Yearly Archives: 2016

Desemberfundur Feneyjanefndar

Desemberfundur Feneyjanefndar

Á Feneyjafundinum 9.-10. desember samþykkti Feneyjanefndin m.a. álit um neyðarlögin í Tyrklandi, sjá hér; lög um stjórnlagadómstól Úkraínu, sjá hér. Roberto Caldas forseti milliríkjadómstóls mannréttinda Ameríkuríkja var einn þeirra sem ávarpaði fundinn. Vandi ýmissa stórra ríkja í Suður-Ameríku er gífurlegur og margvíslegur. Spilling setur mark sitt á stjórnmál í Brasilíu, þar sem Caldas var áður dómari við hæstarétt landsins. Dilma Rousseff fyrrum forseti var sótt til saka vegna spillingar af þinginu. Fjölmiðlar eru afar máttlausir og flestir í eigu fjársterkra aðila sem geta stjórnað umræðunni.

Screen Shot 2017-03-20 at 14.47.18

herdís desember 2016 feneyjar

Fundur lögfræðinga á sviði jafnréttislöggjafar

Fundur lögfræðinga á sviði jafnréttislöggjafar

Fundur teymis lögfræðinga sem hafa unnið saman um langt árabil á sviði jafnréttislöggjafar á grundvelli Evrópusambandslöggjafar og í tilfelli íslenska lögfræðingsins, EES löggjafar var haldinn í Brussel 24. og 25. nóvember. Susanne Baer dómara við æðsta dómstól Þýskalands, stjórnlagadómstólinn í Karlsruhe hélt þrumandi ræðu á föstudaginum þar sem hún gagnrýndi harðlega þá afstöðu sem einkennirContinue Reading

Fundur um hatursorðræðu, fjölmiðla og lýðræði í Prag

Fundur um hatursorðræðu, fjölmiðla og lýðræði í Prag

Talaði á fundi um hatursorðræðu, fjölmiðla og lýðræði  hinn 11. nóvember, sem fram fór í þinghúsinu í Prag. Það voru Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU), Evrópuráðið og Evrópuráðsþingið, þingmannasamkunda Evrópuráðsins, þing Tékkneska lýðveldisins og tékkneska ríkissjónvarpinu sem stóðu að fundinum en fundurinn fór fram í þinghúsinu í Prag. Þingmenn frá mið- og austur-Evrópu sátu fundinn semContinue Reading

Ógnir við stjórnskipulegt réttlæti í fyrrum alræðisríkum

Ógnir við stjórnskipulegt réttlæti í fyrrum alræðisríkum

Meðfylgjandi er framsaga sem flutt var á alþjóðlegri ráðstefnu í Batumi í Georgíu um stjórnskipulegt réttlæti í fyrrum alræðisríkum kommúnismans þar sem stjórnlagadómstólar eiga víða undir högg að sækja og þar sem dómarar eru skipaðir á grundvelli pólitísks þýlyndis. Sjá hér: cdl-ju2016014-e Meðfylgjandi myndir eru frá ráðstefnunni þar sem forseti Georgía tilkynnti um nýjar skipanirContinue Reading

Æðsti dómstóll Úkraínu vitnar í ummæli um sjálfstæði dómara

Æðsti dómstóll Úkraínu vitnar í ummæli um sjálfstæði dómara

Í fréttatilkynningu frá æðsta dómstól Úkraínu er vitnað í ummæli varaforseta Feneyjanefndar í Georgíu í síðustu viku um mikilvægi þess dómarar séu sjálfstæðir í störfum sínum en stjórnvöld þar hafa setið undir ámæli um að beita dómstólinn pólitískum þrýstingi: Vice-President of the Venice Commission of the Council of Europe Ms Herdis Kjerulf Thorgeirsdottir noted thatContinue Reading

Feneyjanefnd gagnrýnir breytingar á stjórnarskrá Azerbaijan

Feneyjanefnd gagnrýnir breytingar á stjórnarskrá Azerbaijan

Feneyjanefnd í bráðabirgðaáliti, sem sagt er frá á forsíðu Evrópuráðsins í dag – gagnrýnir fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskrá Azerbaijan sem bornar verða undir þjóðaratkvæði 26. september n.k.  Breytingarnar munu hafa mikil áhrif á valddreifingu í Azerbaijan þar sem þær færa forseta landsins aukin og fordæmalaus völd. Kjörtímabil hans verður lengt úr fimm í sjö ár.Continue Reading

Stjórnlagadómstóll Georgíu undir pólitískum þrýstingi

Stjórnlagadómstóll Georgíu undir pólitískum þrýstingi

Á 20 ára afmæli stjórnlagadómstóls Georgíu, sem staðsettur er í hafnarborginni Batumi við Svartahafið blés ekki byrlega fyrir stjórnskipulegu réttlæti í landinu. Forseti dómstólsins, Giorgi Papuaschvili hefur ítrekað komið fram á s.l. ári og lýst því yfir að dómarar þessa æðsta dómstóls landsins væru beittir miklum pólitískum þrýstingi; hafi þeir jafnvel sætt fjárkúgunum. Forseti dómstólsinsContinue Reading

Á hringbraut

Á hringbraut

Hér má sjá upptöku af þættinum Þjóðbraut á sunnudegi í stjórn Sigurjóns M. Egilssonar. Ræddi m.a. lýðræðismál, stjórnmál í Bandaríkjunum og víðar. Hefst ca. á 30 mínútu.

Álit á lögum í Rússlandi sem hefta félagafrelsi

Álit á lögum í Rússlandi sem hefta félagafrelsi

Hér má sjá álit Feneyjanefndar, Nefndar Evrópuráðsins um lýðræði með lögum, sem ég vann ásamt tveimur öðrum og var samþykkt á síðasta aðalfundi nefndarinnar í júní sl. en það varðar breytingar á lögum í Rússlandi um “óæskilega” starfsemi erlendra og alþjóðlegra félagasamtaka í landinu. Sjá hér.

Aldursfordómar eitt megin viðfangsefni feminismans

Aldursfordómar eitt megin viðfangsefni feminismans

Isabella Rosselini var rekin frá Lancome 43 ára af því andlit hennar var ekki lengur tákn draumsins um eilífa æsku heldur áminning til kvenna um þann meinta ömurlega veruleika sem beið þeirra við að eldast. Nú hefur hún verið ráðin aftur sem andlit Lancome þar sem karlar eru ekki lengur ráðandi í forystu. Aldursfordómar ættuContinue Reading