Hvað skiptir máli?

Hvað skiptir máli?

FransBoðskapur Frans frá Assisi á erindi við nútímann. Hann beindi sjónum að þeim fátæku og kallaði eftir félagslegu réttlæti. Þau vandamál sem við blöstu á hans tíma eru enn við lýði: styrjaldir, fátækt, spilling valdastétta, félagsleg útskúfun og aukið bil milli allsnægta og örbirgðar.

Frans frá Assisi tilheyrði þeim fátækustu. Hann vann sem daglaunamaður. Hann bað engan um fé og lét aldrei söfnunarbauk ganga.

Boðskapur hans var einfaldur: Græðgi veldur þjáningu bæði hjá fórnarlömbum sem sökudólgum.

Sinnuleysi þeirra sem stöðugt sanka að sér kemur í bakið á þeim sjálfum.

Græðgi er tortímandi afl; siðferðilega, félagslega og andlega.

Frans frá Assisi leit ekki upp til valdamanna. Hann fór fótgangandi til Rómar. Þegar hann kom í Vatíkanið og upplifði spillinguna þar með eigin augum var hann hávær í gagnrýni sinni á græðgina, auðsöfnunina, valdafíknina og innantóma tilvist. Páfinn, Innocensíus III., varð hneykslaður á því hvernig þetta fátæka, auma mannkerti leyfði sér að segja að kirkjan væri í andstöðu við kristnina.

Það eru ýmsir tortryggnir í garð núverandi páfa sem hefur tekið Frans frá Assisi sér til fyririrmyndar og segja hann lýðskrumara. Enginn forvera hans á páfastóli hefur þorað að taka upp nafnið Frans. Páfinn veit að með því að taka upp nafn Frans frá Assisi, sem var félagslegt “drop-out” á 13. öld, er hann að kalla eftir pólitískum áherslum á aukið réttlæti. Frans frá Assisi var sonur auðugs silkikaupmanns sem lifði í vellystingum praktuglega uns hann venti sínu kvæði í kross, 24 ára gamall, yfirgaf fjölskyldu, auð og frama.

Páfinn í Róm hefur hent á haugana sérsmíðuðu rauðu páfaskónum, gylltu skikkjunum og bróderaða fatnaðinum. Hann er að reyna að vekja athygli á því sem skiptir máli.

Datt þetta í hug nú í innantómu fjargviðri í aðdraganda kosninga. Það er óneitanlega svolítið skondið þegar Páfinn í Róm er orðinn eftirtektarverðari fyrir skoðanir en flestir frambjóðendur og fylgismenn þeirra.

Millikyn og friðhelgi einkalífs

Millikyn og friðhelgi einkalífs

intersexconchitaSigur Conchitu Wurzt frá Austurríki í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 10. maí varpaði ljósi á þann veruleika að það er ekki hægt að flokka alla einstaklinga í kven- eða karlkyn við fæðingu. Víðast hvar eru þau réttindi að vera óflokkaður eftir kyni heldur sem „millikyn“ ekki viðurkennd.

 

Alþjóðlegur dagur gegn fordómum í garð samkynhneigðra og transfólks er hinn 17. maí. Þá mun kastljósinu væntanlega víða beint að þeim fordómum sem fólk af „millikyni“ sætir en það hugtak nær yfir það sem læknar  fyrr á tímum kölluðu tvíkynjung (e. hermaphrodite), einstakling með æxlunarfæri beggja kynja.

whose body

Væntingarnar um hvort barn sé drengur eða stúlka við fæðingu og sú skýra staða sem mótast af því hvers kyns maður er upp frá því veldur  einstaklingum af millikyni erfiðleikum og jafnvel mikilli þjáningu. Samfélagið hleypir engum upp með það að flokka sig ekki í karl eða konu. En einstaklingar af millikyni eru öðruvísi en hvort kyn fyrir sig hvað varðar litninga, líffærafræði og kynkyrtla. Það er því brot á mannréttindum þeirra að þurfa að flokka sig eftir kyni sem þeir tilheyra ekki með réttu.

