Fundur teymis lögfræðinga sem hafa unnið saman um langt árabil á sviði jafnréttislöggjafar á grundvelli Evrópusambandslöggjafar og í tilfelli íslenska lögfræðingsins, EES löggjafar var haldinn í Brussel 24. og 25. nóvember. Susanne Baer dómara við æðsta dómstól Þýskalands, stjórnlagadómstólinn í Karlsruhe hélt þrumandi ræðu á föstudaginum þar sem hún gagnrýndi harðlega þá afstöðu sem einkennir bæði vinnubrögð alþjóðlegra stofnana og fleiri að tækla ekki kjarna vandamálsins heldur sigla áfram í yfirborðslegum regluverkum.Margir hafa vaxandi áhyggjur vegna uppgangs öfgahreyfinga og þjóðernis- eða andkerfisflokka í Evrópu og víðar, en nýlegur kosningasigur Donalds Trumps til forseta í Bandaríkjunum er sterk vísbending um þá þróun sem er að eiga sér stað á alþjóðavísu. Benti dr. Baer á vanmátt yfirþjóðlegra stofnana og ríkja til að stemma stigu við ýmsum ógnum sem steðja að þeim sem þegar eru minnimáttar í samfélaginu. Hún sagði mikilvægt að horfa á rætur vandans en ekki yfirborðið og skoða hvernig vaxandi efnahagslegur ójöfnuður eykur kynþáttafordóma, sexisma og ýtir undir aukinn stéttamun.

herdis_susanne_susanne_andreas_max

Herdís Þorgeirsdóttir, Susanne Baer dómari við stjórnlagadómstól Þýskands, Susanne Burri prófessor við lagadeild háskólans í Utrecht og Andreas Stein frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.