herdis-minniprag-okt-2016-adalmyndTalaði á fundi um hatursorðræðu, fjölmiðla og lýðræði  hinn 11. nóvember, sem fram fór í þinghúsinu í Prag. Það voru Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU), Evrópuráðið og Evrópuráðsþingið, þingmannasamkunda Evrópuráðsins, þing Tékkneska lýðveldisins og tékkneska ríkissjónvarpinu sem stóðu að fundinum en fundurinn fór fram í þinghúsinu í Prag. Þingmenn frá mið- og austur-Evrópu sátu fundinn sem og stjórnendur opinberra útvarps- og sjónvarspsstöðva í Evrópu. Evrópuþingið, Efnahags- öryggis- og samvinnustofnun Evrópu sem og Evrópusamtök blaðamanna voru einnig aðilar að skipulagningu fundarins. Sjá hér dagskrá fundarins en eins og þar kemur fram var ég í panel ásamt dr. Mirjönu Lazarova-Trajkovska sem er dómari við Mannréttindadómstól Evrópu af hálfu Makedóníska lýðveldisins. Hún lagði út af dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu en ég ræddi m.a. niðurstöður Feneyjarnefndar á þessu sviði en nefndin hefur nýlega sent frá sér niðurstöður úr starfi sínu á sviði tjáningarfrelsis og fjölmiðla á grundvelli álita sinna í umfjöllun um löggjöf í aðildarríkjum Evrópuráðsins í áranna rás. Sjá hér. Á fundinum talaði einnig Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar  og formaður Stýrinefndar Evrópuráðsins um fjölmiðla og nýja miðla, forsvarsmaður Evrópusamtaka blaðamanna, þingmenn Evrópuráðs og fleiri.

Sjá hér umfjöllun um fundinn.