Rándýrir lögmenn og enginn endir þrætu

Rándýrir lögmenn og enginn endir þrætu

Hollywood skilnaðir eru ekki til fyrirmyndar. Sá rándýrasti sem nú er í fréttum er skilnaður stórstjarnanna  Brad Pitt og Angelina Jolie en þau hafa staðið í deilum um forsjá og peninga undanfarin sex ár án nokkurs árangurs. Bæði hafa ráðið dýrustu lögmannsstofur til aðstoðar og hefur Angelina reglulega skipt út lögmönnum en talið er að þau hafi hvort um sig “eytt” yfir einni milljón dala í lögmannskostnað. Engin lausn á deilum fyrrum hjónanna er í sjónmáli og talið að þær geti staðið hátt í áratug í viðbót. Angelina er nú 45 ára og Brad 57 en saman eiga þau þrjú börn og hafa ættleitt önnur þrjú. Forsjárdeilan stendur um fimm barnanna og eignir sem hlaupa á milljörðum. Tímakaup skilnaðarlögfræðinganna er á bilinu 1000 dalir til 1500 dalir og  rukkað fyrir 40 – 50 stundir á viku en það gera u.þ.b. 6 milljónir íslenskra króna á viku.  Fáránleikinn í þessari endaleysu dylst engum.

Það borgar sig að semja eignanna vegna en ekki síst barnanna vegna. Kjerulf lögmannsþjónusta og ráðgjöf í síma 691 8534.

Nýtt álit Feneyjanefndar vegna mótmæla í Hvíta Rússlandi

Nýtt álit Feneyjanefndar vegna mótmæla í Hvíta Rússlandi

Á aðalfundi Feneyjanefndar hinn 19. mars var samþykkt álit sem Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir fulltrúi í nefndinni samdi ásamt Claire Bazy Malaurie og Martin Kuijer um það hvernig nokkur lagaákvæði, þ.á m í lögum um um fjöldasamkomur sem og  hegningarlagaákvæði þar að lútandi samræmist evrópskum viðmiðum um félaga- og tjáningarfrelsi. Þessum lögum hefur verið beitt á friðsamleg mótmæli  og félaga í samtökum sem mótmæltu úrslitum forsetakosningana í Hvíta Rússlandi hinn 9. ágúst 2020. Feneyjanefnd álítur lögin koma í veg fyrir friðsamleg mótmæli í landinu.

Árið 2012 samþykkti Feneyjanefnd álit um lög um fjölda mótmæli og sendi frá sér tillögur sem enn eru í gildi þar sem þeim lögum hefur ekki verið breytt. Herdís var jafnframt einn höfunda 2012 álitsins þar sem þeim tilmælum var beint til stjórnvalda í Hvíta Rússlandi að tryggja bæri rétt einstaklinga til fundafrelsis  og í því skyni væri mikilvægt að afnema þann lagaramma sem þá var í gildi (og er enn) að krefjast þess að fá heimild hjá stjórnvöldum til að koma saman opinberlega. Í stað þess væri unnt að setja tilkynninga-skyldu. Jafnframt bæri nauðsyn til að endurskoða öll lagaákvæði sem jafngiltu banni við fundafrelsi og takmörkunum á  því hverjir gætur staðið fyrir og skipulagt fundi.

 

Uppgötvun ársins

Uppgötvun ársins

Bók Maríu Elísabetar Bragadóttur, Herbergi í öðrum heim vakti mikla athygli eftir að Una útgáfuhús gaf hana út í byrjun nóvember 2020. Um er að ræða frumraun höfundar og eru þetta 7 smásögur. Gagnrýnandi Morgunblaðsins gaf bókinni fimm stjörnur með þeim ummælum að hver saga væri fullmótuð og höfundi hefði tekist að skapa djúpar og breyskar persónu í hverri sögu; bóksalar völdu bókina aðra bestu bók ársins. Hallgrímur Helgason rithöfundur sagði bók Maríu Elísabetar bestu frumraun sem hann hefði séð. Morgunblaðið kallaði Maríu Elísabetu síðan uppgötvun ársins í úttekt á bókum sem út komu árið 2020.