 

Þar sem foreldrar, sem eignast börn af millikyni eru oftast ekki áttaðir á eðli máls eru þeir oft fljótir að samþykkja að framkvæmd sé aðgerð til að „leiðrétta“ kyn barnsins. Slíkar aðgerðir þjóna fyrst og fremst útlitskröfum en eru almennt ekki læknisfræðilega nauðsynlegar. Þar sem þær eru oft gerðar á litlum börnum er unnt að líta svo á að búið sé að brjóta varanlega á grundvallarrétti einstaklings sem hefur ekki veitt upplýst samþykki fyrir því að utaðankomandi aðilar ákvarði kyn þess fyrir lífstíð.

millkyn

Aðgerðir, sem miða að því að „leiðrétta“  kyn; hvort sem um er  að ræða skurðaðgerðir eða aðra læknisfræðilega eða sálfræðilega meðferð, geta haft stórskaðleg andleg áhrif á einstakling. Meðferðin tekur  langan tíma og algengir líkamlegir fylgikvillar fylgja oft í kjölfar skurðaðgerða. Það kyn sem einstaklingi er úthlutað með læknisfræðilegri „aðstoð“ er síðan oft ekki í samræmi við sjálfsmynd og tilfinningalíf einstaklingsins.

 

Þá benda nýjar upplýsingar til þess að læknisfræðileg gögn, bæði um  tölfræði og aðgerðir á einstaklingum séu ekki aðgengileg, ekki einu sinni fólki sem slík aðgerð var framkvæmd á.

 

Aðgerðir, sem miða að því að leiðrétta kyn taka ekki mið af rétti millikyns-einstaklinga til sjálfs-ákvörðunar og réttarins til líkamlegra heilinda/ástands, sem fellur undir friðhelgi einkalífs (8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu). Líkami manneskju er hluti af einkalífinu og það að ekki sé hróflað við tilfinningalífi hennar (manneskjunnar) er einnig þáttur af því að njóta friðhelgi einkalífs.

Samþykki foreldra fyrir kyn-leiðréttingu barns, sem hefur hvorki líkamlegan þroska né burði til að taka  ákvörðun sjálft, er ekki í samræmi við þá meginreglu barnaréttar – að það sem er er barninu fyrir bestu – skuli ávallt hafa forgang þegar gerðar eru ráðstafanir, sem varða börn (sbr. t.d. aðgerðir á kynfærum stúlkubarna). Aðgerðir á kynfærum barna sem eru óafturkræfar eru brot á mannréttindum.

Nú fer í hönd tími endurskoðunar á löggjöf víða varðandi flokkun einstaklinga eftir kyni í opinberum gögnum (fæðingarvottorð, vegabréf o.s.frv.).  Í nóvember 2013 tóku gildi lög í Þýskalandi, sem hafa það í för með sér að  nýr reitur er kominn í fæðingarvottorðin – þriðji reiturinn auk karlkyns og kvenkyns – fyrir foreldra barna sem eru ekki með “skýr kyn-ákvarðandi einkenni”.  Áður höfðu foreldrar viku til að ákveða hvort kynið skyldi velja til skráningar og í kjölfarið var framkvæmd aðgerð á barninu. Þýskaland er eina ríkið, mér vitanlega, sem hefur sett lög af þessu tagi.

Vænti þess að það, sem flokkast réttilega undir friðhelgi einkalífs; skapgerð, tilfinningalíf, kyn, kynhneigð, líkamsstarfsemi og aðrir þættir sem einkenna einstaklinga án þess að valda öðrum skaða, andstætt  t.d. ofbeldisfullri hegðun, verði virtir í löggjöf og framkvæmd hennar enda stór verkefni sem bíða okkar allra að leysa  – í þágu okkar allra – og skipta meira máli en líkamsstarfsemi, tilfinningalíf, kynhneigð, kynlíf eða  áhugaleysi um kynlíf og annað sem fellur undir einkalíf og ógnar á engan hátt almannahagsmunum.

Ræða á stúdentsafmæli 1974 árgangs MH

Ræða á stúdentsafmæli 1974 árgangs MH

studentar MH

 

Kæru samstúdentar,

 

Fallegu unglingar sem genguð inn í steinsteypta gráa byggingu við rætur Öskjuhlíðar haustið 1970; nýja menntaskólann við Hamrahlíð.

Feimnu unglingar.

Bjartsýnu unglingar – ekki vissum við hvað lífið bæri í skauti sér.

