Heimsþing um lýðræði í Strassborg

Heimsþing um lýðræði í Strassborg

herdís world forum strassborgHerdís Þorgeirsdóttir var með framsögu á heimsþinginu um lýðræði í Strassborg þar sem þemað var um lýðræði eða aukið eftirlit. Herdís talaði í panel um þar sem til umfjöllunar var hvernig standa ætti vörð um hið borgaralega samfélag nú þegar stjórnvöld setja baráttuna gegn hryðjuverkum í forgang. Herdís fjallaði almennt  um lög gegn hryðjuverkum, nýsett lög og lög sem bíða samþykkis og hvað bæri að varast þegar borgaralegum réttindum sem tjáninga- og félagafrelsi eru settar skorður.

Tala á fundi Evrópuráðsnefndar um lagalega samvinnu aðildarríkja

Tala á fundi Evrópuráðsnefndar um lagalega samvinnu aðildarríkja

herdís fundur strassborg 30 okt 2015Var beðin að vera með framsögu á fundi nefndar Evrópuráðsins um lögfræðilega samvinnu aðildarríkjanna 47. Fundurinn fór fram í Evrópuráðshöllinni í Strassborg hinn 30. október. Umfjöllunarefnið var kynjasamþætting í löggjöf og stefnumótun. Konur eru enn beittar misrétti þrátt fyrir jafnréttislöggjöf og alþjóðlega samninga. Það er full þörf á að hafa áhyggjur af því að konur hafa víðar lakari aðgang að dómskerfinu; þær eru almennt verr launaðar og verr staddar.

Sjá ræðu hér: Presentation Strasbourg 30 Oct 2015 PDF

 

Aðalfundur Feneyjanefndar 23. október 2015

Aðalfundur Feneyjanefndar 23. október 2015

herdís feneyjanefnd okt 2015Stýri hér á myndinni fundi Feneyjanefndar eftir hádegi föstudaginn 23. október þar sem tekin eru fyrir drög að álitum nefndarinnar varðandi lög sem eiga að stemma stigu við pólitískri spillingu í Úkraínu og fjárframlögum til stjórnmálamanna.

Chairing the Friday afternoon session of the 104th Plenary of the Venice Commission examining with a view to adoption draft opinions on legislative acts concerning prevention of and fight against political corruption in Ukraine.

Ársþing Alþjóðasamtaka Lögmanna í Vín

Ársþing Alþjóðasamtaka Lögmanna í Vín

herdís International Bar AssociationVar með fyrirlestur á ársþingi alþjóðasamtaka lögmanna (International Bar Association) sem nú stendur yfir í Vín. Umræðum stjórnaði barónessa Helena Kennedy (yst til hægri) sem á sæti í bresku lávarðadeildinni. Á myndinni eru aðrir framsögumenn á fundinum í morgun, Lucy Scott-Moncrieff lögmaður í London og Nick Stanage en hann og barónessa Kennedy eru lögmenn á virtri stofu í London, Doughty Street Chambers, en þar starfar einnig mannréttindalögfræðingur, sem er stöðugt í sviðsljósinu ekki síst vegna að hún er gift heimsfrægum Hollywoodleikara. Á þinginu í Vín eru um 6 þúsund lögmenn alls staðar að en alþjóðasamtök lögmanna eru með mörg áhugaverð mál á dagskrá (t.d. spillingu) og fundurinn í morgun var bæði fróðlegur og skemmtilegur. Næsti fundur verður haldinn í Washington D.C. haustið 2016 (á sama tíma og bandarísku forsetakosningarnar verða).

Ráðstefna stjórnlagadómstóla í Tajikistan

Ráðstefna stjórnlagadómstóla í Tajikistan

Herdis Tajikistan sept 2015Dagana 17.-18. september sótti undirrituð ráðstefnu í Dushanbe, Tajikistan sem varaforseti Feneyjanefndar. Ráðstefnan sem haldin er í tilefni af 20 ára afmæli stjórnlagadómstóls landsins var opnuð af forseta landsins, Emomali Rachmon og flutti undirrituð ávarp á eftir honum. Þema ráðstefnunnar sem sótt var af forsetum og dómurum stjórnlagadómstóla í mið-Asíu og austur-Evrópu fjallaði um mikilvægi þess að standa vörð um stjórnarskrár sem æðstu lög landsins. Myndin er af þátttakendum ráðstefnunnar eftir opnun hennar. Fyrir miðri mynd er Emomali Rachmon, forseti landsins.

Sjá heimasíðu Feneyjanefndar: http://www.venice.coe.int/webforms/events/?id=2102

herdis með forseta tajikistan

Forseti Tajikistan flytur ræðu.

herdís dushanbe lúðrar

Áhrif alþjóðlegra mannréttindasamninga í dómaframkvæmd

Áhrif alþjóðlegra mannréttindasamninga í dómaframkvæmd

Herdís batumi 3 hinn 11 sept 2015Frá alþjóðlegri ráðstefnu evrópskra stjórnlagadómstóla, sem haldin var í Batumi í Georgíu, þar sem stjórnlagadómstóll landins hefur aðsetur. Ráðstefnan var opnuð af forseta Georgíu Giorgi Margvelashvili. Meginþema ráðstefnunnar var beiting stjórnlagadómstóla og æðstu dómstóla á alþjóðlegum mannréttindasamningum.

Myndin er frá fundinum en þar sitja í pallborði Arief Hidayet forseti stjórnlagadómstóls Indónesíu, Herdís Þorgeirsdóttir, Guido Raimondi varaforseti Mannréttindadómstóls Evrópu, Yurii Baulin, forseti stjórnlagadómstóls Úkraínu og Gagik Harutyunyan, forseti stjórnlagadómstóls Armeníu.

Sjá hér fyrirlestur Herdísar.