Evrópuráð varar við hliðarverkunum rakningar

Evrópuráð varar við hliðarverkunum rakningar

Evrópuráðið hefur varað við hliðarverkun af rakningar-öppunum svokölluðu fyrir vernd persónuupplýsinga. Rakningar-öppin sem hafa reynst vel á Íslandi við rakningu á smitum á Covid  19 eru talin hafa þá hættu í för með sér að ekki sé komið í veg fyrir misnotkun. Meir en þriðjungur íslensku þjóðarinnar hefur sótt smitrakningarappið í símann sinn.  Sjá hér

CV / Ferilskrá

CV / Ferilskrá

Dr. Juris Herdís Þorgeirsdóttir er lögmaður í Reykjavík. Hún hefur víðtæka reynslu úr akademíu og atvinnulífi, starfar bæði hér og á alþjóðavettvangi. Hún var skipuð fyrsti prófessorinn við lagadeild háskólans á Bifröst 2004 og hefur einnig kennt við háskóla erlendis. Herdís lauk doktorsprófi í lögum með dr. juris gráðu (frá lagadeild Lundarháskóla 2003). Sérsvið hennar eru mannréttindi og stjórnskipun. Sem lögmaður sinnir hún allri almennri lögmannsþjónustu; mannréttindum, fjölmiðlarétti, sifja- og fjölskyldurétti, vinnurétti  og sáttamiðlun.

Herdís er höfundur bóka og greina, sem hafa birst alþjóðlega. Fræðilegt framlag hennar á vettvangi tjáningarfrelsis og fjölmiðla er alþjóðlega viðurkennt.  Hún hefur víðtæka reynslu af alþjóðlegu samstarfi og verið kjörin til æðstu trúnaðarstarfa á alþjóðavettvangi. Herdís er fyrsti varaforseti Feneyjanefndar Evrópuráðsins (kjörin í árslok 2017) en var áður varaforseti í tvö kjörtímabil (2013-2105 og endurkjörin 2015-2017). Hún  var formaður undirnefndar Feneyjanefndarinnar um mannréttindi frá 2011-2013; á sæti í vísindaráði Feneyjanefndar og var jafnframt skipuð jafnréttisfulltrúi Feneyjanefndar í október 2014.

Herdís var kjörin forseti  Evrópusamtaka kvenlögfræðinga (European Women Lawyers’ Association /EWLA) 2009 og endurkjörin 2011. Herdís tók sæti í stjórn Evrópsku lagaakademíunnar (European Acdemy of Law /ERA) í Trier 2012, sem er miðstöð Evrópuréttar og stendur fyrir námskeiðum fyrir lögfræðinga og dómara. Hún hefur starfað í teymi evrópskra lögfræðinga á grundvelli evrópsks vinnuréttar og jafnréttis frá 2003. Hún hefur tekið mikinn þátt í öflugu mannréttindastarfi Evrópuráðsins um árabil, kennt við erlenda háskóla, haldið fyrirlestra víða um heim. Þess utan hefur Herdís sem fyrsti varaforseti nefndarinnar komið fram fyrir hönd nefndarinnar við ýmis tilefni og átt í samskiptum við stjórnvöld í ríkjum Evrópuráðsins.

Í stöðu prófessors við lagadeild háskólans á Bifröst var hún jafnframt hugmyndasmiður, stofnandi og skipuleggjandi hinna árlegu tengslanets-ráðstefna, sem voru fjölsóttustu ráðstefnur sem haldnar voru hér á landi um árabil með víðtækri þátttöku kvenna af ólíkum sviðum samfélagsins. Hún var tilnefnd til jafnréttisverðlauna í tvígang fyrir framlag sitt til jafnréttisbaráttu en í kjölfar ályktana Tengslanetsráðstefna voru gerðar lagabreytingar, m.a. um launaleynd og kynjahlutfall í stjórnum hlutafélaga.

Herdís rak eigið útgáfufyrirtæki í tæpan áratug og var frumkvöðull á sviði tímaritaútgáfu. Hún var fyrsti ritstjóri tímaritsins Mannlífs frá 1984 til 1986 en þá stofnaði hún eigið útgáfufyrirtæki Ófeig hf., sem gaf út tímaritið Heimsmynd til ársins 1994. Hún ritstýrði Heimsmynd samfleytt í 8 ár. Áður hafði hún starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu frá 1976-1978 og meðfram háskólanámi til 1980.