Óöruggu unglingar – sumir farnir að reykja í steintröppunum eftir viku. Aðrir slógu um sig með frösum – Kommúnistaávarpið var ritið sem vitnað var í.

Kæru samstúdentar; þegar litið er til baka er það þetta sem við eigum sameiginlegt:

  • Væntingarnar sem við höfðum þetta haust þegar nútíma Ísland var enn fremur ungt, einfalt og saklaust eins og við sjálf.
  • Upplifun af kennurum, samverustundir í hléum í Norðurkjalla eða fyrir framan sjoppuna Sómalíu, skólaböllin, þar sem freistingarnar voru til að falla fyrir þeim og skólaferðalögin . . .
  • Og síðan þessi ferð í gegnum lífið. Tilveran er undarlegt ferðalag.

 

Þegar við spegluðum okkur í framtíðinni sáum við hana út frá þeim veruleika sem við þekktum haustið 1970 – það voru aðeins liðin 25 ár frá lokum síðari heimsstyraldar.

Reykjavík var engin fjölmenningarborg:

  • skóbúð á Laugaveginum auglýsti að skólaskór væru sendir í póstkröfu
  • Í Morgunblaðinu voru heilu síðurnar með myndum af brúðhjónum – sem var árnað heilla – normið var mjög skýrt – aðeins var vitað var um tvo homma í Reykjavík og eina fræga lesbían var Saffo sem uppi var 6 öldum fyrir Krist.
  • Lög unga fólksins voru spiluð einu sinni í viku í Ríkisútvarpinu – Elvis Presley var enn í fullu fjöri í Las Vegas og Bítlarnir komu þetta haust með lagið The Long and Winding Road
  • franskar og kokteilsósa voru gourmet fæði þessa tíma – og enginn var í heilsurækt!
  • Reykjavík var örugg borg á sama tíma og Baader Meinhoff-gengið var að ræna banka í Berlín

Það var engin leið að sjá fyrir tæknivædda framtíðina, tölvurnar, snjallsímana – samfélagsmiðlana – hjónabönd samkynhneigðra – fjölmenningarsamfélagið – hvað þá feminismann á tíma þar sem kynferðisleg áreitni í garð kvenna var einnig normið.

Á þessum tíma sem liðinn er höfum við skautað öfganna á milli . . . hugsa sér að unglingarnir sem margir héldu sig vera mikla byltingarmenn og marxista (lýsi eftir þeim nú) skuli vera orðin eldri kynslóðin í heimi þar sem ójöfnuður hefur aldrei verið meiri – ekki frá lokum 19. aldar – m.a. s. hægri flokkar í Evrópu og Bandaríkjunum tala um þörfina á að taka á spillingu og rjúfa tengsl peningavalds og pólítíkur.

Kæru olnbogabörn kerfisins: tilvist okkar í Hamrahlíðinni markaðist af því að við tilheyrðum aldrei raunverulega 68 kynslóðinni ( erum ekki það gömul) né fjöldaframleiðslunni í áfangakerfinu.

Við vorum hluti af þessu gamla og hluti af þessu nýja. Hippaímyndin var vinsælust og það var pottþétt að vitna í Marx. Pípureykjandi lið talaði um sögulega efnishyggju; og að hjónabandið væri ekkert annað en opinber skækjulifnaður . . .

Ungir feministar nútímans hefðu upplifað bullandi kvenfyrirlitningu í skólanum á köflum – en það er önnur saga.

Svo gengum við út í sumarið 1974, tókum þátt í fyrstu þingkosningunum þar sem Sjálfstæðisflokkurinn vann sögulegan sigur en Marx-Lenínistar fengu 121 atkvæði – öll úr Hamrahlíðinni. Lengra náðu ekki áhrif olnbogabarnanna.

Þau hafa ekki gert sig gildandi á hinum pólitíska vígvelli.

Veit ekki um marga frambjóðendur úr hópi olnbogabarna – veik útgáfa af Ástþóri stendur hér – olnbogabörnin hafa ekki farið á þing eða í ríkisstjórn. Þau hafa haslað sér völl á öðrum sviðum – og brillerað eins þeim einum er lagið – bæði leynt og ljóst –

Úr þessum hópi hafa komið bestu læknar þjóðarinnar, dómarar, fjölmiðlafólk, lögmenn, arkitektar, hagfræðingar, bókmenntafólk, músíkantar, fólk í viðskiptum og ferðaiðnaði, kennarar, embættismenn – og ég held vegna reynslu okkar sem olnbogabarna – þá séum við flest frábærir og skilningsríkir foreldrar . . .

