

Neyðarúrræði og réttarríkið

Neyðarúrræði og réttarríkið

Vegna Covid-19 faraldursins hafa ríkisstjórnir gripið til ýmissa neyðarúrræða til að hægja á útbreiðslu veirunnar. Feneyjanefndin (Nefnd Evrópuráðsins um lýðræði með lögum) hefur í fjölda tilvika gert úttektir á takmörkunum á heimildum ríkja til að grípa til slíkra neyðarráðstafana. Feneyjanefndin hefur ætíð undirstrikað mikilvægi þess að öryggi almennings sé eingöngu tryggt í lýðræðisríki þar sem reglur réttarríkis eru í heiðri hafðar. Sama hve alvarlegt ástandið er þá má aldrei fara út fyrir mörk réttarríkisins. Sjá nánar.

Ísland bjargar Hollywood

Ísland bjargar Hollywood

Los Angeles Times birtir frétt um það að Ísland og Suður-Kórea séu einu löndin í miðjum kórónavírus-faraldri sem geri kvikmyndatökufólki kleift að halda áfram taka upp kvikmyndir. Íslensk víðerni og minni hömlur en víðast annars staðar hafa opnað fyrir möguleikann að flytja Hollywood framleiðslu til Íslands. Nú 4. maí verður enn lyft takmörkunum á samkomubanni þannig að 50 manns geta komið og unnið saman. Sjá hér.

Schindler í samfélagslegu samhengi

Schindler í samfélagslegu samhengi

Óskarsverðlaunamynd Steven Spielberg (1994) um manninn sem bjargaði 1200 gyðingum frá gasofnum útrýmingarbúðanna er þekktasta kvikmynd sem gerð hefur verið um helförina. Myndin, Listi Schindlers (Schindler‘s List,) sem er þriggja tíma löng er tekin í svart/hvítu að frátaldri einni senu af lítilli telpu sem labbar á vit dauðans í rauðri kápu. Myndin, sem var aftur tekin til sýninga 2018 víðsvegar um veröldina á enn brýnt erindi sökum þess boðskapar sem í henni felst að mannúð trompi fordóma; að manneskjan sé stöðugt útsett fyrir ógnir, ofbeldi og hrylling.

Í kjölfar helfararinnar var evrópsk samvinna innsigluð með stofnun Evrópuráðsins í Strassborg reist á stoðum virðingar fyrir mannréttindum, lýðræði og réttarríki.

Mannréttindasáttmáli Evrópu, sem er samningur unninn að tilstuðlan Evrópuráðsins, er eitt áhrifaríkasta tæki í okkar heimshluta til að tryggja mannréttindi. Ísland gerðist aðildarríki að Evrópuráðinu í mars 1950 og undirritaði við það tækifæri Mannréttindasáttmála Evrópu. Aldrei aftur skyldu atburðir á borð við helförina eiga sér stað; aldrei aftur skildu spillt, forheimskuð og ill öfl ná yfirhöndinni með þeim afleiðingum sem birtust skýrast í útrýmingarbúðum nasista; mannfyrirlitningin alger, mannhelgin engin.

Oskar Schindler var rúmlega þrítugur bisnessmaður, félagi í nasistaflokknum, óprúttinn, ósvífinn og lét ekkert tækifæri ónotað með mútum til yfirmanna í SS til að komast yfir verksmiðjur og fá ódýrt vinnuafl úr hópi Gyðinga. Sögusviðið er á pólsku landssvæði þar sem stærstu útrýmingarbúðirnar voru, Auschwitz, Treblinka og fleiri. Sagan hefst í gettói í Kraká þar sem búið var að stúka Gyðingana af.

Á örskömmum tíma breytist hlutskipti venjulegra borgara frá því að sitja við kvöldverðaborð með fjölskyldunni í það að vera skotin á færi, send í vinnubúðir þar sem ekkert beið þeirra annað en hungur, vosbúð, sjúkdómar og ill meðferð.

Myndin lýsir því hvernig Oskar Schindler, sem leikinn er af Liam Neeson, vaknar til vitundar um hryllinginn sem er að eiga sér stað, þótt hann hafi upphaflega haft hag af því að bjarga Gyðingunum inn í verksmiðjurnar til sín. Hann er sýndur sem sjarmerandi en ófyrirleitinn náungi sem vingast við SS-foringjann Amon Göth sem einnig er sannsöguleg persóna og stjórnaði Kraká-Płaszów útrýmingarbúðunum.

Ralph Fiennes leikur Göth af slíkri snilld að áhorfanda stendur raunveruleg ógn af þessum sadista, sem myrðir konur, börn og gamalmenni án þess að depla auga. Schindler borgar honum fyrir að afhenda sér gyðinga til vinnu í verksmiðjunni. Hann nær sérstöku sambandi við ófreskjuna Göth sem er þó öðrum þræði flókinn karakter.