Herdís var formaður dómnefndar um íslensku bókmenntaverðlaunin 2005 og 2006, skipuð af Forseta Íslands.

Herdís er  með doktorspróf frá lagadeild háskólans í Lundi (Dr. Jur. sem er gráða fyrir ofan ph.d) á sviði mannréttinda og stjórnskipunar. Hún öðlaðist hdl. réttindi 2011. Hún er með M.A.L.D gráðu (tveggja ára mastersnám) í þjóðarétti og alþjóðastjórnmálum frá Fletcher School of Law and Diplomacy í Boston, auk þess sem hún er með próf í lögfræði og stjórnmálafræði. Hún var gestafræðimaður við Oxford-háskóla 1999. Hún lagði stund á nám í blaðamennsku á Fleet Street í London í einn vetur og var í námi í sálfræði við háskólann í Aix-en-Provence  veturinn eftir stúdentspróf. Hún öðlaðist réttindi til að starfa sem héraðsdómslögmaður 2011 og rekur eigin lögmannsstofu í Reykjavík.

Ítarlegri ferilskrá

Dr. Herdís Þorgeirsdóttir hefur margþætta reynslu bæði hér heima og af störfum sínum á alþjóðavettvangi. Herdís var skipuð prófessor við lagadeild Háskólans á Bifrost 2004.

PRÓFESSOR

Dr. Herdís Þorgeirsdóttir var skipuð prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst 2004 http://www.mbl.is/greinasafn/grein/832180/

Hefur kennt við erlenda háskóla, þ.á m. við lagadeild ríkisháskólans í Tbilisi í Georgíu.

Skipuð í stjórn ERA – European Academy of Law haustið 2012.

LÖGMAÐUR

Hún starfar sem lögmaður í Reykjavík.

STÖRF Á ALÞJÓÐAVETTVANGI

Hún gegnir umfangsmiklum störfum fyrir Feneyjarnefnd Evrópuráðsins á sviði mannréttinda http://www.venice.coe.int/site/dynamics/N_Members_ef.asp?L=E&CID=60.

Herdís var kjörin formaður undirnefndar Feneyjarnefndar um mannréttindi (Sub-Commisson on Fundamental Rights) í desember 2011 http://www.venice.coe.int/DOCS/2011/CDL-PV(2011)004SYN-E.ASP

Hún var kjörin í vísindaráð (Scientific Council) Feneyjarnefndar í mars 2013.

Kjör í stjórn evrópsku lagaakademíunnar (Academy of European Law) haustið 2012.

Hún hefur frá 2003 verið í teymi lögfræðinga sem starfa á sviði vinnuréttar- og jafnréttismála fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins http://ec.europa.eu/justice/gender-equality/tools/legal-experts/index_en.htm

FORSETI EVRÓPUSAMTAKA KVENLÖGFRÆÐINGA

Herdís var kjörin forseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga 2009 (European Women Lawyers’ Association www.ewla.org) og endurkjörin 2011. Hún er lögfræðingur og með réttindi til að starfa sem héraðsdómslögmaður. Hún er einnig með BA og meistaragráðu í stjórnmálafræði.

DOKTOR Í LÖGUM

Hún er með doktorspróf í lögum (Dr. Jur) frá lagadeild háskólans í Lundi á sviði mannréttinda og stjórnskipunar
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/722063/
http://www.jur.lu.se/Quickplace/home/Main.nsf/h_Toc/f17ab01a29d3b896c12574640058b4df/?OpenDocument http://www.lu.se/lund-university-partner-day/faculties/faculty-of-law

MALD

Auk þess hefur hún mastersgráðu (MALD) í alþjóðarétti og stjórnmálum frá Fletcher School of Law and Diplomacy í Boston http://fletcher.tufts.edu/MALD.

Hún var gestafræðimaður við Oxford háskóla 1999 http://pcmlp.socleg.ox.ac.uk/

Hún lauk prófum í lögfræði við Háskólann í Reykjavík og stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hún var í námi í blaðamennsku við College of Journalism í London árið 1976. Áður var hún í einn vetur við háskólanám í Frakklandi.

FRÆÐIMAÐUR OG RITHÖFUNDUR

Herdís er þekktur fræðimaður á sviði tjáningarfrelsis og er höfundur bóka og fræðigreina sem hafa birst alþjóðlega http://www.brill.nl/journalism-worthy-name / http://www.amazon.com/Journalism-Worthy-Name-Affirmative-Convention/dp/9004145281
http://www.ashgate.com/isbn/9780754627821
http://catalogue.nla.gov.au/Record/3916460.  