Olnbogabörnin væru ekki það sem þau eru í dag hefðu þau ekki notið maka sinna –þeirra maka sem ekki gáfust upp í hjónaböndum með olnbogabörnum – því olnbogabörnin eru svolítið spes eins og ég hef áður vikið að. Þess vegna verður að hrósa sérstaklega þeim einstöku mökum sem hafa þraukað og sitja hér nú.

Við sem urðum flugfreyjur sumarið eftir stúdentspróf fengum smjörþef af hinum stóra heimi – minnist auglýsingar í glansriti með löngum, dömulegum sígarettum og slagorðið var:

You have come a long way baby!

Það er nákvæmlega málið. Þetta hefur verið löng ferð, kæru olnbogabörn. Eins og segir í ljóðinu Hótel Jörð eftir Tómas Guðmundsson – þar sem við erum gestir og hótel okkar jörðin:

En mörgum finnst hún dýr þessi hóteldvöl
þó deilt sé um hvort hótelið sjálft muni græða.
En við sem ferðumst eigum ei annars völ,
það ER ekki um fleiri gististaði að ræða.

Olnbogabörnin eru þrautseig. Seiglan hefur skilað þeim langt. Þau hafa upplifað eitt mesta efnahagshrun sögunnar sem var ekki síður hrun á siðferðilegum og pólitískum gildum. En þar voru olnbogabörnin engir sérstakir gerendur.

Ekkert olnbogabarn er mér vitanlega í kladda sérstaks saksóknara – eða blaðrandi frá sér allt vit í rannsóknarskýrslum Alþingis . . .

Og þegar ég lít yfir hópinn og farinn veg sé ég ekki einstaklinga í stöðugri keppni um að krækja sér í bestu bitana. Mörg hafa látið sér það lynda að vera utan hringiðu óáreitt og spök.

Hvað sem því líður stöndum við nú á tímamótum. Við getum ekki lengur verið í hlutverki olnbogabarnana. Við erum að eldast og verðum að gera okkur meira gildandi – svo ég grípi í orðfæri fyrrum prófessors sem er alltaf að vinna forsetakosningar!

Hvað dettur ykkur í hug? Einn af okkar kynslóð; frumkvöðullinn Steve Jobs sagði að maður ætti bara að gera það sem hugur manns stæði til.

Af því að ég þekki ykkur – veit ég hvað þið eruð að hugsa núna. Bendi bara á að það er búið að taka frá herbergi hér við hliðina ef einhver skyldi verða ofurölvi. Ég lendi ekki þar í kvöld af því að ég er á bakvakt fyrir fyrir Lögmannafélagið þennan sólarhring – ef eitthvert ykkar skyldi loks komast í kast við lögin.

Elsku samstúdentar: takk fyrir það liðna – góða skemmtun og bjarta framtíð!

(Ræða Herdísar Þorgeirsdóttur á stúdentsafmæli 1974 árgangsins frá Menntaskólanum í Hamrahlíð, 9. maí 2014). 

MH Herdís flytur ræðu

MH 4A

MH herdís vala o.co

Þorgerður Erlendsdóttir – minningarorð

Þorgerður Erlendsdóttir – minningarorð

Tvær stelpur klöngrast áfram í djúpum snjó á köldum janúardegi. Það brakar í fönninni. Þær eru klæddar í þungar, dragsíðar fullorðinskápur. Leiðin í Akrakot, sem stendur við fjörukambinn í Álftanesinu er löng og ógreiðfær. Þar býr Þorgerður ásamt foreldrum sínum og systkinum.

