Hæstiréttur Rússlands hefur fyrirskipað lokun mannréttindasamtakanna Memorial International en þauhafa verið starfrækt síðan 1992 (voru stofnuð fyrir hrun Sovétríkjanna). Markmið samtakanna er að fylgjst náið með og rannsaka pólitíska kúgunartilburði í landinu og styðja þá einstaklinga sem hafa orðið fyrir pólitískum ofsóknum. IM eru ein virtustu mannréttindasamtök Rússlands. Það var ríkissaksóknari sem gerði kröfu um að samtökunum yrði lokað á grundvelli laga um erlenda útsendara (foreign agents) og óæskilega starfssemi erlendra og alþjóðlegra mannréttindasamtaka í landinu.
Hér má sjá þau álit sem Feneyjanefndin hefur sent frá sér um þau lög sem hafa verið sett undanfarinn áratug í því skyni að þrengja að mannréttindasamtökum í Rússlandi.