Rannsóknir hennar hafa í áranna rás beinst að tengslum fjármálavalds, pólitísks valds og fjölmiðlavalds, spillingu og sjálfs-ritskoðun.

Hún var formaður lokadómnefndar íslensku bókmenntaverðlaunanna árin 2005 og 2006, skipuð af Forseta Íslands http://rsi.is/rsi/leitarnidurstodur/nanar/Default.asp?cat_id=8778&ew_0_a_id=170160

ÚTGEFANDI OG RITSTJÓRI

Hún var útgefandi og ritstjóri í áratug og frumkvöðull á sviði tímaritaútgáfu. Hún var fyrsti ritstjóri Mannlífs og stofnandi og útgefandi tímaritsins Heimsmyndar frá 1986-1994

http://mbl.is/greinasafn/grein/39904/
http://mbl.is/greinasafn/grein/104576/

Hún var blaðamaður um árabil. Hóf ung störf á Morgunblaðinu og var í blaðamennsku meðfram háskólanámi. Hún hefur ritað greinar í blöð ug tímarit um stjórnmál og mannréttindi. Hún var í námi í blaðamennsku við College of Journalism í London 1975. Áður var hún einn vetur við háskólanám í Frakklandi.

FRUMKVÖÐULL AÐ TENGSLANETI – VÖLD TIL KVENNA

Hún átti frumkvæði að og skipulagði tengslanets-ráðstefnurnar til að styrkja samstöðu kvenna úr öllum starfsgreinum og vitund þeirra um rétt sinn og mikilvægi í samfélaginu. Tengslanet-Völd til kvenna-ráðstefnurnar voru þær fjölsóttustu sem haldnar voru í íslensku háskóla- og viðskiptalífi um árabil

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1077630 /

http://www.fka.is/?i=2&f=2&o=408 /

 http://www.kvennaslodir.is/frettatengt/nr/268/).

Hún var í tvígang tilnefnd til jafnréttisverðlauna vegna ten gslanets-ráðstefnanna.

ÝMISLEGT ÚR FJÖLMIÐLUM

Um hrunið:

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1265382/

http://silfuregils.eyjan.is/2009/01/25/hrokafullt-upphaf-hrunsins-eda-aldrei-andlega-virk-thjod/

Um icesave í kjölfar fyrsta samnings vor 2009:

http://www.visir.is/ogn-vid-oryggi-og-sjalfstaedi-thjodar—og-framtid-evropsks-samstarfs/article/2009228195908

Um samþjöppun auðs og valds:

http://www.visir.is/vill-raeda-um-ad-setja-thak-a-eignarettinn/article/2011111029820

Um fátækt og kjör barna:

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2010/05/29/vernda_tharf_born_gegn_fataekt/

http://mbl.is/greinasafn/grein/1119998/

Um jafnréttismál:

http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/professor-fyrirtaeki-stofnanir-og-stjornvold-taka-login-ekki-alvarlega-og-thverbrjota-reglur

http://www.pressan.is/VeroldMortuMariu/Lesagrein/dr.-herdis-thorgeirsdottir-thad-tharf-hugrekki-til-ad-komast-i-gegnum-motlaeti

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1077630

http://mbl.is/greinasafn/grein/1008772/

http://www.vb.is/frett/17352/

 http://www.vr.is/index.aspx?groupid=476515&tabid=1889&NewsItemID=9271&ModulesTabsId=4466

http://www.bifrost.is/Files/Skra_0016957.pdf

NÝLEG ÁLIT NEFNDAR EVRÓPURÁÐS UM LÝÐRÆÐI MEÐ LÖGUM

http://www.venice.coe.int/docs/2011/CDL-AD(2011)036-e.pdf

http://www.venice.coe.int/docs/2011/CDL-AD(2011)026-e.pdf

http://www.venice.coe.int/docs/2010/CDL-AD(2010)053rev-e.pdf

http://www.venice.coe.int/docs/2010/CDL(2010)053-e.asp

http://www.venice.coe.int/docs/2011/CDL-JU(2011)017-e.pdf

http://www.venice.coe.int/docs/2008/CDL(2008)039-e.asp

http://charter97.org/en/news/2011/10/17/43699/

http://eurasialift.wordpress.com/2011/01/12/

http://azerireport.com/index.php?option=com_content&task=view&id=2999


 