Gangan út á Álftanes varð í huga okkar táknrænt upphaf samfylgdar sem stóð í rúm 46 ár. Þorgerður er góður ferðafélagi. Hún er eins og persóna úr Íslendingasögunum með mikið, ljóst hár. Augun blá og stór, varirnar þykkar, ungt andlitið stórskorið, svipsterk, sviphrein. Fríða, móðir hennar sagði þá að stórgerðar konur yrðu glæsilegri með aldrinum. Álftanesið er heimurinn hennar. Hún hefur unnið öll hefðbundin sveitastörf með afa sínum, bóndanum á Grund; tekið á móti lömbunum, gefið hænunum, þekkir fuglalífið, kann að smíða og járnabinda. Á sumrin vaknar hún við sólarupprás og syndir í sjónum. Þarna mótast ást hennar á náttúrunni, verkvitið, ábyrgð hennar og velvilji. Móðir hennar þjáist af hugarvíli og er stundum lögð inn. Þá vinnur unga stúlkan heimilisverkin fumlaust og sinnir yngri systkinum sínum.

Litla Akrakotið er raunverulegt höfðingjasetur, þangað kemur fólk af öllum toga, ýmsir sem standa höllum fæti í lífinu og vinir barnanna. Fólki líður vel í návist Fríðu sem vegna veikinda sinna hefur innsæi í sálir fólks.

Þorgerður er stundum með tiktúrur. Mæðgurnar eru komnar hálfa leið í bæinn þegar Þorgerður, á leið í próf í lagadeildinni, áttar sig á því að hún hefur gleymt pennanum sem hún fékk í fermingargjöf. Fríða snýr við og sækir pennann. Þorgerður notaði hann alla tíð síðan. Týndi engu og aldrei sjálfri sér.

Hún sagði foreldra sína hafa snúist í kringum sig. Þannig lærir maður að vera góður við aðra, sagði hún síðar. Hvort hún var. Á stórum stundum í lífi mínu var hún alltaf nálæg. Á erfiðaleikatímum var hún eins og klettur.Við töluðum saman á hverjum degi. Þú ert nú meiri vinkonan, sagði ég oft. Hvernig er hægt að launa svona samfylgd í örfáum orðum?

Þorgerður var hetja. Þegar mamma hennar veiktist og átti ekki afturkvæmt, tók Þorgerður við. Eins og hún ætti ekki  nóg með sitt; móðir ungra drengja, lögfræðingur að reyna að komast í betri stöðu sem fulltrúi hjá bæjarfógeta og síðar í héraðsdómi – í karlaheimi –  vel gefin, skilningsrík, nákvæm, með gott vald á íslenskri tungu og rökhugsun.

Líkt og á göngunni forðum, lét hún skaflana ekki hindra sig. Yfir litlu var hún trú, yfir mikið var hún sett. Hennar ríki var allt það fólk sem naut góðvildar hennar. Eftir langan vinnudag, sama hvernig viðraði, keyrði hún upp á Arnarholt til að sinna móður sinni – í sautján vetur. Hún gekk systkinum sínum í móðurstað,  sleppti aldrei hendinni af þeim.

718014minniÁður en hún var skipuð héraðsdómari hafði hún starfað sem slíkur um árabil. Dómar hennar voru nær undantekningarlaust staðfestir af hæstarétti. Sumir merkt innlegg í kennslu í lögfræði.

Hún vitnaði stundum í ógæfukonu, sem stóð frammi fyrir fjölskipuðum dómi og sagði: þetta er bara „kómísens“! Almenn skynsemi var hennar leiðarljós og samlíðan með mönnum og málleysingjum.

Allt sem Þorgerður tók sér fyrir hendur gerði hún vel. Hún hafði ríkt fegurðarskyn og næmt auga. Hún var með glæsilegri konum.

Nú syrgja sárt, Kristján maðurinn hennar, faðir hennar Erlendur, systkinin Júlíana, Sveinn og Hugborg og synirnir Erlendur Kári og Friðrik Gunnar. Engir stóðu hjarta hennar nær en glókollarnir tveir.  Veganesti þeirra er umhyggja hennar og kærleikur. Með fordæmi sínu kenndi hún þeim hvað það er að vera góð og vönduð manneskja. Hún vissi að það skipti máli að nota tímann vel og halda hughraustur áfram. Bráðum kemur vorið. Þá vaknar náttúran til lífsins á Álftanesi og fuglarnir syngja. Ferðinni er ekki lokið þótt Þorgerður hafi farið yfir á aðra braut.  Hún heldur utan um ykkur ─ alla leið.

