
Herdís Stefánsdóttir tónskáld í viðtali
Herdís Stefánsdóttir tónskáld ræðir hér um tónsmíðar sínar í nýútkominni þáttaröð Y The Last Man. Sagan gerist í veröld eftir hamfarir eða heimsendi.
Fleiri viðtöl hér og hér.
Herdís Stefánsdóttir tónskáld ræðir hér um tónsmíðar sínar í nýútkominni þáttaröð Y The Last Man. Sagan gerist í veröld eftir hamfarir eða heimsendi.
Fleiri viðtöl hér og hér.
Var kölluð í Silfrið þar sem fjallað var um kosningar og eftirmála vegna misbresta í talningu og fleira. Ræddi hvað þyrfti til að kosningar væru gerðar ógildar, viðmið þau sem sett eru fram af Feneyjanefnd til þess að framkvæmd kosninga standist kröfur Mannréttindasáttmála Evrópu sem hefur verið lögfestur hér á landi. Lagði meðal annars áherslu á eftirfarandi.
Tók þátt í pallborðsumræðum á visir.is með Sigmari Guðmundssyni alþingismanni og Baldri Þórhallssyni prófessor um nýafstaðnar kosningar, meinta ágalla og möguleg úrræði. Mikilvægt að betrumbæta lagaumhverfi og framkvæmd kosninga en Feneyjanefndin hefur lagt áherslu á það að úrskurðir varðandi kjör og talningu er sérlega viðkvæmt ferli sem verður að vera hægt að áfrýja til dómstóls eða annars óvilhalls og sjálfstæðs aðila í samræmi við alþjóðleg viðmið. Umræðum stjórnaði Óttar Kolbeinsson Proppé.
Yfirlýsing frá forseta Feneyjanefndar Gianni Buquicchio vegna neyðarástands sem var lýst yfir í Túnis 25. júlí sl. þegar forseti landsins tók í sínar hendur löggjafa-, framkvæmda- og að hluta til dómsvald. Djúp kreppa ríkir í landinu þar sem stjórnvöld hafa ekki getað tekið á covid-faraldrinum, stofnanir ríkisins eru sem lamaðar vegna mikillar landlægrar spillingar. Almenningur í landinu kallar á aðgerðir vegna ástandsins. Túnis á aðild að Feneyjanefnd Evrópuráðsins, eitt af 62 ríkjum heims.
“Since the declaration of the state of emergency on 25 July 2021, the President of Tunisia has concentrated in his hands the legislative, executive and, partially, judicial powers. Tunisia does not have a constitutional court.
Tunisia is facing a very deep crisis, caused on the one hand by the difficulties of managing the pandemic and on the other hand by the difficulties of functioning of the state institutions and by the very high level of corruption. A large part of the Tunisian people has expressed its refusal to accept that this situation be prolonged and has asked that a solution be found quickly.
I strongly support these legitimate and fundamental aspirations of the Tunisian people.
Since the Revolution in 2011, the Venice Commission accompanied Tunisia in the search for a new beginning, starting from the preparation of a democratic constitution. The new constitution was drafted from scratch by the democratically elected National Constituent Assembly and was adopted almost unanimously by its members. It is unacceptable that these efforts and this exemplary and non-violent transition to democracy be marred by the cancer of corruption and the inability of some public officials to transcend their partisan affiliations and vested interests for the sake of the public interest. Constitutional guarantees must not be used as a shield for criminals.
However, I am convinced that an effective fight against the scourge of corruption must go hand in hand with respect for democracy, fundamental rights and the rule of law. One cannot exist without the other, and vice versa.
The temptation to use shortcuts to achieve quick results is strong and understandable. But experience has taught us that any democratic and sustainable reform must be carried out with respect for the constitution, the prerogatives of democratic institutions, and the guarantees of protection of the fundamental rights of all individuals, including those suspected of corruption, from arbitrary interference.
I am convinced that a solution to the serious problems facing the Tunisian people today can – and must – be found within the democratic parameters set by the Tunisian constitution. The Venice Commission, of which Tunisia is a full member, is ready to provide assistance in this search”.
Á aðalfundi Feneyjanefndar daga 2. og 3. júlí voru samþykkt tvö álit sem undirrituð vann að. Annað álitið sneri að því hvort breytingar á ýmsum lögum í Rússlandi varðandi svokallaða “foreign agent” löggjöf stæðist alþjóðleg viðmið og mannréttindasamninga sem rússnesk yfirvöld eru skuldbundin að virða. Þetta er þriðja álitið sem Feneyjanefnd lætur frá sér varðandi þessa löggjöf sem þrengir mjög að rétti félagasamtaka og nú með nú með nýjustu lögunum, rétti fjölmiðla og einstaklinga. Fyrri álitin voru samþykkt 2014 og 2016.
Fyrstu “foreign agent”-lögin voru sett 2012 og síðan hafa verið gerðar frekari breytingar sem miða að því að þrengja frelsi félagasamtaka sem hafa notið fjárframlaga erlendis frá. Þeim var fyrst gert skylt með lagabreytingum 2012 að skrá sig sem erlenda útsendara (foreign agent) – sem er mjög neikvæður stimpill og undirgangast opinbera endurskoðun á reikningshaldi. Síðari breytingar á lögunum sneru að fjölmiðlum sem nutu fjárstuðnings erlendis frá.
Umfjöllun um nýtt álit nefndarinnar sem þingmannasamkunda Evrópuráðs kallaði eftir má sjá hér. Meðhöfundar að þessu áliti eru Veronika Bilkova, Angelika Nussberger og Jan Valaers. Feneyjanefndin varaði sérstaklega við fælingarmætti laganna á borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi einstaklinga, félagasamtaka og fjölmiðla – og hvatti rússnesk stjórnvöld til að afturkalla ákveðna þætti laganna sem snúa að skyldu til að skrá sig sem erlendendan útsendara og frekari kvöðum og að öðrum kosti að endurskoða heildarlöggjöfina með því að þrengja skilgreininguna á “erlendum útsendara” – sem nú er undirorpið svo víðtækri túlkun að átt getur við einstakling sem fær sendan fjárstyrk frá ættingja í öðru landi. Þá er refsiramminn strangur og langt út fyrir meðalhóf í réttarríki.
Hitt álitið sem ég vann að og samþykkt var á fundinum sneri að nýsettum lögum í Tyrklandi sem ætlað er að stemma stigu við fjármögnun hryðjuverka og dreifingu gereyðingavopna. Lögin bitna þó einna helst á félagasamtökum og leiðum þeirra til fjáröflunar. Meðhöfundar að álitinu eru Pieter van Dijk og Cesare Pinelli.
I