Curriculum vitae

Herdis Thorgeirsdottir  is an Icelandic professor, lawyer and political scientist who has specialised in human rights. She announced her candidacy for the office of President of Iceland on March 30, 2012. She is the author of books in the field of human rights and constitutional law, which have been published internationally, along with articles in magazines and chapters in books. Her research has in particular been directed at civil and political rights. She has done extensive research on  freedom of the press and the protection of the rights of journalists from self-censorship due to the integration of financial and political power. In addition, she has performed research in other areas of human rights and business, labour law and gender equality.

Career

Currently, Herdis Thorgeirsdottir is an attorney at law   in Reykjavik. She was appointed a Professor of Law at Bifrost University in 2004; teaching courses in constitutional law and comparative constitutional law as well as courses in business and human rights.  Herdis Thorgeirsdottir is on the Board of Trustees of ERA (European Academy of Law). She is member of the European Commission for Democracy through Law/Venice Commission, where she is the chair of the sub-committee on human rights. In 2009, she was elected President of the European Women Lawyer’s Association (EWLA). She was re-elected for a second term in 2011. She is also part of the Network of Legal Experts (since 2003) that ensures that the European Commission is kept informed in relation to important legal developments in the field of gender equality at national level and the impact of these developments. She is the founder of the “Network – empowering women” large conferences in Iceland since 2004 attracting participants from every walk of life. In the 1980s and early 1990s, she was the founder, publisher and editor of Heimsmynd magazine in Iceland. Prior to that she was the founding editor of Mannlif magazine. She began her career as a journalist at Morgunbladid, a major daily newspaper in Iceland.

Education

Herdis Thorgeirsdottir holds a Doctor Juris degree (the highest academic law degree) in Law from the Faculty of Law at Lund University in Lund Sweden. She also has degree in Law from the University of Reykjavik and is a member of the bar. She was a guest scholar at Oxford University in 1999. Earlier she earned the M.A.L.D. degree from the Fletcher School of Law and Diplomacy at Tufts University in Boston, Massachusetts. She received the B.A. degree in Political Science from the University of Iceland. She also studied journalism on Fleet Street in London, the United Kingdom and prior to that she had one year of psychology at the University of Aix-en-Provence.

Curriculum vitae

Herdis Kjerulf Thorgeirsdottir  is an Icelandic lawyer and political scientist who has developed an international reputation in promoting freedom of expression in an era of globalisation where the significance of large media conglomerates and big tech in shaping public opinion gets ever more real. Her research has in particular been directed at civil and political rights. She has done extensive research on  freedom of the press and the protection of the rights of journalists from self-censorship due due to the integration of financial and political power and her work has been published internationally. Her recent focus has been on the growing impact of oligarchs and their unconstrained power in political economies outside the constitutional framework.

Career

Herdis Kjerulf Thorgeirsdottir is an attorney at law in Reykjavik. Professor of constitutional law and human rights at Bifrost University 2004-2012. She announced her candidacy for the office of President of Iceland on March 30, 2012. Herdis is  member of the Council of Europe Venice Commission / European Commission for Democracy through law and its First Vice President until 2019. Herdis was on the Board of Trustees of ERA (European Academy of Law) in Trier from 2012 until 2015. In 2009, she was elected President of the European Women Lawyer’s Association (EWLA) and re-elected for a second term in 2011. She is member of the EU Network of Legal Experts in gender equality (since 2003) that ensures that the European Commission is kept informed in relation to important legal developments in the field of gender equality at national level and the impact of these developments.  She is the founder of the “Network – empowering women” large conferences in Iceland since 2004 that had an impact gender equality policy and legislation. She was twice nominated for the Gender Equality Price for the Network-conferences. She has given lectures on human rights, rule of law and democracy widely.  In the 1980s and early 1990s, she was the founder, publisher and editor of Heimsmynd magazine in Iceland. Prior to that she was the founding editor of Mannlif magazine. She began her career as a journalist at Morgunbladid, a major daily newspaper in Iceland.

