Á Feneyjafundinum 9.-10. desember samþykkti Feneyjanefndin m.a. álit um neyðarlögin í Tyrklandi, sjá hér; lög um stjórnlagadómstól Úkraínu, sjá hér. Roberto Caldas forseti milliríkjadómstóls mannréttinda Ameríkuríkja var einn þeirra sem ávarpaði fundinn. Vandi ýmissa stórra ríkja í Suður-Ameríku er gífurlegur og margvíslegur. Spilling setur mark sitt á stjórnmál í Brasilíu, þar sem Caldas var áður dómari við hæstarétt landsins. Dilma Rousseff fyrrum forseti var sótt til saka vegna spillingar af þinginu. Fjölmiðlar eru afar máttlausir og flestir í eigu fjársterkra aðila sem geta stjórnað umræðunni.

Screen Shot 2017-03-20 at 14.47.18

herdís desember 2016 feneyjar