Við réttarhöldin yfir Adolf Eichman, háttsettum SS-foringja, sem dæmdur var til dauða 1962 fyrir að hafa staðið fyrir morðum og pyntingum á milljónum Gyðinga hélt hann því fram að hann hefði aðeins verið smáskrúfa í stóru tannhjóli. Heimspekingurinn Hannah Arendt sem sat réttarhöldin í Jerúsalem skrifaði bók um þau og það sem hún kallaði ,,hversdagsleika illskunnar“ þar sem Eichman hafði komið henni fyrir sjónir sem lítill kall og hversdagslegur. Hún velti fyrir sér hvort venjulegt fólk væri fært um svona illsku út af heimsku í orðsins eiginlegustu merkingu. Arendt var gagnrýnd fyrir afstöðu sína til Eichman og réttarhaldanna. Í grein í New York Times 1965 skrifar dómari við hæstarétt í Philadelphiu að þótt Eichman hafi að sönnu ekki kálað mörgum milljónum með eigin hendi megi ekki horfa fram hjá lagalegri og siðferðilegri ábyrgð þess sem skipuleggur þann hrylling að hrúga milljónum einstaklinga saman, eins og síld í tunnu, í þrælkunarbúðir í þeim tilgangi að útrýma hluta mannkyns með köldu blóði.

Senurnar í Schindler-myndinni vekja til lífs hryllinginn í útrýmingarbúðunum, örvæntingu mæðra vegna barna sinna, barna vegna aldraðra foreldra, miskunnarlaus morð á ungu fólki, viðbjóðslega fyrirlitningu á lífinu en líka vonina sem deyr síðust þrátt fyrir pyntingar, kulda, hungur og ótta. Í miðjum hörmungunum virðist manneskjan búa yfir þeim eiginleika að geta glaðst smástund þegar lífi er þyrmt eða pynting umflúin.

Söguhetjan Oskar Schindler flúði til Argentíu eftir stríð ásamt eiginkonu sinni, Emilíu en þau voru barnlaus. Enginn rekstur sem hann tók sér fyrir hendur eftir stríð gekk upp, kannski af því að hann gat ekki lengur treyst á velvild vina sinna í nasistaflokknum. Hann yfirgaf Emilíu og hélt til Þýskalands þar sem hann dó 1974 bitur og fátækur þrátt fyrir að hafa verið opinberlega heiðraður af Ísraelsríki þar sem hann hvílir beinin og af þýsku ríkisstjórninni.

Hlutur Emilíu eiginkonu Oskars er gerður lítill í myndinni og gagnrýndi hún það síðar meir. Hún dó einnig í fátækt nokkrum árum eftir að myndin var gerð, þótt Spielberg haldi því fram að hún hafi fengið góðar greiðslur. Schindler-Gyðingarnir hafa sagt frá því að Emilía hafi ekki verið til staðar eins og Oskar enda hjónaband þeirra óhamingjusamt og þau bjuggu ekki alltaf saman. Þegar hún hafi verið á staðnum hafi hins vegar munað um hana, gæsku hennar og hjálpsemi. Oskari lýsti Emilía sem ófyrirleitnum framhjáhaldara eins og kemur fram í myndinni og drykkfelldum. Hún segir hins vegar að hún hefði alltaf staðið með honum hefði hann þurft. Ef að líkum lætur má gera ráð fyrir að mynd framleidd, leikstýrt og handrit skrifað af körlum geri minna úr hlut kvenna. Hvorugt þeirra uppskar þó í samræmi við það sem þau hefðu talið sig eiga skilið í ljósi beiskjunnar sem þeim báðum er borin á brýn á meðan Spielberg og aðrir græddu milljónir á sögunni um líf þessa fólks og helförina.

Kannski er sagan á bak við söguna (myndina) sú að réttlæti er ekki þessa heims. Helförin segir þá sögu best. Mannúðarverk eiga ekki að vera unnin til að uppskera hrós og lófaklapp.

Þegar ég sá Schindler-myndina fyrst fannst mér hún að sönnu átakanleg en fjarri veruleikanum, hluti af fortíðinni. Þegar ég horfði á hana í þriðja sinn nýlega grét ég og sneri mér undan í sumum senunum. Það gerði ég líka fyrr í vikunni þegar í fréttatíma birtist mynd af allslausri sýrlenski flóttakonu í búðum í Grikklandi með þvottalögsdreitil í baráttu við Covid-veiruna. Þegar við tölum um við séum öll á sama báti þýðir það að hvert okkar fyrir sig er ábyrgt – við þurfum ekki að vera smáskrúfur í stóru tannhjóli. Uppspretta hins góða er alltaf hjá einstaklingnum.

Eins og segir í Talmúd, helgiriti gyðingdómsins (áletrun sem var greypt inn í hring sem Gyðingarnir sem Schindler bjargaði gáfu honum):

Sá er eyðileggur eitt líf tortímir veröldinni og sá er bjargar einu lífi bjargar heiminum.

“Whoever destroys a single life is considered by Scripture to have destroyed the whole world, and whoever saves a single life is considered by Scripture to have saved the whole world”.

Itzhak Perlman leikur á fiðlu tónlist John Willliams í Schindler’s list: https://www.youtube.com/watch…