Herdís Þorgeirsdóttir

Þorgerður, Herdís, Bogga

 

þorgerður með boggu

þorgerður með guffu litlu

Ræða á ársþingi EWLA í Róm

Ræða á ársþingi EWLA í Róm

PARIS ROM 20 TIL 24 NOV 018Dear colleagues,
It is a true pleasure for me to welcome you to the thirteenth annual European Women Lawyers‘ conference, this time in Rome. I am very grateful to our key speaker, Maud de Boer Buquicchio for taking time to attend this important conference, It is also an honour for us to welcome all the experts who have come here today to share with us their knowledge and experience.

We have for years been waiting for the increased share of women in decision making and actively supported the EU policy on gender quotas on company boards – in the belief that increased participation of women in the world of corporations would improve the overall situation of women.

The same goes for the increased role of women in politics.   It was not until the end of the 20th century that female government ministers stopped being unusual.

In Chile, earlier this week, where politics is still very much a mens‘ game, both frontrunners in the presidential election were women – and furthermore daughters of friends whose ways parted during the military coup in 1973 with tragic consequences. The media said their history was something like out of a Latin American soap opera or a magical realist novel. Even the region‘s great writers, like Gabriel Garcia Marques or Isabel Allende would struggle to invent such a plot. Ms Bachelet who became Chile‘s first female president in 2006 was reelected and is now the first Chilean president in more than half a century to serve a second term in office.

It is inspiring to see strong women leaders – earlier this year Britain’s first female leader and first woman prime minister died,— but don’t call Margaret Thatcher a feminist. “I owe nothing to women’s lib,” she once said — and she leaves a contested legacy for women. For some, she was an inspiration who showed that anything was possible. For others, she was an individualist who got to the top and pulled the ladder up behind her. There are many strong women who have battled their way to the top of the male-dominated political system and the business world – but have they made a difference for gender policies and the justice they are to pursue?

Angela Merkel won an an overwhelming endorsement from German voters a few weeks ago, the fourth chancellor since the war to win a third term – in the midst of the Eurozone crisis. More than three years into the European Union’s worst nightmare, Merkel, uniquely in the Eurozone, has been rewarded for her handling of the currency and sovereign debt crisis. Everywhere else voters have punished governments. Since the Greek emergency snowballed in 2010, 12 governments have fallen in a Eurozone of 17 countries, whether of the right or the left.

This was the case in Iceland this year when the social democrats lost bigger than any time before. The Prime Minister who stepped down was not only the first woman to hold that post in Iceland but also the first lesbian woman in the world to head a national government. She left a mixed legacy with advance on gay rights but not much success in addressing the nation‘s economic problems.

My country ranks as being one of the most equal in the world – which really makes you wonder what the others are like – as the situation of women in Iceland is not that great– we have our 15 % pay gap. Men hold the most important roles in government and lead the ruling political parties. Men control the media, both newspapers and  broadcasting. Men dominate the business sector. Before the law on on gender quotas came into force in September this year  the share of women on the boards of public limited companies was only 3 %.

Yet, Iceland has a strong feminist streak. The first time a woman was elected head of state in democratic elections was in Iceland in 1980. Icelandic feminists had at the time formed Women‘s lists, slates of women candidates for political offices, reviving a tradition from the 1920s. They made clear in their manifesto in 1982 the connection between feminism and the salvation of the world.

Hillary Rodham Clinton has said that “Too many women in too many countries speak the same language, of silence…”

In order for the voice of women to have an impact they must have something NEW to say. A union of women and power does nothing unless there is a union of mind and motives to enhance justice for women and those who are unfairly discriminated against. More women on the boards of directors of companies must change the world of business and politics – and not only compliment an environment which recent experience shows needs improvement from prevailing corrupt practices.

The writer Doris Lessing who passed away this week was one of the few women to receive the Nobel Price of Literature and also at the age of 88 the oldest individual to receive that honour. She did not attend the ceremony in 2008 – her acceptance speech was read by someone else and called: On not winning the Nobel Price. She mocked the lack of understanding in our part of the world of the deprivation in other continents telling a tale from Africa of the poor who have no books – in fact have no food – she had witnessed a young mother who neither had had food nor drink for three days talking about the importance of books and education, even quoting Tolstoy. “That poor girl trudging through the dust, dreaming of an education for her children, do we think that we are better than she is – we, stuffed full of food, our cupboards full of clothes, stifling in our superfluities?