 

Education

Herdis Thorgeirsdottir holds a Doctor Juris degree (LLD) the highest academic law degree  from the Faculty of Law at Lund University in Lund Sweden. She also has degree in Law from the University of Reykjavik and is a member of the Icelandic Bar Association. She was a guest lecturer at Oxford University in 1999. Earlier she earned the M.A.L.D. degree from the Fletcher School of Law and Diplomacy at Tufts University in Boston, Massachusetts. She received the B.A. degree in Political Science from the University of Iceland. She also studied journalism on Fleet Street in London, the United Kingdom and prior to that psychology at the University of Aix-en-Provence.

References:

https://www.coe.int/en/web/portal/news-2017/-/asset_publisher/StEVosr24HJ2/content/venice-commission-gianni-buquicchio-re-elected-president?_101_INSTANCE_StEVosr24HJ2_languageId=en_GB

https://www.visir.is/g/2017451485d

https://www.ruv.is/frett/herdis-fyrsti-varaforseti-feneyjanefndar

https://www.venice.coe.int/WebForms/pages/?p=01_01_Offices&lang=EN

https://www.era.int/cgi-bin/cms?_SID=8b8dfd50bb88c444594edf7ebd75a36420853d7100277184268752&_sprache=de&_bereich=artikel&_aktion=detail&idartikel=123927

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/04/22/herdis_i_stjorn_evropsku_lagaakademiunnar/?fb_action_ids=10200463709188340&fb_action_types=og.recommends&fb_source=other_multiline&action_object_map=%7B%2210200463709188340%22%3A388024264644278%7D&action_type_map=%7B%2210200463709188340%22%3A%22og.recommends%22%7D&action_ref_map=%5B%5D

https://ewla.org/board/

https://journals.sagepub.com/doi/abs/10.1177/016934410402200405

https://timarit.is/page/984516#page/n15/mode/2up

https://www.amazon.com/Books-Herdis-Thorgeirsdottir/s?rh=n%3A283155%2Cp_27%3AHerdis+Thorgeirsdottir

Í draumi sérhvers manns er fall hans falið

Í draumi sérhvers manns er fall hans falið

Mynd kvikmyndaleikstjórans Stanley Kubrick um Barry Lyndon (1975) telst til stórvirkja kvikmyndasögunnar. Myndin kom Kubrick endanlega á kortið sem einum fremsta kvikmyndaleikstjóra 20. aldarinnar. Sagan um Barry Lyndon gerist á 18. öld og lýsir ferli manns, sem er að klífa metorðastigann í stéttskiptu bresku samfélagi. Hver einasta sena í þessari þriggja klukkustunda kvikmynd er úthugsuð, búningar, bakgrunnur, hýbýli, landslag og staðsetning persóna í því, þannig að hvert andartak er fagurfræðileg upplifun. Hver sena í þessari löngu mynd var tekin upp aftur og aftur, á Írlandi og Englandi, jafnvel 20-30 sinnum. Notuð var náttúruleg lýsing í bland við háþróaðar tæknilegar útfærslur til að ná þessari útkomu. Hugað var að sérhverju smáatriði þannig að augnablik frá löngu liðnum tíma renna upp á hvíta tjaldinu tveimur öldum síðar ljóslifandi eins og stórfengileg málverk, hvert á fætur öðru. Enda er kvikmyndin þeim sem hafa séð hana ógleymanlegt listaverk, hver og ein einasta sena.

Myndin um Barry Lyndon byggir á sögulegri satíru eftir William Thackeray (1811-1863) og fjallar um örlög Redmons Barry sem fæðist inn í lágstétt á Írlandi en nær fyrir hæfileika, sjarma og ýmsar tilviljanir að skapa sér nýtt líf og betri afkomu. Sagan birtist upphaflega sem framhaldssaga í vinsælu tímariti 1844 áður en hún kom út á bók í tveimur bindum. Thackeray var talinn í hópi fremstu rithöfunda Breta á 19. öld, jafnvel á pari við Charles Dickens. Þekktasta bók hans er skáldsagan Vanity Fair sem einnig hefur verið fest á filmu.

Í myndinni er hraðri atburðarrás í lífi Redmond Barry lýst af sögumanni en þemað er að varpa ljósi á það hvernig klifrið upp metorðastigann getur umbreytt manninum, hvernig í draumi sérhvers manns er fall hans falið, eins og Steinn Steinarr lýsir í ljóðinu Ferð án fyrirheits (1942). Fyrsta konan sem Redmond verður ástfangin af tekur annan mann fram yfir hann sem er bæði ríkur og úr æðri stétt. Þeir há einvígi þar sem hinn maðurinn fellur fyrir byssukúlu Barrys en á daginn kemur síðan að einvígið var sviðsett af konunni til að losna við Barry úr myndinni. Barry heldur stöðugt áfram; flýr land og verður málaliði í breska hernum. Hann berst í sjö ára stríðinu, strýkur úr hernum með því að stela hesti, einkennisbúningi og nafni látins hermanns.

