Evrópusambandið horfir fram á 7.4 prósent minnkun á hagvexti  ef opnun landamæra kemur nýrri bylgju veirunnar af stað. Góðu fréttirnar eru þær að hið versta í útbreiðslu covid-veirunnar virðist yfirstaðið. Dánartíðni á Ítalíu hefur ekki verið lægri í tvo mánuði. Angela Merkel kanslari Þýskalands hefur lýst því yfir að skólar, leikskólar, daghemili og veitingahús opni að nýju á næstu dögum.

Á hinn bóginn er hugsanlegt að fljótlega syrti í álinn. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti hinn 6. maí að hagvöxtur  yðri 7.4  prósent minni í ár  og að sambandið undirbyggi sig fyrir verstu kreppu sem orðið hefur á þessu svæði í áratugi. Gert hafði verið ráð fyrir 1,2 prósent hagvexti í hinni 27 ríkja blokk á þessu ári. Í fjármálakreppunni 2009 minnkaði  hagvöxtur um 4,5 prósent. Líkur eru á að áhrif covid-faraldursins muni hafa mikil áhrif á hagkerfi heimsins í marga mánuði ef ekki mörg ár.

Í Kína þar sem mikið hefur hægt á faraldrinum undanfarnar vikur hafa verksmiðjur farið í gang aftur en eftirspurn eftir varningi hefur snarminnkað og efnahagsbati þar því hægur. Í Bandaríkjunum er að draga úr faraldrinum á þeim svæðum sem hann hefur verið verstur  en ekki vænst þess að efnahagslífið batni skjótt. Í aprílmánuði misstu um 20 milljón manna vinnu sína – sem er afturhvarf í um áratug af efnahagsbata. Í ESB-ríkjunum 27 búa um 440 milljónir manna og á því svæði eru helstu viðskiptaaðilar Bandaríkjanna. Kína er næst stærsti viðskiptaaðilil ESB-ríkjanna. ESB-ríkin eru einnig stærsti fjárfestir í ríkjum Afríku, sunnan Sahara og öðrum þróunnarríkjum.

Djúp efnahagsleg í Evrópu, önnur útbreiðsla covid-faraldursins eða mjög hægur efnahagsbati hefur í för með sér mikla erfiðleika fyrir íbúa á svæðum Evrópusambandsins sem og fyrirtæki og fjármálastofnanir víða um heim. Kreppan veldur einnig spennu á milli betur stæðra ríkja í norðri andspænis þeim verr settu í suðri,  ólíkar þjóðir með tengd efnahagskerfi eins og New York Times skýrir frá í fréttum hinn 7. maí.