I think it is that girl, and the women who were talking about books and an education – when they had not eaten for three days – that may yet define us.”

Doris Lessing avoided calling herself feminist – yet she may have done more for women with her work than women in politics – not to mention the few that have managed to climb to the top of the corporate world in a world of widening income and wealth inequality.

The theme of this congress is Women in Business and Social Development – emphasizing that there is not a watertight division between these spheres.  An EU report last year shows the various consequences of the  economic  crisis on women – and men – on education, housing, health and gender policies. In some countries, long-term homlessness appears as substantially gendered phenomena as well. The most vulnerable households are for example those of single mothers or those living on a low income (among which women are over-represented). Long term unemployment will have a serious impact on the young generation in many European countries.

In a way, we must think like Doris Lessing –  the situation in our countries and on a global scale must  define the outlook of the European Women Lawyers‘ Association,  not the other way around.

I wish you a most fruitful day with interesting and stimulating discussions and exchange of knowledge so that we can together envisage the future of a better and more just Europe.

Thank you very much.

Hatur og hugmyndir sem falla ekki í kramið – 1984? (birt í Fréttablaðinu)

Hatur og hugmyndir sem falla ekki í kramið – 1984? (birt í Fréttablaðinu)

HERDÍS ÞORGEIRSDÓTTIR SKRIFAR:

big brotherVegna komu bandarísks predikara á trúarsamkomu þar sem biskup Íslands verður meðal ræðumanna hafa blossað upp deilur.

Rúmast afstaða klerksins, sem telur samkynhneigð guði ekki þóknanlega, innan marka tjáningarfrelsis eða fellur hún undir hatursáróður? Svarið er ekki einhlítt.

Tjáningarfrelsi og áróður í garð samkynhneigðra
Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp þann dóm 2012 að sænsk stjórnvöld hefðu ekki brotið á tjáningarfrelsi ungra manna sem dæmdir voru fyrir brot á hegningarlögum vegna áróðurs gegn samkynhneigðum.
Þeir höfðu dreift pésum í hólf nemenda í menntaskóla með þeim skilaboðum að samfélagið hampaði samkynhneigð, sem væri afbrigðileg, hún hefði slæm áhrif á siðferðið í samfélaginu og að lauslæti homma væri orsök útbreiðslu alnæmis.

Hæstiréttur Svíþjóðar mildaði dóm undirréttar, sem hafði dæmt mennina í tveggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi auk greiðslu fjársekta.

Mannréttindadómstóll Evrópu – í takt við tíðarandann?
Mennirnir kærðu sænsk stjórnvöld fyrir að hafa brotið á réttindum þeirra fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Dómstóllinn taldi að þótt hin umþrættu ummæli féllu ekki beint í flokk hatursárása væru á ferðinni alvarlegir fordómar, sem gætu hreiðrað um sig og leitt til ofbeldis í garð samkynhneigðra.

Sænsk stjórnvöld hefðu ekki gengið of langt í að skerða tjáningarfrelsi mannanna; móttakendum áróðurspésanna hefði ekki verið gert kleift að afþakka þá og mennirnir hefðu fengið væga refsingu.

Spyrja má hvort Mannréttindadómstóllinn hafi þarna í sínu fyrsta máli sem laut að áróðri gegn samkynhneigð látið undan pólitískri rétthugsun í takt við upplýstan tíðaranda – í þeim ríkjum sem hafa veitt samkynhneigðum sama rétt og gagnkynhneigðum – á kostnað tjáningarfrelsis, sem dómstóllinn segir sjálfur að verndi ekki eingöngu hugmyndir sem eru viðteknar heldur einnig þær sem hneyksla og valda uppnámi.

Dómstóllinn lét hjá líða að minnast á fælingaráhrif refsingar á opna umræðu.

Bandaríkin – haturs- áróður í þágu opinnar umræðu
Hæstiréttur Bandaríkjanna tók þveröfugan pól í hæðina 2011 þegar hann komst að þeirri niðurstöðu að meðlimir kirkjusafnaðar sem berst gegn samkynhneigð mættu mótmæla við útför hermanns á grundvelli tjáningarfrelsisins.