Líf hans heldur áfram eins og ferð í gegnum ,,dimman kynjaskóg“. Örlög og tilviljanir takast á. Barry verður málaliði í prússneska hernum, gerist njósnari og gagnnjósnari, síðan fjárhættuspilari. Þannig kemst hann í álnir og nær að skapa sér ímynd sem maður „auðs og smekks“ eins og segir í Rolling Stones-laginu, „a man of wealth and taste“ (Sympathy for the Devil). Hann nær athygli auðugrar aðalskonu, Lyndon hertogaynju, sem gift er mun eldri manni sem orðinn er heilsuveill. Barry nær með samblandi af sinni grófu hegðun og sjarma að tæla hertogaynjuna sem loks fellst á að giftast honum þegar hún er orðin ekkja. Hann tekur upp nafn hennar og heitir þaðan í frá Barry Lyndon.

Óheflaður uppruni hans hjálpar Barry Lyndon á framabrautinni samtímis sem skorturinn á kunna að hegða sér innan um hástéttina stendur honum stöðugt fyrir þrifum. Hann grípur hvert tækifæri til að koma sér áfram en klúðrar öllu á sama tíma. Hann er óforbetranlegur kvennamaður, drekkur illa og hefur ekki stjórn á skapi sínu. Hann sólundar fé hertogaynjunnar og kemur illa fram við hana og son hennar af fyrra hjónabandi.

Kubrick valdi Ryan O‘Neal í hlutverk Barry Lyndon en hann var á þeim tíma ekki bara eftirsóttur leikari heldur eitt mesta kvennagull Hollywood og virtist sjálfur ekki ósvipaður karakter Barry Lyndon.

Hinni óvægnu þversögn lífsins sem Steinn Steinarr lýsir í ljóðinu Ferð án fyrirheits, þ.e. hvernig maður sem reynir að hafa stjórn á umhverfi sínu og framapoti með blekkingum verður fórnarlamb síns eigin draums:

Þú ferðast gegnum dimman kynjaskóg
af blekkingum, sem brjóst þitt hefur alið
á bak við veruleikans köldu ró.
Þinn draumur býr þeim mikla mætti
að mynda sjálfstætt líf, sem ógnar þér.

Metnaður Barry Lyndon vex honum yfir höfuð og ýtir undir undirferli hans og stjórnsemi en hann þarf á hvoru tveggja að halda til að koma sér áfram og í því er fall hans falið. Hann er í grunninn þrjótur sem svífst einskis til að ná sínu fram, til að koma sér áfram hvað sem það kostar. Hann er glæsilegur, vel klæddur og auðugur en hann virðir ekki þá óskráðu reglu að vandi fylgi vegsemd hverri (noblesse oblige); að hann verður að hlíta því formskilyrði að haga sér eins og sjentilmaður. Hann vill svínbeygja reglur þess samfélags sem hann er kominn inn í um leið og hann vill njóta þess besta sem það hefur upp á að bjóða.

Til að setja þetta í samhengi við nútímann má benda á nýlegt dæmi úr bresku konungsfjölskyldunni. Meghan Markle sem giftist inn í þá fjölskyldu kemur eins og Barry Lyndon í hugum Breta úr þeim kima samfélagsins sem Windsorættin hefur aldrei umgengist. Hún er orðin þekkt Hollywood-leikkona þegar hún nær athygli Harrys prins (Lyndon hertogaynju) og stígur inn á svið breska aðalsins sem fullmótuð kona smekks og auðs. Hún sættir sig ekki við leiðinleg skyldustörf og finnst hún sæta fordómum vegna uppruna síns, alveg eins og Barry Lyndon verður stöðugt fyrir fordómum þar sem hann er ekki eðalborinn. Í samráði við eiginmann sinn ákveða Meghan og Harry að beygja kerfið undir sig en um leið að njóta ávaxta þess. Með bresku krúnuna að vopni banka þau upp á hjá bandarískum stórfyrirtækjum og bjóða upp á þjónustu sína. Það samræmist ekki grunnreglunni um Noblesse Oblige, að vandi fylgi vexsemd hverri. Ekki frekar en það samræmdist hlutverki Frans páfa að taka nú að sér dyravörslu í næturklúbbi en slíku starfi gegndi hann sem ungur maður. Ástæðan fyrir því að Meghan og Harry eru svipt titlum sínum er ekki hefnigirni heldur ískalt mat á því að fyrirhuguð notkun þeirra á krúnunni í viðskiptaskyni muni valda óbætanlegum skaða á breskri stjórnskipun.