Mótmælendur gerðu lögreglunni viðvart áður og stóðu þögulir með spjöld fyrir utan kirkjuna sem á stóð „Guði sé lof fyrir látna hermenn – Þið farið til helvítis – Guð hatar homma og Bandaríkin – Guði sé lof fyrir 11. september“.

Hæstiréttur ýtti út af borðinu dómi undirréttar, sem hafði dæmt föður hins látna hermanns 5 milljónir dala í miskabætur. Á þeirri forsendu að stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi megi ekki skerða sagði dómstóllinn málfrelsið vera vald í sjálfu sér. Með því væri unnt að valda öðrum miklum sársauka. Bandaríska þjóðin hefði þó valið þá leið að standa vörð um alla orðræðu, sem innlegg í opinbera umræðu, jafnvel þótt framlagið væri ómerkilegt.

Rússland – bann við áróðri fyrir samkynhneigð
Nefnd Evrópuráðsins um lýðræði með lögum (Feneyjanefnd) samþykkti í mars síðastliðnum álit á nýju lagafrumvarpi í Rússlandi, sem bannar áróður fyrir samkynhneigð meðal barna undir lögaldri, sem rússnesk stjórnvöld segja taka mið af þroska þeirra.

Feneyjanefndin benti á ríkjandi tilhneigingu í mörgum ríkjum Mið- og Austur-Evrópu til að banna áróður fyrir samkynhneigð en sagði að bannið stæðist ekki alþjóðleg viðmið eða ákvæði Mannréttindasáttmála um tjáningarfrelsi, fundarfrelsi og bann við mismunun. Enda virtist markmið laganna ekki vera að efla hefðbundin fjölskyldugildi heldur skerða rétt þeirra sem væru öðruvísi.

Bretland – bann við áróðri fyrir sinnaskiptum
Hæstiréttur í Bretlandi komst að þeirri niðurstöðu sl. vor að ákvörðun stjórnar strætisvagna London um að banna auglýsingaborða á strætó sem hvöttu samkynhneigða til sinnaskipta væri lögmæt. Á auglýsingaborðunum átti að standa „Ekki hommi – fyrrverandi hommi – stoltur og sættu þig við það“.

Þetta var umorðun á frægum slagorðum í Stonewall-mótmælum samkynhneigðra á sjöunda áratug í Bandaríkjunum: „Sumir eru hommar. Sættu þig við það!“

Rökin fyrir því að banna auglýsingarnar voru að ungt samkynhneigt fólk ætti margt erfitt uppdráttar, sætti einelti í skólum og yrði fyrir hatursárásum. Áróður fyrir afhommun myndi ýta undir fordóma.

Vitundarvakning og pólitísk rétthugsun
Barátta samkynhneigðra hefur eins og önnur mannréttindabarátta kostað blóð, svita og tár. Nú er samkynhneigð varin af friðhelgi einkalífs samkvæmt dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins en lögsaga hans nær til 47 ríkja Evrópuráðsins.

Enginn á að gjalda fyrir það hvern hann elskar. Lög heimila skerðingu á tjáningarfrelsi vegna réttinda eða mannorðs annarra. Þar sem þetta er grundvallarréttur og lífæð lýðræðislegs samfélags er varasamt að setja tjáningu þröngar skorður.

Tjáningarfrelsið verndar ekki aðeins upplýsingar og hugmyndir sem falla í kramið heldur einnig þær sem valda uppnámi, særa, hneyksla og koma róti á hugann. Aðalsmerki lýðræðisins er fjölhyggja, umburðarlyndi og víðsýni.

Vitundarvakning verður vegna umræðu en ekki vegna þess að þaggað er niður í henni. Baráttan fyrir frelsi krefst stöðugrar árvekni. George Orwell varaði í bókinni 1984 við „Newspeak“, þeirri áráttu valdhafa að afmarka svigrúm orðræðunnar.

Tjáningarfrelsið er meginvörn lýðræðisins og árveknin felst í stöðugri gagnrýni, endurnýjun á viðteknum hugmyndum og öflugum andmælum við tilhneigingu ráðandi afla til að njörva niður kerfi rétthugsunar.