Skálkasaga Thackeray um Barry Lyndon tekur á sig nýjar og nýjar myndir því hún er alltaf að eiga sér stað í raunveruleikanum. Eins og segir í Stones-laginu, Sympathy for the Devil:

Please allow me to introduce myself
I’m a man of wealth and taste
Been around for a long, long year
Stole many a man’s soul to waste

Harmsaga Barry Lyndons felst í því að hann selur sálu sína metnaði sem á endanum verður honum að fjörtjóni. Hann ætlaði sér hvoru tveggja að blóðmjólka kerfi sem hann fyrirleit og skaða það þar með um leið og hann nyti ávaxta þess. Önnur nútímaútgáfa af Barry Lyndon gæti verið í líki lögpersónu á borð við öflugt íslenskt fyrirtæki sem bent var á í fréttum að hafi greitt hluthöfum sínum rúmlega 12 milljarða í arð frá 2012 en sætir nú gagnrýni fyrir að ætla að leggjast upp á á venjulega skattborgara þegar harðnar á dalnum. „Wealth and taste“ fara ekki alltaf saman eins og segir í hinu fræga Stones-lagi.

Í stað þess að einblína á Covid-kúrfuna um páskana mætti leiða hugann að dvöl Jesú í óbyggðinni þar sem hann fastaði í fjörutíu daga. Hann var því glorhungraður þegar Djöfullinn kom til að freista hans – sýndi honum öll ríki veraldar með orðunum: Allt þetta skal verða þitt ef þú fellur fram og tilbiður mig . . .

Jesú benti honum á að maðurinn lifði ekki á brauði einu saman. Spurning hvort Covid kenni okkur þá lexíu.

Tónlistin í Barry Lyndon hér – hlustið og íhugið:

https://www.youtube.com/watch?v=Ozu-CVkHZx8

Hér eru Rolling Stones með sitt meistaraverk – daðrað við djöfulinn:

https://www.youtube.com/watch?v=GgnClrx8N2k

Að gefa og gleðja

Að gefa og gleðja

Karen Blixen eða Isak Dinesen (höfundarnafn) lýsti sögunni sinni, Gestaboð Babette, sem léttmeti miðað við önnur skrif sín. Líkt og Margaret Mitchell sem skrifaði eina þekktustu skáldsögu allra tíma – Gone With the Wind og ég fjallaði um í fyrsta pistlinum um  eftirminnilegar kvikmyndir– eiga þessar konur það sammerkt að hafa gert lítið úr meistaraverkum sínum.

Sagan Gestaboð Babette birtist fyrst í blaði tileinkuðu húsmæðrum 1958. Þrjátíu árum síðar vann kvikmynd Gabriels Axels, sem byggð var á sögunn,i Óskarsverðalunin 1987.

Sagan segir frá hinni frönsku Babette sem flýr pólitískan óróa í Frakklandi í kjölfar fransk-prússneska stríðsins 1870. Íbúar Parísarborgar höfðu komið sinni eigin stjórn á laggirnar, svokallaðri Parísarkommúnunu (fjórða byltingin) vegna óánægju með vaxandi bil milli ríkra og fátækra. Babette finnur skjól í sjávarþorpi á vesturströnd Jótlands þar sem var strangur lúterskur söfnuður. Hún fær inni hjá prestdætrunum Martinu og Filippu. Faðir þeirra sem var látinn hafði stofnað söfnuðinn. Systurnar halda uppi starfinu í sókninni, lifa meinlætalífi og hafa gefið frá sér allar væntingar um lífsins lystisemdir. Dag einn birtist Babette á tröppunum hjá þeim með meðmælabréf frá frönskum manni sem eitt sinn dvaldi í þorpinu og þekkti Filippu en þar sagði að hún gæti eldað. Babette vinnur hjá þeim launalaust, sýður þorsk og býr til brauðsúpu. Vendipunktur í sögunni er þegar hún vinnur 10 þúsund franka í happadrætti og fær leyfi systranna til að halda veislu og matreiða ekta franskan málsverð í tilefni af 100 ára ártíð föður þeirra. Þorpsbúum er boðið til veislunnar og einn gestur kemur óvænt, hershöfðingi, en sá var vonbiðill annarrar systurinnar. Gestirnir hafa sammælst um það áður að segja ekki orð um mat eða drykk á meðan veislunni stendur. Loewenhielm hershöfðingi er bergnuminn yfir málsverðinum og segir hann minna sig á dýrinds máltíð sem hann fékk eitt sinn á hinu fína veitingahúsi Café Anglais í París. Að veislu lokinni segir Babette systrunum frá því að hún hafi áður verið yfirmatreiðslumeistari á Café Anglais og því notið þessa tækifæris sem listamaður að leggja sig alla fram að framreiða bestu máltíð lífs síns.

Þótt málsverðurinn leiki stórt hlutverk í myndinni er þemað dýpra og flóknara en matur, það er listin að gleðja aðra – og í því felst að gefa allt sem maður á.

Myndin er samfelldur óður til gleði og fegurðar – eins og sýning á röð af Skagen málverkum í tæpa tvo klukkutíma.

Nýlega lýsti Frans páfi því yfir að Gestaboð Babettu væri hans uppáhaldsbíómynd. Páfinn sagði að stærsta gleði lífsins væri að gleðja aðra, með því fengi maður smjörþefinn af himnaríki. Babette gladdi gestina í hinum strangtrúaða lúterska söfnuði því þeir umföðmuðu hana og þökkuðu henni með þeim orðum að hún ætti eftir að hrífa englana í himnaríki. Gleði Babette var eins og listamannsins sem sér fólk dást að nýafhjúpuðu verki. Máltíðin varð guðdómleg upplifun.

Ýmis atriði í sögunni benda til þess að Karen Blixen hafi sótt fyrirmynd í síðustu kvöldmáltíðina. Gestirnir eru tólf; veislan er haldin til minningar um stofnanda söfnuðarins og er haldin á sunnudegi í aðventu og vitnað er í sálm 85:10 í Biblíunni ,,. . . og vegsemdir munu búa í landi voru“.

Út frá feminískum sjónarhóli notar Babette féð sem henni áskotnaðist til að næra þorpið með dýrðlegum málsverði, listaverki sem lýsir hæfileikum hennar um leið og það þjónar þörfum annarra. Feminísk gildi birtast í matreiðslu og gjafmildi hinnar frönsku konu, sem trompar karlæg gildi norræns púrítanisma. Babette lætur verkin tala en hinir trúræknu púrítönsku gestir koma sér saman um það áður að ræða ekki réttina og drykkina sem Babette ber á borð á meðan máltíðinni stendur. Þetta er þröngsýnn varnarháttur gagnvart stórmennsku konunnar. Það að ræða ekki framlag kvenna, hvort sem er á fræðavettvangi, í listum eða almennt í samfélaginu, er mikilvægt feminískt ádeiluefni.

Það má lesa margt annað í söguna, þ.á m. að hún fjalli um stéttaátök þar sem systurnar notfæra sér aðstöðu Babette sem vinnur launalaust fyrir þær. Þann tíma sem hún dvaldi hjá þeim matreiddi hún ekki aðeins fábrotinn málsverð fyrir þær heldur einnig hina fátæku sem þær sáu aumur á. Systurnar vissu þó ekki að fyrrum yfirmatreiðslumeistarinn á Café Anglais beitti kunnáttu sinni í matreiðslu til að gera matinn sem fátæklingarnir fengu sérlega næringarríkan og bragðgóðan.

Hér í lokinn er matseðill úr gestaboði Babette:

Potage a la Tortue
Skjaldbökusúpa
Amantillado sherry
Blinis Demidotf
Pönnukökur, kavíar, sýrður rjómi
Veuve Cliquot kampavín
Cailles en Sarcophage
Lynghæna í búttudeigi, gæsalifur, trufflusveppasósa
Clos de Vougoet rauðvín
Endive Salad
Savarin au Rhum avec des figues et fruit glacée
Svampterta með rommi, fíkjum, sykurhúðuðum ávöxtum og kirsuberjum
Veuve Cliquot kampavín
Assiette de fruits et fromage
Ostar og ávextir
Sauternes / sætt hvítvín